Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Bíl bæjarstjóra lagt í stæði fyrir fatlaða

Bíl Ár­manns Kr. Ólafs­son­ar var lagt í stæði fyr­ir hreyfi­haml­aða fyr­ir ut­an bæj­ar­skrif­stofu Kópa­vogs­bæj­ar síð­ast­lið­in mið­viku­dags­morg­un. Sekt­in við stöðu­brot­inu nem­ur 20 þús­und krón­um.

Bíl bæjarstjóra lagt í stæði fyrir fatlaða
Bifreið Ármanns Kr. Ólafsson, bæjarstjóra Kópavogs. Síðastliðinn miðvikudagsmorgun var bifreið Ármanns lagt í stæði fyrir fatlaða fyrir utan bæjarstjórnarskrifstofur Kópavogs.

Síðastliðinn miðvikudagsmorgun var bifreið Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra Kópavogsbæjar, lagt í bílastæði hreyfihamlaðra fyrir utan bæjarskrifstofur Kópavogsbæjar. Sé bifreið lagt í slíkt stæði, án þessu að gildu stæðiskorti fyrir hreyfihamlaða sé framvísað, liggur 20 þúsunda króna sekt við stöðubrotinu.

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogsbæjar.

Uppfært: Ármann Kr. Ólafsson hafði samband vegna fréttarinnar og sagðist hafa fyrir mistök lagt í stæðið.
„Ég tók ekki eftir þessu merki en ég er vanur að leggja hinum megin við húsið. Það kom orðsending til ritara míns um að ég hafi lagt þarna í stæðið og ég lét náttúrulega færa bílinn um leið. Ég trúði þessi eiginlega ekki og fór því út og sá þá að stæðið er merkt fyrir fatlaða í hellulögninni,“ segir Ármann.  Hann segist aldrei af ásetningi eða vilja hafa lagt í stæði fyrir fatlaða og myndi aldrei gera. „Ég hef beðið um að stæðið verði merkt með betri hætti og biðst innilega afsökunar á þessu.“

Í málefnasamningi um meirihlutasamstarfs Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks fyrir kjörtímabilið 2018 til 2022 er lögð áhersla á aðgengismál fatlaðra. Þar segir að bæta þurfi aðgengi fatlaðra að stofnunum og útivistarsvæðum. Stæðið sem bifreið Ármanns var lagt í var fyrir utan helstu stofnanir Kópavogsbæjar.

Sektir við að leggja bifreið í stæði fyrir hreyfihamlaða án heimildar voru tvöfaldaðar fyrir þremur árum, úr 10 þúsund krónum í 20 þúsund krónur. „Þetta er alveg skýrt: Við byrjum á tvöföldun sekta, en förum hærra ef ófatlaðir hætta ekki að leggja í þessi stæði,“ skrifaði Dagur B. Eggertsson á Twitter, borgarstjóri Reykjavíkurborgar í tilefni hækkunarinnar. 

Ármann er næstlaunahæsti bæjarstjóri landsins með 2.159.670 kr. á mánuði. Laun hans hafa hækkað um tæp 58% frá upphafi kjörtímabils, þegar þau voru 1.368.783 kr. Þess að auki fær Ármann bifreiðastyrk upp á 137.500 kr. á mánuði og 130.604 krónur fyrir að sitja í stjórn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

Ekki náðist í Ármann við vinnslu frétttarinnar.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár