Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Nóg að lögregla bregðist strax við brýnustu neyðarútköllum í 90 prósentum tilvika

Lög­reglu áfram snið­inn þröng­ur stakk­ur sam­kvæmt fjár­mála­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Nóg að lögregla bregðist strax við brýnustu neyðarútköllum í 90 prósentum tilvika
Útkallsökutæki verði til reiðu í 90 prósentum tilvika Viðmið ríkisstjórnarinnar um „besta mögulega þjónustustig“ lögreglunnar vekja athygli. Mynd: Stjórnarráðið

Ríkisstjórnin hefur það að markmiði að árið 2023 verði lögregla í 90 prósentum tilvika tilbúin með laust og mannað ökutæki til að sinna brýnustu neyðarútköllum um leið og þau berast, svo sem þegar þörf er á lífsbjargandi aðstoð. Slíkt viðmið birtist í umfjöllun um stefnumótun á sviði löggæslu í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem samþykkt var í síðustu viku.

Þingmenn stjórnarandstöðunnar telja viðmiðið til marks um metnaðarleysi í löggæslumálum. Óásættanlegt sé að ríkisstjórnin telji 90 prósenta árangur í mönnun forgangsútkalla vera viðunandi. „Minni hlutinn telur fulla ástæðu til að hafa miklar áhyggjur af metnaðarleysi ríkisstjórnarinnar í málefnum lögreglu,“ segir í umsögn þingmanna allsherjar- og menntamálanefndar, þeirra Önnu Kolbrúnar Árnadóttur úr Miðflokknum, Guðmundar Andra Thorssonar úr Samfylkingu, Jóns Steindórs Valdimarssonar úr Viðreisn og Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur Pírata. 

Í fjármálaáætlun eru skilgreind þrjú meginmarkmið í löggæslumálum: besta mögulega þjónustustig, hæsta mögulega öryggisstig og traust og heiðarleg lögregla. Eitt viðmiðanna fyrir besta mögulega þjónustustig árið 2023 hljóðar svo:„Útkallsökutæki er laust og mannað til að sinna útkalli í 90% tilvika í forgangsflokkum F1 og F2 og í 70% tilvika í forgangsflokkum F3 og F4.“ 

Forgangsflokkar F1 og F2 eru útköll þar sem lögregla notar forgangsljós til að komast skjótt á vettvang. Er flokkunum lýst með eftirfarandi hætti í skýrslu um skilgreiningu á grunnþjónustu lögreglu frá 2009: „F1: Lögreglan er send á vettvang með forgangsakstri án tafar. Talin er þörf á lífsbjargandi aðstoð“ og „F2: Lögreglan er send á vettvang með forgangsakstri án tafar. Þörf er á skjótri aðstoð lögreglu svo sem á slysavettvang þar sem sjúkrabifreið er þegar komin á staðinn eða um yfirstandandi afbrot er að ræða.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Ríkisfjármál

Mest lesið

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár