Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hagnaður ISS dróst saman en hluthafar fengu 760 milljóna arð

Ræst­inga­fyr­ir­tæk­ið heit­ir nú Dag­ar hf og er að mestu í eigu Bene­dikts og Ein­ars Sveins­sona.

Hagnaður ISS dróst saman en hluthafar fengu 760 milljóna arð

Ræstinga- og veitingafyrirtækið Dagar hf, sem áður hét ISS Ísland, skilaði 73,6 milljóna hagnaði í fyrra eftir skatt og greiddi út 759,7 milljóna arð til hluthafa. Þetta kemur fram í ársreikningi sem fyrirtækið skilaði á dögunum. Dagar eru nú í eigu Sands ehf, eignarhaldsfélags í meirihlutaeigu föður og föðurbróður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, þeirra Benedikts og Einars Sveinssona. 

Hagnaður Daga dregst umtalsvert saman milli ára, en árið 2016 nam hann 172,6 milljónum. Eins og Stundin greindi frá þann 5. mars síðastliðinn hefur fyrirtækið náð gríðarlegum árangri í útboðum hjá hinu opinbera, en ISS landaði 19 ræstingasamningum við ríkisstofnanir í fyrra og bauð allt að 70 prósentum lægra verð en aðrir þátttakendur í útboðunum. Tekjur jukust úr 4 í 4,7 milljarða milli ára og fjölgaði ársverkum úr 499 í 605.

Fram kemur í skýrslu stjórnar Daga að gert sé ráð fyrir hlutfallslega hægari vexti á ræstingasviði næstu árin en hins vegum örum vexti í veitingaþjónustu. „Félagið ætlar sér að vera leiðandi á þessum markaði,“ segir í skýrslunni auk þess sem fram kemur að langtímamarkmiðið sé „að koma á fót sérhæfðri þjónustu fyrir eignaviðhald sem í dag er að stórum hluta unnin innan stærri íslenskra félaga en er utan við meginstarfsemi þeirra.“ 

Sandur ehf. skilaði einnig nýlega ársreikningi fyrir árið 2017. Tap ársins nam 62 milljónum en hrein eign félagsins í árslok var 808,6 milljónir króna. Af ársreikningum Sands og ISS má ráða að arðurinn sem greiddur var út í fyrra hafi runnið til fyrrverandi hluthafa, rétt eins og sá 800 milljóna arður sem greiddur var út árið 2016, áður en hlutabréf skiptu um hendur. Fyrirtækið, sem nú heitir Dagar, mun ekki greiða út arð til Sands á þessu ári að því er fram kemur í skýrslu stjórnar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár