12,5 milljóna króna arður hefur verið greiddur út úr einkarekna meðferðarheimilinu Vinakoti ehf. á síðastliðnum þremur árum. Vinakot ehf. selur sveitarfélögum meðferðarúrræði fyrir börn með alls kyns vandamál og er félagið að fullu í eigu framkvæmdastjórans, Aðalheiðar Bragadóttur Hjelm.
Félagið var með tekjur upp á rúmlega einn milljarð króna í fyrra og voru starfsmenn 120 talsins samkvæmt ársreikningi. 7,5 milljóna króna arður var greiddur út úr fyrirtækinu árið 2016, vegna tæplega 19 milljóna hagnaðar árið 2015, og 5 milljóna króna arður var greiddur út úr því árið 2015 í kjölfar tæplega 20 milljóna hagnaðar ársins á undan. Tap upp á tæplega tvær milljónir og nærri átta milljónir hefur verið á rekstrinum síðustu tvö árin.
Vinakot veitir fjölbreytta þjónustu við börn með fjölþættan vanda eins og þroska- og geðraskanir. Þjónustan getur verið allt frá aðstoð við að rjúfa félagslega einangrun barna til vistunar á heimilum Vinakots. Fasteignafélag Vinakots, Ármót ehf., á …
Athugasemdir