Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Bíl bæjarstjóra lagt í stæði fyrir fatlaða

Bíl Ár­manns Kr. Ólafs­son­ar var lagt í stæði fyr­ir hreyfi­haml­aða fyr­ir ut­an bæj­ar­skrif­stofu Kópa­vogs­bæj­ar síð­ast­lið­in mið­viku­dags­morg­un. Sekt­in við stöðu­brot­inu nem­ur 20 þús­und krón­um.

Bíl bæjarstjóra lagt í stæði fyrir fatlaða
Bifreið Ármanns Kr. Ólafsson, bæjarstjóra Kópavogs. Síðastliðinn miðvikudagsmorgun var bifreið Ármanns lagt í stæði fyrir fatlaða fyrir utan bæjarstjórnarskrifstofur Kópavogs.

Síðastliðinn miðvikudagsmorgun var bifreið Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra Kópavogsbæjar, lagt í bílastæði hreyfihamlaðra fyrir utan bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar. Sé bifreið lagt í slíkt stæði, án þessu að gildu stæðiskorti fyrir hreyfihamlaða sé framvísað, liggur 20 þúsunda króna sekt við stöðubrotinu.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogsbæjar.

Uppfært: Ármann Kr. Ólafsson hafði samband vegna fréttarinnar og sagðist hafa fyrir mistök lagt í stæðið.
„Ég tók ekki eftir þessu merki en ég er vanur að leggja hinum megin við húsið. Það kom orðsending til ritara míns um að ég hafi lagt þarna í stæðið og ég lét náttúrulega færa bílinn um leið. Ég trúði þessi eiginlega ekki og fór því út og sá þá að stæðið er merkt fyrir fatlaða í hellulögninni,“ segir Ármann.  Hann segist aldrei af ásetningi eða vilja hafa lagt í stæði fyrir fatlaða og myndi aldrei gera. „Ég hef beðið um að stæðið verði merkt með betri hætti og biðst innilega afsökunar á þessu.“

Í málefnasamningi um meirihlutasamstarfs Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks fyrir kjörtímabilið 2018 til 2022 er lögð áhersla á aðgengismál fatlaðra. Þar segir að bæta þurfi aðgengi fatlaðra að stofnunum og útivistarsvæðum. Stæðið sem bifreið Ármanns var lagt í var fyrir utan helstu stofnanir Kópavogsbæjar.

Sektir við að leggja bifreið í stæði fyrir hreyfihamlaða án heimildar voru tvöfaldaðar fyrir þremur árum, úr 10 þúsund krónum í 20 þúsund krónur. „Þetta er alveg skýrt: Við byrjum á tvöföldun sekta, en förum hærra ef ófatlaðir hætta ekki að leggja í þessi stæði,“ skrifaði Dagur B. Eggertsson á Twitter, borgarstjóri Reykjavíkurborgar í tilefni hækkunarinnar. 

Ármann er næstlaunahæsti bæjarstjóri landsins með 2.159.670 kr. á mánuði. Laun hans hafa hækkað um tæp 58% frá upphafi kjörtímabils, þegar þau voru 1.368.783 kr. Þess að auki fær Ármann bifreiðastyrk upp á 137.500 kr. á mánuði og 130.604 krónur fyrir að sitja í stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

Ekki náðist í Ármann við vinnslu frétttarinnar.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu