Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Bíl bæjarstjóra lagt í stæði fyrir fatlaða

Bíl Ár­manns Kr. Ólafs­son­ar var lagt í stæði fyr­ir hreyfi­haml­aða fyr­ir ut­an bæj­ar­skrif­stofu Kópa­vogs­bæj­ar síð­ast­lið­in mið­viku­dags­morg­un. Sekt­in við stöðu­brot­inu nem­ur 20 þús­und krón­um.

Bíl bæjarstjóra lagt í stæði fyrir fatlaða
Bifreið Ármanns Kr. Ólafsson, bæjarstjóra Kópavogs. Síðastliðinn miðvikudagsmorgun var bifreið Ármanns lagt í stæði fyrir fatlaða fyrir utan bæjarstjórnarskrifstofur Kópavogs.

Síðastliðinn miðvikudagsmorgun var bifreið Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra Kópavogsbæjar, lagt í bílastæði hreyfihamlaðra fyrir utan bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar. Sé bifreið lagt í slíkt stæði, án þessu að gildu stæðiskorti fyrir hreyfihamlaða sé framvísað, liggur 20 þúsunda króna sekt við stöðubrotinu.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogsbæjar.

Uppfært: Ármann Kr. Ólafsson hafði samband vegna fréttarinnar og sagðist hafa fyrir mistök lagt í stæðið.
„Ég tók ekki eftir þessu merki en ég er vanur að leggja hinum megin við húsið. Það kom orðsending til ritara míns um að ég hafi lagt þarna í stæðið og ég lét náttúrulega færa bílinn um leið. Ég trúði þessi eiginlega ekki og fór því út og sá þá að stæðið er merkt fyrir fatlaða í hellulögninni,“ segir Ármann.  Hann segist aldrei af ásetningi eða vilja hafa lagt í stæði fyrir fatlaða og myndi aldrei gera. „Ég hef beðið um að stæðið verði merkt með betri hætti og biðst innilega afsökunar á þessu.“

Í málefnasamningi um meirihlutasamstarfs Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks fyrir kjörtímabilið 2018 til 2022 er lögð áhersla á aðgengismál fatlaðra. Þar segir að bæta þurfi aðgengi fatlaðra að stofnunum og útivistarsvæðum. Stæðið sem bifreið Ármanns var lagt í var fyrir utan helstu stofnanir Kópavogsbæjar.

Sektir við að leggja bifreið í stæði fyrir hreyfihamlaða án heimildar voru tvöfaldaðar fyrir þremur árum, úr 10 þúsund krónum í 20 þúsund krónur. „Þetta er alveg skýrt: Við byrjum á tvöföldun sekta, en förum hærra ef ófatlaðir hætta ekki að leggja í þessi stæði,“ skrifaði Dagur B. Eggertsson á Twitter, borgarstjóri Reykjavíkurborgar í tilefni hækkunarinnar. 

Ármann er næstlaunahæsti bæjarstjóri landsins með 2.159.670 kr. á mánuði. Laun hans hafa hækkað um tæp 58% frá upphafi kjörtímabils, þegar þau voru 1.368.783 kr. Þess að auki fær Ármann bifreiðastyrk upp á 137.500 kr. á mánuði og 130.604 krónur fyrir að sitja í stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

Ekki náðist í Ármann við vinnslu frétttarinnar.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár