Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Bíl bæjarstjóra lagt í stæði fyrir fatlaða

Bíl Ár­manns Kr. Ólafs­son­ar var lagt í stæði fyr­ir hreyfi­haml­aða fyr­ir ut­an bæj­ar­skrif­stofu Kópa­vogs­bæj­ar síð­ast­lið­in mið­viku­dags­morg­un. Sekt­in við stöðu­brot­inu nem­ur 20 þús­und krón­um.

Bíl bæjarstjóra lagt í stæði fyrir fatlaða
Bifreið Ármanns Kr. Ólafsson, bæjarstjóra Kópavogs. Síðastliðinn miðvikudagsmorgun var bifreið Ármanns lagt í stæði fyrir fatlaða fyrir utan bæjarstjórnarskrifstofur Kópavogs.

Síðastliðinn miðvikudagsmorgun var bifreið Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra Kópavogsbæjar, lagt í bílastæði hreyfihamlaðra fyrir utan bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar. Sé bifreið lagt í slíkt stæði, án þessu að gildu stæðiskorti fyrir hreyfihamlaða sé framvísað, liggur 20 þúsunda króna sekt við stöðubrotinu.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogsbæjar.

Uppfært: Ármann Kr. Ólafsson hafði samband vegna fréttarinnar og sagðist hafa fyrir mistök lagt í stæðið.
„Ég tók ekki eftir þessu merki en ég er vanur að leggja hinum megin við húsið. Það kom orðsending til ritara míns um að ég hafi lagt þarna í stæðið og ég lét náttúrulega færa bílinn um leið. Ég trúði þessi eiginlega ekki og fór því út og sá þá að stæðið er merkt fyrir fatlaða í hellulögninni,“ segir Ármann.  Hann segist aldrei af ásetningi eða vilja hafa lagt í stæði fyrir fatlaða og myndi aldrei gera. „Ég hef beðið um að stæðið verði merkt með betri hætti og biðst innilega afsökunar á þessu.“

Í málefnasamningi um meirihlutasamstarfs Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks fyrir kjörtímabilið 2018 til 2022 er lögð áhersla á aðgengismál fatlaðra. Þar segir að bæta þurfi aðgengi fatlaðra að stofnunum og útivistarsvæðum. Stæðið sem bifreið Ármanns var lagt í var fyrir utan helstu stofnanir Kópavogsbæjar.

Sektir við að leggja bifreið í stæði fyrir hreyfihamlaða án heimildar voru tvöfaldaðar fyrir þremur árum, úr 10 þúsund krónum í 20 þúsund krónur. „Þetta er alveg skýrt: Við byrjum á tvöföldun sekta, en förum hærra ef ófatlaðir hætta ekki að leggja í þessi stæði,“ skrifaði Dagur B. Eggertsson á Twitter, borgarstjóri Reykjavíkurborgar í tilefni hækkunarinnar. 

Ármann er næstlaunahæsti bæjarstjóri landsins með 2.159.670 kr. á mánuði. Laun hans hafa hækkað um tæp 58% frá upphafi kjörtímabils, þegar þau voru 1.368.783 kr. Þess að auki fær Ármann bifreiðastyrk upp á 137.500 kr. á mánuði og 130.604 krónur fyrir að sitja í stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

Ekki náðist í Ármann við vinnslu frétttarinnar.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár