Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Vildi tíu milljónir frá Stundinni og blaðamanni en tapaði fyrir dómi

Stund­in og Atli Már Gylfa­son, fyrr­ver­andi blaða­mað­ur Stund­ar­inn­ar, voru sýkn­uð af meið­yrð­um fyr­ir Hér­aðs­dómi Reykja­ness í morg­un. Rík­is­út­varp­ið greiddi hins veg­ar stefn­and­an­um 2,5 millj­ón­ir króna eft­ir lög­fræði­hót­un.

Vildi tíu milljónir frá Stundinni og blaðamanni en tapaði fyrir dómi

Héraðsdómur Reykjaness sýknaði í dag Stundina og Atla Má Gylfason, fyrrverandi blaðamann Stundarinnar, af meiðyrðakæru Guðmundar Spartakusar Ómarssonar.

Guðmundur Spartakus stefndi Atla Má og Stundinni vegna umfjöllunar í Stundinni um hvarf Friðriks Kristjánssonar í Paragvæ, en Guðmundur Spartakus kom fyrir í umfjölluninni þar sem íslensk lögregluyfirvöld reyndu mánuðum saman að ná sambandi við hann vegna málsins.

Guðmundur Spartakus vildi fá greiddar tíu milljónir króna frá Stundinni og Atla Má. Áður hafði hann tapað meiðyrðamáli gegn Sigmundi Erni Rúnarssyni, ritstjóra sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar. Hann stefndi einnig þremur fréttamönnum Ríkisútvarpsins. Yfirstjórn Ríkisútvarpsins tók ákvörðun um að greiða Guðmundi Spartakusi 2,5 milljónir króna í sáttagreiðslu, án þess þó að leiðrétta eða draga til baka fréttaflutning sinn. 

Guðmundur taldi sig vera „ónefnda Íslendinginn“ í umfjöllun Stundarinnar um hvarf Friðriks. Að mati dómsins þótti ekki sýnt fram á það.

Í dómsorði kemur fram að fjölmiðlar hafi mikilvægu hlutverki að gegna. „Hafa fjölmiðlar mikilvægu hlutverki að gegna við miðlun upplýsinga og skoðana um þjóðfélagsleg málefni. Á almenningur rétt á að fá upplýsingar sem slík málefni varða og þurfa sérstaklega ríkar ástæður að vera fyrir því að skerðing á frelsi fjölmiðla geti talist nauðsynleg í lýðræðisþjóðfélagi eins og nánar kemur fram í dómum Hæstaréttar Íslands... Slíkar skerðingar geta eftir atvikum átt við séu ósönn ummæli birt eða borin út opinberlega gegn betri vitund. Umfjöllun stefnda um hvarf Friðriks Kristjánssonar fellur undir framangreint enda telst það hlutverk fjölmiðla að fjalla um alvarleg mál sem kunna að vera refsiverð.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Vaxandi hætta á kreppuverðbólgu
6
GreiningHvað gerist árið 2026?

Vax­andi hætta á kreppu­verð­bólgu

Vax­andi lík­ur eru á að at­vinnu­leysi og há verð­bólga fari sam­an og þá duga hefð­bund­in tól efna­hags­stjórn­ar illa. Heims­hag­kerf­ið held­ur áfram að ger­breyt­ast og að­lag­ast nýrri, sí­breyti­legri en óljósri um­gjörð. Þjóð­ar­auð­lind­ir ná­granna okk­ar og jafn­vel okk­ar eig­in gætu ver­ið í hættu þeg­ar ris­inn í vestri ásæl­ist æ meiri auðævi á með­an um­hverf­is­mál­in verða auka­at­riði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár