Sjö aðaleigendur þriggja stærstu útgerðarfyrirtækja landsins þénuðu samtals 5,9 milljarða í fjármagnstekjur árið 2017. Þetta kemur í ljós þegar rýnt er í álagningarskrár ríkisskattstjóra og eignarhald þeirra útgerða sem réðu yfir mestum aflahlutdeildum í september 2017 samkvæmt upplýsingum Fiskistofu.
Tekjuhæst eru Sigríður Vilhjálmsdóttir og systkinin Kristján og Birna Loftsbörn, en þau eru eigendur Hvals hf. í gegnum Fiskveiðahlutafélagið Venus og áttu jafnframt þriðjungshlut í HB Granda, kvótahæsta fyrirtæki landsins, allt þar til nú í vor þegar hlutabréfin voru seld Brimi og forstjóra þess, Guðmundi Kristjánssyni.
Kristján og Birna fengu hvort um sig rúmlega 1,36 milljarða í fjármagnstekjur árið 2017. Gríðarlega athygli vakti á vormánuðum það ár þegar HB Grandi tilkynnti að til stæði að hætta botnfiskvinnslu á Akranesi og segja upp 86 manns. Ef gert er ráð fyrir að starfsmennirnir hafi verið með að meðaltali 310 þúsund krónur í laun á mánuði er ljóst að Kristján …
Athugasemdir