Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Sósíalistar vilja afnema greiðslur slökkviliðsins til borgarstjóra

Borg­ar­full­trúi Sósí­al­ista mun leggja fram til­lögu um að af­nema greiðsl­ur til borg­ar­stjóra fyr­ir stjórn­ar­for­mennsku hjá Slökkvi­liði höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins. „Dag­ur er ekki 90 sinn­um merki­legri en ég,“ seg­ir vara­borg­ar­full­trúi.

Sósíalistar vilja afnema greiðslur slökkviliðsins til borgarstjóra
Sanna Magdalena Mörtudóttir Borgarstjóri fær 205.172 kr. á mánuði fyrir formennsku í stjórn slökkviliðsins.

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, mun leggja til á fyrsta fundi borgarstjórnar að banna stjórnendum og kjörnum fulltrúum borgarinnar að þiggja þóknun fyrir fundi í stjórnum, ráðum og nefndum sem haldnir eru á vinnutíma. Vísar hún í tilkynningu frá flokknum til umfjöllunar Stundarinnar um laun sveitarstjóra og greiðslur Slökkviliðs höfuðborgarinnar til Dags B. Eggertssonar borgarstjóra fyrir formennsku í stjórn þess.

„Það hefur eitthvað farið alvarlega aflaga í stjórnmálum þegar borgarstjóri Reykjavíkur og bæjarstjórar nágrannasveitarfélagana eru farnir að taka sér hærri laun en borgarstjórar New York, London og París,“ segir Sanna. „Fyrsta skrefið ætti að vera að banna þessu fólki að taka þóknanir fyrir fundi sem það situr í vinnutíma sinnar aðalvinnu og sem eru því augljóslega hluti af þeim starfsskyldum sem það fær greitt fyrir af föstu launum.“ Þetta er haft eftir henni í fréttatilkynningu frá Sósíalistaflokknum.

Dagur fær 205.172 kr. á mánuði fyrir formennsku í stjórn slökkviliðsins. Aðrir stjórnarmenn, sem allir eru bæjarstjórar sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu, fá 136.781 kr. á mánuði. Þá fá þeir varamenn sem taka sæti á stjórnarfundum í forföllum bæjarstjóranna 16.670 kr. fyrir hvern fund. Það sem af er árinu 2018 hafa fimm fundir verið  haldnir í stjórninni, en þeir voru alls níu talsins í fyrra og sjö á árinu 2016. Fundir taka að jafnaði einn til tvo tíma, samkvæmt fundargerðum.

Dagur fær rúm lágmarks mánaðarlaun fyrir einn fund

Daníel Örn Arnarsson, varaborgarfulltrúi sósíalista og stjórnarmaður í stéttarfélaginu Eflingu, tekur í sama streng. „Konan sem skúrar skrifstofu Dags B. Eggertsson er líklega með lágmarkslaun, 300 þúsund krónur á mánuði,“ segir Daníel. „Dagur sjálfur tekur síðan 330 þúsund krónur í þóknun fyrir einn klukkutíma á fundi hjá slökkviliðinu. Borgarfulltrúar verða að stoppa þetta.“

Daníel segist sitja einn tveggja klukkustunda fund í mánuði sem stjórnarmaður í Eflingu. „Fyrir stjórnarsetu í Eflingu fæ ég 100 þúsund krónur á ári, rúmar 8 þúsund krónur á mánuði og því tæpar 4 þúsund krónur á tímann,“ segir Daníel. „Þóknun Dags er um 90 sinnum hærri en þetta. Án þess að ég vilji gera of mikið úr sjálfum mér get ég fullyrt að Dagur er ekki 90 sinnum merkilegri en ég.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár