Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Þunglyndi hraðar öldrun heilans

Ein­stak­ling­ar sem þjást af kvíða eða þung­lyndi eru lík­legri til að grein­ast með elli­glöp seinna á lífs­leið­inni en aðr­ir.

Þunglyndi hraðar öldrun heilans

Þunglyndi og kvíði getur haft ýmis neikvæð áhrif á lífsgæði þeirra sem við það glíma og geta í verstu tilfellunum leitt til ótímabærs dauða sjúklinga. Þótt sum áhrif þessara sjúkdóma séu nokkuð vel þekkt og í sjálfu sér augljós flestum er ýmislegt sem er enn óvitað um það hvernig líkaminn bregst við álaginu sem þeim fylgir til lengri tíma. 

Meðal þess sem rannsóknir hafa sýnt fram á er að einstaklingar sem þjást af kvíða eða þunglyndi eru líklegri til að greinast með elliglöp seinna á lífsleiðinni en aðrir. Í rannsókn sem gerð var við Sussex-háskóla á Bretlandi er kafað dýpra í sambandið á milli þessara þátta með því að kanna tengsl kvíða og þunglyndis við öldrun heilans.

Hrörnun hraðari hjá þunglyndum einstaklingum

Rannsóknarhópurinn framkvæmdi yfirgreiningu á 34 langtímarannsóknum sem allar áttu það sameiginlegt að leita tengsla á milli kvíða, þunglyndis og hrörnunar vitsmunalegrar getu. Allt í allt tók rannsóknin til niðurstaðna frá fleiri en 71.000 þátttakendum í 34 rannsóknum. Meðalaldur þátttakenda voru 72,15 ár og var þeim fylgt eftir í að meðaltali 6,61 ár. Þátttakendur höfðu ýmist einkenni þunglyndis eða voru greindir með þunglyndi. Til samanburðar voru svo þátttakendur sem ekki höfðu einkenni þunglyndis.

Litið var til þess hvernig vitsmunaleg geta breyttist eftir því sem þátttakendur eltust með tilliti til þess hvort þeir höfðu glímt við þunglyndi eða kvíða. Til að meta þetta voru þættir á borð við minnisleysi, hversu hratt einstaklingar gátu meðtekið upplýsingar og tekið ákvarðanir skoðaðir. 

Meðal þess sem greiningin leiddi í ljós var að þeir einstaklingar sem glímdu við þunglyndi sýndu marktækt hraðari vitsmunalega hrörnun en þeir sem ekki glímdu við þunglyndi. Ekki tókst að bera kennsl á marktæk tengsl á milli kvíða og hraðari hrörnunar. 

Mikilvægt að þekkja áhættuþætti

Yfirgreiningar líkt og þessi rannsókn takmarkast af gæðum þeirra rannsókna sem þær greina. Höfundarnir taka fram að greinarnar sem notast var við voru heldur fáar. Alls voru greinarnar 34, þar af voru aðeins fimm sem fjölluðu um kvíða en 32 sem fjölluðu um þunglyndi. Meðal annarra annmarka mátti finna misræmi í þeim aðferðum sem notaðar voru til að greina geðsjúkdómana á milli birtinga. 

Þrátt fyrir annmarka telja höfundarnir niðurstöðurnar vera mikilvægar. Í því samhengi benda þeir á að aðdragandi elliglapa er gjarnan langur og getur jafnvel varað í nokkra áratugi áður en greining á sér stað. Með því að þekkja áhættuþætti fyrir elliglöpum betur er hægt að auka líkur á því að hægt sé að grípa inn í ferlið fyrr til að bæta líðan einstaklinga. Auk þess gæti ávinningur verið fólginn í því að fylgjast sérstaklega með breytingum á vitsmunalegri getu þeirra sem glíma við þunglyndi, að sögn höfundanna. 

Með aukinni þekkingu mætti segja að verið væri að slá tvær flugur í einu höggi þar sem að vissulega væri félagslegur ávinningur af því að finna leiðir til að sporna gegn bæði elliglöpum og þunglyndi mikill. Að lokum benda höfundar greinarinnar á mikilvægi þess að hlúa vel að andlegri heilsu almennt og nefna sérstaklega fimm leiðir til þess:

1. Borða holla fæðu

2. Vera virkur út ævina eins og hægt er

3.Verja tíma með vinum og fjölskyldu

4. Stunda núvitund eða hugleiðslu

5. Leita til sérfræðinga ef langvarandi streita eða einkenni þunglyndis gera vart við sig

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Þekking

Heimsálfur utan úr geimnum eru fastar í iðrum Jarðar
Þekking

Heims­álf­ur ut­an úr geimn­um eru fast­ar í iðr­um Jarð­ar

Hvað leyn­ist und­ir fót­um okk­ar? Sú spurn­ing er æv­in­lega að­kallandi á eld­gosa­svæði og tala nú ekki um þeg­ar gos­hrina er haf­in, eins og nú virð­ist raun­in á Ís­landi. Vís­inda­menn eru hins veg­ar sí­fellt að störf­um að auka skiln­ing okk­ar á því sem í iðr­un­um leyn­ist og nú í nóv­em­ber birt­ist í vís­inda­rit­inu Nature grein þar sem sagði frá óvæntri nið­ur­stöðu...
Háhyrningar ættaðir frá Íslandi enduðu sem sýningardýr á Tenerife
Þekking

Há­hyrn­ing­ar ætt­að­ir frá Ís­landi end­uðu sem sýn­ing­ar­dýr á Teneri­fe

Tug­ir há­hyrn­inga voru fang­að­ir við strend­ur Ís­lands á átt­unda og ní­unda ára­tug síð­ustu ald­ar og seld­ir í dýra­garða. Þeir áttu marg­ir hverj­ir öm­ur­lega ævi, enda rifn­ir frá fjöl­skyld­um sín­um, töp­uðu jafn­vel glór­unni og urðu fólki að bana. Sum­ir þeirra lifa enn – og nokkr­ir ná­komn­ir ætt­ingj­ar þeirra eru í haldi á Teneri­fe.
Alheimurinn í nýju og skarpara ljósi
Þekking

Al­heim­ur­inn í nýju og skarp­ara ljósi

Nýj­asta stór­virki mann­kyns­ins, James Webb geim­sjón­auk­inn, er ætl­að að skoða mynd­un fyrstu stjarna og vetr­ar­brauta al­heims­ins. Hvar og hvenær kvikn­aði fyrsta ljós­ið í al­heim­in­um? Hvernig verða stjörn­ur og sól­kerfi til? Hvernig mynd­uð­ust vetr­ar­braut­irn­ar? Hvaða eðl­is- og efna­fræði­lega eig­in­leika þurfa plán­et­ur og sól­kerfi að hafa til að geyma líf? Fyrstu mynd­ir sjón­auk­ans eru komn­ar. „Þær voru enn skýr­ari, skarp­ari og glæsi­legri en ég átti von á,“ seg­ir Sæv­ar Helgi Braga­son.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár