Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Vildi tíu milljónir frá Stundinni og blaðamanni en tapaði fyrir dómi

Stund­in og Atli Már Gylfa­son, fyrr­ver­andi blaða­mað­ur Stund­ar­inn­ar, voru sýkn­uð af meið­yrð­um fyr­ir Hér­aðs­dómi Reykja­ness í morg­un. Rík­is­út­varp­ið greiddi hins veg­ar stefn­and­an­um 2,5 millj­ón­ir króna eft­ir lög­fræði­hót­un.

Vildi tíu milljónir frá Stundinni og blaðamanni en tapaði fyrir dómi

Héraðsdómur Reykjaness sýknaði í dag Stundina og Atla Má Gylfason, fyrrverandi blaðamann Stundarinnar, af meiðyrðakæru Guðmundar Spartakusar Ómarssonar.

Guðmundur Spartakus stefndi Atla Má og Stundinni vegna umfjöllunar í Stundinni um hvarf Friðriks Kristjánssonar í Paragvæ, en Guðmundur Spartakus kom fyrir í umfjölluninni þar sem íslensk lögregluyfirvöld reyndu mánuðum saman að ná sambandi við hann vegna málsins.

Guðmundur Spartakus vildi fá greiddar tíu milljónir króna frá Stundinni og Atla Má. Áður hafði hann tapað meiðyrðamáli gegn Sigmundi Erni Rúnarssyni, ritstjóra sjónvarpsstöðvarinnar Hringbrautar. Hann stefndi einnig þremur fréttamönnum Ríkisútvarpsins. Yfirstjórn Ríkisútvarpsins tók ákvörðun um að greiða Guðmundi Spartakusi 2,5 milljónir króna í sáttagreiðslu, án þess þó að leiðrétta eða draga til baka fréttaflutning sinn. 

Guðmundur taldi sig vera „ónefnda Íslendinginn“ í umfjöllun Stundarinnar um hvarf Friðriks. Að mati dómsins þótti ekki sýnt fram á það.

Í dómsorði kemur fram að fjölmiðlar hafi mikilvægu hlutverki að gegna. „Hafa fjölmiðlar mikilvægu hlutverki að gegna við miðlun upplýsinga og skoðana um þjóðfélagsleg málefni. Á almenningur rétt á að fá upplýsingar sem slík málefni varða og þurfa sérstaklega ríkar ástæður að vera fyrir því að skerðing á frelsi fjölmiðla geti talist nauðsynleg í lýðræðisþjóðfélagi eins og nánar kemur fram í dómum Hæstaréttar Íslands... Slíkar skerðingar geta eftir atvikum átt við séu ósönn ummæli birt eða borin út opinberlega gegn betri vitund. Umfjöllun stefnda um hvarf Friðriks Kristjánssonar fellur undir framangreint enda telst það hlutverk fjölmiðla að fjalla um alvarleg mál sem kunna að vera refsiverð.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár