Nóg að lögregla bregðist strax við brýnustu neyðarútköllum í 90 prósentum tilvika

Lög­reglu áfram snið­inn þröng­ur stakk­ur sam­kvæmt fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Nóg að lögregla bregðist strax við brýnustu neyðarútköllum í 90 prósentum tilvika
Útkallsökutæki verði til reiðu í 90 prósentum tilvika Viðmið ríkisstjórnarinnar um „besta mögulega þjónustustig“ lögreglunnar vekja athygli. Mynd: Stjórnarráðið

Ríkisstjórnin hefur það að markmiði að árið 2023 verði lögregla í 90 prósentum tilvika tilbúin með laust og mannað ökutæki til að sinna brýnustu neyðarútköllum um leið og þau berast, svo sem þegar þörf er á lífsbjargandi aðstoð. Slíkt viðmið birtist í umfjöllun um stefnumótun á sviði löggæslu í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem samþykkt var í síðustu viku.

Þingmenn stjórnarandstöðunnar telja viðmiðið til marks um metnaðarleysi í löggæslumálum. Óásættanlegt sé að ríkisstjórnin telji 90 prósenta árangur í mönnun forgangsútkalla vera viðunandi. „Minni hlutinn telur fulla ástæðu til að hafa miklar áhyggjur af metnaðarleysi ríkisstjórnarinnar í málefnum lögreglu,“ segir í umsögn þingmanna allsherjar- og menntamálanefndar, þeirra Önnu Kolbrúnar Árnadóttur úr Miðflokknum, Guðmundar Andra Thorssonar úr Samfylkingu, Jóns Steindórs Valdimarssonar úr Viðreisn og Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur Pírata. 

Í fjármálaáætlun eru skilgreind þrjú meginmarkmið í löggæslumálum: besta mögulega þjónustustig, hæsta mögulega öryggisstig og traust og heiðarleg lögregla. Eitt viðmiðanna fyrir besta mögulega þjónustustig árið 2023 hljóðar svo:„Útkallsökutæki er laust og mannað til að sinna útkalli í 90% tilvika í forgangsflokkum F1 og F2 og í 70% tilvika í forgangsflokkum F3 og F4.“ 

Forgangsflokkar F1 og F2 eru útköll þar sem lögregla notar forgangsljós til að komast skjótt á vettvang. Er flokkunum lýst með eftirfarandi hætti í skýrslu um skilgreiningu á grunnþjónustu lögreglu frá 2009: „F1: Lögreglan er send á vettvang með forgangsakstri án tafar. Talin er þörf á lífsbjargandi aðstoð“ og „F2: Lögreglan er send á vettvang með forgangsakstri án tafar. Þörf er á skjótri aðstoð lögreglu svo sem á slysavettvang þar sem sjúkrabifreið er þegar komin á staðinn eða um yfirstandandi afbrot er að ræða.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár