Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Miklu fleira ungt fólk í foreldrahúsum en á Norðurlöndunum

14% fólks 25-34 ára býr í for­eldra­hús­um á Ís­landi mið­að við 6% á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Skýr­ari við­mið eru um hvað telst sann­gjörn leiga á Norð­ur­lönd­un­um að mati Íbúðalána­sjóðs.

Miklu fleira ungt fólk í foreldrahúsum en á Norðurlöndunum

Um 14% fólks á aldrinum 25 til 34 ára býr í foreldrahúsum á Íslandi en hlutfallið er um og undir 6% hjá nágrannalöndum okkar. Leiða má líkur að því að staðan hér á landi sé að miklu leyti sökum skorts á húsnæði sem hæfir ungu fólki til kaups eða leigu, að mati Íbúðalánasjóðs.

Spurningar eru uppi um hvort á Íslandi séu skýr viðmið um hvað teljist vera sanngjörn og eðlileg leiga, að mati Unu Jónsdóttur, deildarstjóra leigumarkaðar hjá Íbúðalánasjóði. Á fundi sjóðsins um húsnæðisleigufélög í gær vakti hún máls á því að samkvæmt íslenskum húsaleigulögum sé áskilið að leiga skuli að jafnaði vera sanngjörn og eðlileg í garð beggja aðila.

Hlutfall ungs fólks í foreldrahúsumÍsland sker sig úr hinum Norðurlöndunum.

„Í Svíþjóð eru til að mynda starfrækt samtök leigjenda sem semja árlega um leiguverð við leigusala, og þar er kveðið á um að leiguverð skuli vera sanngjarnt,“ sagði Una. „Viðmiðið um hvað teljist sanngjarnt verð byggist á samræmdri aðferð við að meta kosti húsnæðisins. Hægt er að skjóta síðan ágreiningi til húsaleigunefndar sem getur ákveðið nýtt leiguverð.“

Hún bætti því við að almenna reglan í Noregi sé sú að leigusamningar séu ekki gerðir til skemmri tíma en þriggja ára og óheimilt sé að hækka leigu nema vegna vísitöluhækkana, og þá aðeins einu sinni á ári.

Hlutfall ungs fólks í foreldrahúsum hefur farið hækkandi á Íslandi síðustu ár. Frá 2005 til 2015 fjölgaði hlutfall 20 til 24 ára í foreldrahúsum til dæmis úr 48% í 57%.

Eygló Harðardóttir, þáverandi félags- og húsnæðismálaráðherra, vakti nokkra athygli árið 2015 þegar hún lagði til að ungt fólk mætti húsnæðisvandanum með því að spara og búa lengur hjá foreldrum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Hryðjuverk í París

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
4
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.
Atlantshafsbandalagið í sinni mestu krísu:  Fjölþáttakrísa  siðmenningarinnar
6
Greining

Atlants­hafs­banda­lag­ið í sinni mestu krísu: Fjöl­þáttakrísa sið­menn­ing­ar­inn­ar

Atlants­hafs­banda­lag­ið Nató er í sinni mestu krísu frá upp­hafi og er við það að lið­ast í sund­ur. Banda­rík­in, stærsti og sterk­asti að­ili banda­lags­ins, virð­ast mögu­lega ætla að draga sig út úr varn­ar­sam­starf­inu. Þau ætla, að því er best verð­ur séð, ekki leng­ur að sinna því hlut­verki að vera leið­togi hins vest­ræna eða frjálsa heims. Ut­an­rík­is­stefna þeirra sem nú birt­ist er ein­hvers kon­ar blanda af henti­stefnu og nýrri ný­lendu­stefnu með auð­linda-upp­töku. Fjöl­þáttakrísa (e. polycris­is) ræð­ur ríkj­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
5
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár