Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Hagnaður ISS dróst saman en hluthafar fengu 760 milljóna arð

Ræst­inga­fyr­ir­tæk­ið heit­ir nú Dag­ar hf og er að mestu í eigu Bene­dikts og Ein­ars Sveins­sona.

Hagnaður ISS dróst saman en hluthafar fengu 760 milljóna arð

Ræstinga- og veitingafyrirtækið Dagar hf, sem áður hét ISS Ísland, skilaði 73,6 milljóna hagnaði í fyrra eftir skatt og greiddi út 759,7 milljóna arð til hluthafa. Þetta kemur fram í ársreikningi sem fyrirtækið skilaði á dögunum. Dagar eru nú í eigu Sands ehf, eignarhaldsfélags í meirihlutaeigu föður og föðurbróður Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, þeirra Benedikts og Einars Sveinssona. 

Hagnaður Daga dregst umtalsvert saman milli ára, en árið 2016 nam hann 172,6 milljónum. Eins og Stundin greindi frá þann 5. mars síðastliðinn hefur fyrirtækið náð gríðarlegum árangri í útboðum hjá hinu opinbera, en ISS landaði 19 ræstingasamningum við ríkisstofnanir í fyrra og bauð allt að 70 prósentum lægra verð en aðrir þátttakendur í útboðunum. Tekjur jukust úr 4 í 4,7 milljarða milli ára og fjölgaði ársverkum úr 499 í 605.

Fram kemur í skýrslu stjórnar Daga að gert sé ráð fyrir hlutfallslega hægari vexti á ræstingasviði næstu árin en hins vegum örum vexti í veitingaþjónustu. „Félagið ætlar sér að vera leiðandi á þessum markaði,“ segir í skýrslunni auk þess sem fram kemur að langtímamarkmiðið sé „að koma á fót sérhæfðri þjónustu fyrir eignaviðhald sem í dag er að stórum hluta unnin innan stærri íslenskra félaga en er utan við meginstarfsemi þeirra.“ 

Sandur ehf. skilaði einnig nýlega ársreikningi fyrir árið 2017. Tap ársins nam 62 milljónum en hrein eign félagsins í árslok var 808,6 milljónir króna. Af ársreikningum Sands og ISS má ráða að arðurinn sem greiddur var út í fyrra hafi runnið til fyrrverandi hluthafa, rétt eins og sá 800 milljóna arður sem greiddur var út árið 2016, áður en hlutabréf skiptu um hendur. Fyrirtækið, sem nú heitir Dagar, mun ekki greiða út arð til Sands á þessu ári að því er fram kemur í skýrslu stjórnar. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Guðfaðir plokksins: „Þú brennir meira með því að plokka en skokka“
6
Fréttir

Guð­fað­ir plokks­ins: „Þú brenn­ir meira með því að plokka en skokka“

„Þetta er ekki rusl­ið þitt en þetta er plán­et­an okk­ar,“ seg­ir Erik Ahlström, guð­fað­ir plokks­ins. Ekki bara felst heilsu­bót í plokk­inu held­ur seg­ir Erik það líka gott fyr­ir um­hverf­ið og kom­andi kyn­slóð­ir. Hann tel­ur mik­il­vægt fyr­ir sjáv­ar­þjóð eins og Ís­land að koma í veg fyr­ir að rusl fari í sjó­inn en 85 pró­sent þess kem­ur frá landi. Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fylgdi Erik út að plokka.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár