Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Hagnaður ISS dróst saman en hluthafar fengu 760 milljóna arð

Ræst­inga­fyr­ir­tæk­ið heit­ir nú Dag­ar hf og er að mestu í eigu Bene­dikts og Ein­ars Sveins­sona.

Hagnaður ISS dróst saman en hluthafar fengu 760 milljóna arð

Ræstinga- og veitingafyrirtækið Dagar hf, sem áður hét ISS Ísland, skilaði 73,6 milljóna hagnaði í fyrra eftir skatt og greiddi út 759,7 milljóna arð til hluthafa. Þetta kemur fram í ársreikningi sem fyrirtækið skilaði á dögunum. Dagar eru nú í eigu Sands ehf, eignarhaldsfélags í meirihlutaeigu föður og föðurbróður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, þeirra Benedikts og Einars Sveinssona. 

Hagnaður Daga dregst umtalsvert saman milli ára, en árið 2016 nam hann 172,6 milljónum. Eins og Stundin greindi frá þann 5. mars síðastliðinn hefur fyrirtækið náð gríðarlegum árangri í útboðum hjá hinu opinbera, en ISS landaði 19 ræstingasamningum við ríkisstofnanir í fyrra og bauð allt að 70 prósentum lægra verð en aðrir þátttakendur í útboðunum. Tekjur jukust úr 4 í 4,7 milljarða milli ára og fjölgaði ársverkum úr 499 í 605.

Fram kemur í skýrslu stjórnar Daga að gert sé ráð fyrir hlutfallslega hægari vexti á ræstingasviði næstu árin en hins vegum örum vexti í veitingaþjónustu. „Félagið ætlar sér að vera leiðandi á þessum markaði,“ segir í skýrslunni auk þess sem fram kemur að langtímamarkmiðið sé „að koma á fót sérhæfðri þjónustu fyrir eignaviðhald sem í dag er að stórum hluta unnin innan stærri íslenskra félaga en er utan við meginstarfsemi þeirra.“ 

Sandur ehf. skilaði einnig nýlega ársreikningi fyrir árið 2017. Tap ársins nam 62 milljónum en hrein eign félagsins í árslok var 808,6 milljónir króna. Af ársreikningum Sands og ISS má ráða að arðurinn sem greiddur var út í fyrra hafi runnið til fyrrverandi hluthafa, rétt eins og sá 800 milljóna arður sem greiddur var út árið 2016, áður en hlutabréf skiptu um hendur. Fyrirtækið, sem nú heitir Dagar, mun ekki greiða út arð til Sands á þessu ári að því er fram kemur í skýrslu stjórnar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu