Landsbankinn hefur ekki svarað því nákvæmlega hvernig boðsferð bankastjórans, Lilju Bjarkar Einarsdóttur, á landsleik Íslands og Argentínu í Rússlandi „þjónar viðskiptahagsmunum bankans“. Eins og Stundin greindi frá í síðustu viku bauð alþjóðlega geiðslukortafyrirtækið Visa Europe bankastjóra ríkisbankans Landsbanka í nokkurra daga ferð til Rússlands um liðna helgi. Ísland spilaði við Argentínu í Moskvu laugardaginn 16. júní.
Visa Europe er alþjóðlegt greiðslukortafyrirtæki í eigu Visa Inc. Það félag keypti Visa Europe af útgefendum Visa-greiðslukorta í Evrópu, meðal annars íslensku fyrirtækjunum Borgun og Valitor árið 2016. Landsbankinn átti stóra hluti í Borgun og Valitor en seldi báða hlutina á undirverði árið 2014. Sala Landsbankans á Borgun varð að hneykslismáli á árunum eftir 2014 þar sem hlutabréfin voru seld á undirverði og hafa kaupendur þeirra hagnast vel á bréfunum. Tekið skal fram að Lilja Björk var ekki bankastjóri þegar þetta var.
Boðsferð styrkir tengslin
Í svörum frá Landsbankanum um hvaða viðskiptahagsmunir bankans liggi …
Athugasemdir