Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Arður greiddur úr einkareknu meðferðarheimili barna sem vinnur fyrir sveitarfélögin

Rekst­ur með­ferð­ar­heim­il­is­ins Vina­kots hef­ur ver­ið gagn­rýnd­ur fyr­ir að vera of dýr. Fram­kvæmda­stjór­inn seg­ist hafa minnk­að rekst­ur­inn til að bæta þjón­ust­una. Sveit­ar­fé­lög­in ætla að opna eig­in starf­semi.

Arður greiddur úr einkareknu meðferðarheimili barna sem vinnur fyrir sveitarfélögin
Mikilvæg þjónusta en dýr Í glærukynningu frá Hafnarfjarðarbæ kemur fram að þjónusta Vinakots sé mikilvæg en dýr. Aðalheiður Bragadóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Vinakots, segist hafa minnkað reksturinn til að lækka kostnað og bæta gæði. Hún sést hér með Jóhönnu Fleckenstein, fyrrverandi forstöðumanni Vinakots, sem hefur tekið við hluta af starfsemi Vinakots í nýju fyrirtæki. Mynd: Kristinn Ingvarsson

12,5 milljóna króna arður hefur verið greiddur út úr einkarekna meðferðarheimilinu Vinakoti ehf. á síðastliðnum þremur árum. Vinakot ehf. selur sveitarfélögum meðferðarúrræði fyrir börn með alls kyns vandamál og er félagið að fullu í eigu framkvæmdastjórans, Aðalheiðar Bragadóttur Hjelm.

Félagið var með tekjur upp á rúmlega einn milljarð króna í fyrra og voru starfsmenn 120 talsins samkvæmt ársreikningi. 7,5 milljóna króna arður var greiddur út úr fyrirtækinu árið 2016, vegna tæplega 19 milljóna hagnaðar árið 2015, og 5 milljóna króna arður var greiddur út úr því árið 2015 í kjölfar tæplega 20 milljóna hagnaðar ársins á undan. Tap upp á tæplega tvær milljónir og nærri átta milljónir hefur verið á rekstrinum síðustu tvö árin. 

Vinakot veitir fjölbreytta þjónustu við börn með fjölþættan vanda eins og þroska- og geðraskanir. Þjónustan getur verið allt frá aðstoð við að rjúfa félagslega einangrun barna til vistunar á heimilum Vinakots. Fasteignafélag Vinakots, Ármót ehf., á …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár