Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Nóg að lögregla bregðist strax við brýnustu neyðarútköllum í 90 prósentum tilvika

Lög­reglu áfram snið­inn þröng­ur stakk­ur sam­kvæmt fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Nóg að lögregla bregðist strax við brýnustu neyðarútköllum í 90 prósentum tilvika
Útkallsökutæki verði til reiðu í 90 prósentum tilvika Viðmið ríkisstjórnarinnar um „besta mögulega þjónustustig“ lögreglunnar vekja athygli. Mynd: Stjórnarráðið

Ríkisstjórnin hefur það að markmiði að árið 2023 verði lögregla í 90 prósentum tilvika tilbúin með laust og mannað ökutæki til að sinna brýnustu neyðarútköllum um leið og þau berast, svo sem þegar þörf er á lífsbjargandi aðstoð. Slíkt viðmið birtist í umfjöllun um stefnumótun á sviði löggæslu í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem samþykkt var í síðustu viku.

Þingmenn stjórnarandstöðunnar telja viðmiðið til marks um metnaðarleysi í löggæslumálum. Óásættanlegt sé að ríkisstjórnin telji 90 prósenta árangur í mönnun forgangsútkalla vera viðunandi. „Minni hlutinn telur fulla ástæðu til að hafa miklar áhyggjur af metnaðarleysi ríkisstjórnarinnar í málefnum lögreglu,“ segir í umsögn þingmanna allsherjar- og menntamálanefndar, þeirra Önnu Kolbrúnar Árnadóttur úr Miðflokknum, Guðmundar Andra Thorssonar úr Samfylkingu, Jóns Steindórs Valdimarssonar úr Viðreisn og Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur Pírata. 

Í fjármálaáætlun eru skilgreind þrjú meginmarkmið í löggæslumálum: besta mögulega þjónustustig, hæsta mögulega öryggisstig og traust og heiðarleg lögregla. Eitt viðmiðanna fyrir besta mögulega þjónustustig árið 2023 hljóðar svo:„Útkallsökutæki er laust og mannað til að sinna útkalli í 90% tilvika í forgangsflokkum F1 og F2 og í 70% tilvika í forgangsflokkum F3 og F4.“ 

Forgangsflokkar F1 og F2 eru útköll þar sem lögregla notar forgangsljós til að komast skjótt á vettvang. Er flokkunum lýst með eftirfarandi hætti í skýrslu um skilgreiningu á grunnþjónustu lögreglu frá 2009: „F1: Lögreglan er send á vettvang með forgangsakstri án tafar. Talin er þörf á lífsbjargandi aðstoð“ og „F2: Lögreglan er send á vettvang með forgangsakstri án tafar. Þörf er á skjótri aðstoð lögreglu svo sem á slysavettvang þar sem sjúkrabifreið er þegar komin á staðinn eða um yfirstandandi afbrot er að ræða.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár