Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Óútskýrt af hverju boðsferð bankastjóra er ekki brot á reglum

Sam­kvæmt regl­um Lands­bank­ans þarf reglu­vörð­ur bank­ans að sam­þykkja all­ar boðs­ferð­ir starfs­manna.

Óútskýrt af hverju boðsferð bankastjóra er ekki brot á reglum
Styrking á tengslum Samkvæmt svari frá Landsbankanum styrkti boðsferð Lilju Bjarkar Einarsdóttur tengsl bankans við Visa Europe.

 

Landsbankinn hefur ekki svarað því nákvæmlega hvernig boðsferð bankastjórans, Lilju Bjarkar Einarsdóttur, á landsleik Íslands og Argentínu í Rússlandi „þjónar viðskiptahagsmunum bankans“. Eins og Stundin greindi frá í síðustu viku bauð alþjóðlega geiðslukortafyrirtækið Visa Europe bankastjóra ríkisbankans Landsbanka  í nokkurra daga ferð til Rússlands um liðna helgi. Ísland spilaði við Argentínu í Moskvu laugardaginn 16. júní.

Visa Europe er alþjóðlegt greiðslukortafyrirtæki í eigu Visa Inc. Það félag keypti Visa Europe af útgefendum Visa-greiðslukorta í Evrópu, meðal annars íslensku fyrirtækjunum Borgun og Valitor árið 2016.  Landsbankinn átti stóra hluti í Borgun og Valitor en seldi báða hlutina á undirverði árið 2014.  Sala Landsbankans á Borgun  varð að hneykslismáli á árunum eftir 2014 þar sem hlutabréfin voru seld á undirverði og hafa kaupendur þeirra hagnast vel á bréfunum. Tekið skal fram að Lilja Björk var ekki bankastjóri þegar þetta var. 

Boðsferð styrkir tengslin

Í svörum frá Landsbankanum um hvaða viðskiptahagsmunir bankans liggi …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár