Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ríkislögreglustjóri svarar: Ekki var talin ástæða til að víkja lögreglumanni sem var kærður fyrir barnaníð

Rík­is­lög­reglu­stjóri hef­ur sent út yf­ir­lýs­ingu í kjöl­far um­fjöll­un­ar um hvar ábyrgð­in hafi leg­ið er kom að ákvörð­un­ar­töku um brott­vís­an lög­reglu­manns frá störf­um sem ákærð­ur var fyr­ir kyn­ferð­is­brot gegn barni. Hon­um var aldrei vik­ið frá störf­um, hvorki um stund­ar­sak­ir né að fullu, og hef­ur rík­is­lög­reglu­stjóri bent á rík­is­sak­sókn­ara, sem aft­ur hef­ur bent á rík­is­lög­reglu­stjóra.

Ríkislögreglustjóri svarar: Ekki var talin ástæða til að víkja lögreglumanni sem var kærður fyrir barnaníð
Ríkislögreglustjóri Embætti ríkislögreglustjóra taldi ekki ástæðu til að veita lögreglumanni lausn, tímabundið eða ekki, þrátt fyrir að hann hefði verið kærður fyrir kynferðisbrot gegn barni. Mynd: Pressphotos

Ríkislögreglustjóri hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna ummæla ríkissaksóknara er birtust í umfjöllun Stundarinnar um hvar ábyrgðin hefði legið er kom að ákvörðunartöku um brottvísan lögreglumanns sem grunaður var um kynferðisbrot frá störfum.

Ríkissaksóknari sagði ekki um stefnubreytingu að ræða

Í umfjöllun kom fram að ríkissaksóknari hafi að eigin sögn sent ríkislögreglustjóra allar upplýsingar um málið og þar hafi ekki verið um neina stefnubreytingu að ræða, ólíkt því sem ríkislögreglustjóri hélt fram. Í yfirlýsingu ríkislögreglustjóra til Stundarinnar segir hins vegar  að „þær litlu upplýsingar sem ríkissaksóknari veitti voru ekki til þess fallnar að mati embættisins að geta talist grundvöllur að stjórnvaldsákvörðun um lausn frá embætti um stundarsakir. Ríkissaksóknara var gerð grein fyrir þessu.“

Þær litlu upplýsingar sem ríkissaksóknari veitti voru ekki til þess fallnar að mati embættisins að geta talist grundvöllur [...] um lausn frá embætti um stundarsakir. "

Umfjöllunin Stundarinnar  kemur í kjölfar viðtals Mannlífs þar sem Halldóra Baldursdóttir segir ríkislögreglustjóra hafa brugðist dóttur sinni er hún kærði lögreglumann fyrir kynferðisbrot. Manninum hafi aldrei verið vísað frá störfum, ekki einu sinni meðan rannsókn stóð yfir. Ríkislögreglustjóri fékk birta yfirlýsingu þar sem þeim ásökunum var hafnað og segir þar meðal annars að ríkissaksóknari hafi hafnað beiðni ríkislögreglustjóra um rannsóknargögn og því hafi ekki verið „grundvöllur til að byggja á […] um hvort leysa bæri lögreglumanninn frá embætti“. Þá segir einnig að „embætti ríkislögreglustjóra ítrekaði ósk sína um afhendingu allra gagna málsins og benti jafnframt á að synjun ríkissaksóknara væri stefnubreyting frá því sem áður hafði tíðkast um afhendingu gagna í kærumálum á hendur lögreglumönnum.“

Segir allar upplýsingar hafa verið sendar ríkislögreglustjóra

Svar Sigríðar J. Friðjónsdóttur ríkissaksóknara, þegar Stundin leitaði frekari útskýringa á synjun afhendingar rannsóknargagna, er svohljóðandi í heild sinni: 

„Ríkissaksóknari sendi ríkislögreglustjóra allar upplýsingar um málið vegna fyrirhugaðrar ákvarðanatöku hans um það hvort veita ætti viðkomandi lögreglumanni lausn frá störfum. Með bréfi ríkissaksóknara dags. 15. nóvember 2011 var ríkislögreglustjóra send samantekt þess lögreglustjóra sem fór með rannsókn málsins þar sem rakinn var allur ferill málsins, þ.m.t. talið hvaða skýrslur hefðu verið teknar sem og hvaða skýrslur væri fyrirhugað að taka.

Í samantektinni var m.a. rakinn framburður ætlaðs brotaþola þar sem fram kom nákvæm lýsing á ætluðu broti viðkomandi sakbornings/lögreglumanns, en sú háttsemi sem stúlkan lýsti var heimfærð til þágildandi ákvæðis 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga sem fjallaði um kynferðislega áreitni gegn barni undir 15 ára aldri. Ríkissaksóknari taldi sér hins vegar ekki heimilt, með hliðsjón af ákvæðum sakamálalaga,  lögreglulaga og laga um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna, að láta af hendi afrit af öllum gögnum/skýrslum málsins. Ekki var um neina stefnubreytingu að ræða í þessu efni.“

„Ríkissaksóknari sendi ríkislögreglustjóra allar upplýsingar um málið"

Af svari ríkissaksóknara má ætla að ríkislögreglustjóri hafi hlotið nægar upplýsingar að sínu mati en ríkislögreglustjóri sagði hins vegar ekki getað aðhafst frekar vegna takmarkaðra upplýsinga. Í synjun ríkissaksóknara frá 7. nóvember 2011, er fram kemur í yfirlýsingu ríkislögreglustjóra, segir að embættið telji sér ekki heimilt að afhenda rannsóknargögn málsins, hins vegar sé það „háð mati ríkislögreglustjórans hvort staðfesting ríkissaksóknara á því að lögreglumaður hafi verið kærður fyrir kynferðislega áreitni gegn barni yngra en 15 ára leiði til þess að veita beri viðkomandi lausn um stundarsakir“. 

Yfirlýsing ríkislögreglustjóra í heild sinni:

Lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, stjórnsýslulög, dómafordæmi Hæstaréttar Íslands og álit umboðsmanns Alþingis eru lögð til grundvallar við ákvörðun stjórnvalds um brottvikningu opinbers starfsmanns. Framangreint var lagt til grundvallar við ákvörðun ríkislögreglustjóra í tilfelli lögreglumannsins, en ákvarðanir stjórnvalds um brottvikningu úr starfi geta ekki byggst á geðþótta.

Umræddur lögreglumaður hefði komið aftur til starfa hjá lögreglustjóranum á höfuðborgarsvæðinu þótt honum hefði verið vikið frá embætti um stundarsakir þar sem mál á hendur honum voru felld niður. Það var undir viðkomandi lögreglustjóra komið hvar hann starfaði og við hvaða verkefni.

 Þegar embættismanni, sem gefin hefur verið að sök refsiverð háttsemi, en ávirðingar þær sem viðkomandi eru gefnar að sök reynast ekki vera fyrir hendi, s.s. ef mál er fellt niður eða viðkomandi sýknaður af ákæru, þá kemur fram í 2. mgr. 29. gr. laga nr. 70/1996, sbr. og álitsgerðir nefndar skv. 27. gr. laga nr. 70/1996,  að reynist ávirðingar sem embættismanni er gefið að sök ekki vera fyrir hendi, skal stjórnvaldið ekki víkja manni að fullu úr embætti, jafnvel þótt nefndin hafi talið rétt að víkja honum frá störfum um stundarsakir.

 Í tilfelli lögreglumannsins þá hefði því, óháð því hvort að honum hefði á þeim tíma er mál hans komu upp verið veitt lausn frá embætti um stundarsakir eða ekki, í ljósi þess að mál á hendur honum voru felld niður, þá leiðir það (að viðkomandi hafi verið kærður, eða eftir atvikum ákærður, en mál viðkomandi í kjölfar þess fellt niður eða ef viðkomandi er sýknaður með fullnaðardómi), ekki til embættismissi fyrir viðkomandi embættismann. Fjölmörg dæmi eru um slíkt, ýmist vegna gruns um brot embættismanns í starfi eða utan þess. Lögreglumanninum hefði því ekki verið veitt lausn frá embætti að fullu.

 Til að komið geti til lausnar frá embætti að fullu, þá er í 29. gr. laga nr. 70/1996 kveðið á um skyldu veitingavaldshafa til að víkja embættismanni frá embætti að fullu:

 -        ef hann hefur verið sviptur með fullnaðardómi rétti til að gegna því embætti.

-        ef meiri hluti nefndar skv. 27. gr. kemst að þeirri niðurstöðu að rétt hafi verið að víkja honum frá störfum um stundarsakir nema þær ávirðingar, sem honum voru gefnar að sök, hafi ekki reynst vera fyrir hendi.

-        ef hann hefur játað að hafa gerst sekur um refsiverða háttsemi sem ætla má að hefði í för með sér sviptingu réttinda skv. 68. gr. almennra hegningarlaga.

 Til að leysa embættismann frá embætti um stundarsakir fyrirvaralaust, þ.e. án þess að lausn frá embætti um stundarsakir komi í kjölfar áminningar, þá þurfa tvö skilyrði að vera uppfyllt.  Í fyrsta lagi að rökstuddur grunur um refsiverða háttsemi embættismanns, sem ef sönn reynist, sé það alvarleg að viðkomandi teljist eigi verður eða hæfur að rækja starfann sem embættismaður.

 Ákvörðun að veita embættismanni lausn frá embætti, um stundarsakir eða að fullu, er stjórnvaldsákvörðun og fer sem slík eftir reglum stjórnsýsluréttar. Áður en hægt er að taka stjórnvaldsákvörðun í máli verður að undirbúa málið og rannsaka með það að markmiði að afla nauðsynlegra upplýsinga um málsatvik. Í rannsóknarreglunni felst m.a. sú skylda stjórnvalds að sjá til þess, að eigin frumkvæði, að málsatvik stjórnsýslumáls séu nægjanlega upplýst áður en ákvörðun er tekin í því, vísast í því sambandi til greinargerðar til frumvarps er varð að stjórnsýslulögum nr. 37/1993. Í greinargerðinni segir einnig að mál telst nægjanlega upplýst þegar þeirra upplýsinga hefur verið aflað sem eru nauðsynlegar til þess að hægt sé að taka efnislega rétta ákvörðun í því. Því tilfinnanlegri eða meira íþyngjandi sem stjórnvaldsákvörðun er, þeim mun strangari kröfur verður almennt að gera til stjórnvalds um að það gangi úr skugga um að upplýsingar, sem búa að baki ákvörðun, séu sannar og réttar. Þá getur aðili málsins óskað rökstuðnings hennar, hafi hann ekki verið birtur samhliða og er ákvörðunin sem slík slík kæranleg til æðra stjórnvalds, í tilvikum lögreglumanna, til dómsmálaráðherra.

 Í máli lögreglumannsins var það mat embættisins að ekki væri unnt án rannsóknargagna málsins eða nægjanlegra upplýsinga um málsatvik þess að taka svo íþyngjandi stjórnvaldsákvörðun, sem lausn frá embætti um stundar sakir er.

 Með bréfi dags. 8. nóvember 2011 beindi ríkislögreglustjóri því til þáverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, vegna alvarleika málsins, að meta hvort hann leysti lögreglumanninn undan vinnuskyldu, en það er á forræði lögreglustjóra að ákveða um tilfærslu í starfi og við hvaða verkefni og á hvaða starfsstöð lögreglumaður starfar. Ríkislögreglustjóri getur einungis beint slíkum tilmælum til lögreglustjóra, en ákvörðunin um slíkt er lögreglustjóra og sætir ekki endurskoðun ríkislögreglustjóra. Samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins er greinarmunur á þessum úrræðum og því að leysa embættismann frá embætti. Þá fara lögreglustjórar með stjórn lögregluliðs, hver í sínu umdæmi. Þeir annast daglega stjórn og rekstur lögreglunnar í umdæminu og bera ábyrgð á framkvæmd lögreglustarfa innan þess.

 Þegar embættismanni er veitt lausn frá embætti um stundarsakir skal mál hans rannsakað af nefnd sérfróðra manna skv. 27. gr. laga nr. 70/1996 sem tekur afstöðu til þess hvort rétt hafi verið að veita viðkomandi tímabundna lausn frá störfum eða láta hann taka aftur við embætti sínu.

 Margsinnis hefur verið áréttað í álitum 27. gr. nefndar í álitsgerðum hennar að nefndinni er ætla ákveðið rannsóknarhlutverk, sbr. 1. mgr. 27. gr. laga nr. 70/1996, sem miðast við að láta í ljós rökstutt álit um það hvort skilyrði fyrir veitingu launsar um stundarsakir hafi verið uppfyllt þegar ákvörðun var tekin og hvort rétt hafi verið staðið að framkvæmd stjórnvaldsákvörðunarinnar.

 Þau mál sem vísað hefur verið af hálfu ríkislögreglustjóra til 27. gr. nefndar eftir árið 2011 eru þrjú:

 Mál 1/2012: Ákvörðun um lausn frá embætti um stundarsakir tekin í kjölfar útgáfu ákæru ríkissaksóknara.

 Mál 3/2013: Embætti ríkislögreglustjóra var synjað um afhendingu gagna málsins á rannsóknarstigi. Í kjölfar útgáfu ákæru ríkissaksóknara var lögreglumaður leystur frá embætti um stundarsakir.

 Mál 4/2013: Gögn málsins fyrirliggjandi opinberlega og því unnt að taka ákvörðun um lausn frá embætti um stundarsakir á grundvelli þeirra gagna.

 Fram til maímánaðar ársins 2014 fór ríkislögreglustjóri með skipunarvald hvað varðar aðra lögreglumenn en yfirlögregluþjóna og aðstoðaryfirlögregluþjóna, sem skipaðir voru af ráðherra, og fór því með skipunarvald lögreglumannsins sem um ræðir í umfjölluninni. Frá sama tíma skipar ríkislögreglustjóri einungis lögreglumenn til starfa innan embættis síns. Af því leiðir að frá og með þeim tíma er ríkislögreglustjóri veitingavaldshafi embætta við embætti ríkislögreglustjóra og lögreglustjórar fara hver með veitingavald við sín lögregluembætti. Frá 2014 hefur ekki til þess komið að lögreglumaður er lítur veitingavaldi ríkislögreglustjóra hafi verið veitt lausn frá embætti um stundarsakir. Þá liggja ekki fyrir heildar upplýsingar hjá embætti ríkislögreglustjóra um slík mál er kunna að hafa komið upp hjá öðrum lögregluembættum frá þeim tíma.

 Vegna ummæla ríkissaksóknara í frétt Stundarinnar í dag, er rétt að rifja upp eftirfarandi yfirlýsingu ríkislögreglustjóra í tilefni af umfjöllun fjölmiðla um sama efni á árinu 2013:

 Ríkissaksóknari hefur fellt niður öll kærumál á hendur lögreglumanni við embætti lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu þar sem þau að mati ríkissaksóknara þykja ekki líkleg til sakfellingar.

 Í skriflegu svari ríkissaksóknara [..] hafnar hann því að hafa ekki veitt ríkislögreglustjóra upplýsingar um rannsókn á meintum brotum lögreglumannsins og kveðst hafa gert það 7. og 15. nóvember 2011.

 Vegna þessa vill embætti ríkislögreglustjóra árétta að óskað var eftir rannsóknargögnum frá ríkissaksóknara í máli lögreglumannsins til þess að geta tekið rökstudda ákvörðun um hvort víkja bæri lögreglumanninum frá embætti um stundarsakir. Þær litlu upplýsingar sem ríkissaksóknari veitti voru ekki til þess fallnar að mati embættisins að geta talist grundvöllur að stjórnvaldsákvörðun um lausn frá embætti um stundarsakir. Ríkissaksóknara var gerð grein fyrir þessu.

 Í synjun ríkissaksóknara 7. nóvember 2011 segir:

 „Ríkissaksóknari telur sér ekki heimilt, þrátt fyrir ákvæði 26. gr. laga nr. 70/1996 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, að afhenda ríkislögreglustjóranum rannsóknargögn málsins enda hvílir þagnarskylda á ákæranda um það sem fram kemur við lögreglurannsókn, sbr. 136. gr. almennra hegningarlaga, 22. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 og 18. gr. laga nr. 70/1996. Þá ber að hafa í huga að komi til málshöfðunar vegna meintra brota gegn 2. mgr. 202. gr. almennra hegningarlaga eru yfirgnæfandi líkur á að þinghöld yrði lokuð, sbr. a-liður 1. mgr. 10. gr. laga nr. 88/2008 og hendur ákæruvaldsins að því leyti bundnar varðandi afhendingu gagna, sbr. 2. mgr. 11. gr. s.l.

 Það er hins vegar háð mati ríkislögreglustjórans hvort staðfesting ríkissaksóknara á því að lögreglumaður hafi verið kærður fyrir kynferðislega áreitni gegn barni yngra en 15 ára leiði til þess að veita beri viðkomandi lausn um stundarsakir á grundvelli 26. gr. laga nr. 70/1996.“

 Embætti ríkislögreglustjóra áréttaði þá afstöðu sína í svari til ríkissaksóknara 15. nóvember 2011 að upplýsingarnar sem embættinu hefðu borist væru ekki nægjanlegur grundvöllur til að byggja ákvörðun um lausn frá embætti um stundarsakir á og ítrekaði ósk sína um afhendingu allra gagna málsins. Ríkislögreglustjóri benti jafnframt á að synjun ríkissaksóknara væri stefnubreyting um afhendingu gagna í kærumálum á hendur lögreglumönnum, en frá árinu 1999 hefur ríkislögreglustjóri veitt 12 skipuðum lögreglumönnum lausn frá embætti um stundarsakir eða að fullu byggt á rannsóknargögnum mála.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnsýsla

Umboðsmaður taldi forræðið liggja hjá stjórnvaldinu en ekki ríkislögmanni
FréttirStjórnsýsla

Um­boðs­mað­ur taldi for­ræð­ið liggja hjá stjórn­vald­inu en ekki rík­is­lög­manni

Ákvörð­un­ar­vald um hvort bóta­skylda sé við­ur­kennd ligg­ur hjá því stjórn­valdi sem bóta­kröfu er beint að og stjórn­völd hafa for­ræði á kröfu­gerð, rök­semd­um og ágrein­ings­at­rið­um þeg­ar mál fara fyr­ir dóm­stóla. Þetta er af­staða um­boðs­manns Al­þing­is sam­kvæmt ábend­inga­bréfi sem hann sendi heil­brigð­is­ráð­herra ár­ið 2014, en for­sæt­is­ráðu­neyt­ið gaf út yf­ir­lýs­ingu á föstu­dag þar sem fram kom að rík­is­lög­mað­ur hefði „al­mennt for­ræði á kröfu­gerð og fram­setn­ingu henn­ar“.

Mest lesið

„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
1
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.
Andrúmsloftinu sama hvort koltvíoxíð losni á Ítalíu eða Íslandi
5
FréttirLoftslagsvá

And­rúms­loft­inu sama hvort kolt­víoxíð losni á Ítal­íu eða Ís­landi

Ál­ver­in á Ís­landi losa jafn­mik­ið af gróð­ur­húsaloft­teg­und­um og vega­sam­göng­ur og fiski­skipa­flot­inn sam­an­lagt. Það er hins veg­ar „lít­ið að frétta“ af að­ferð­um sem minnka þá los­un, seg­ir sér­fræð­ing­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un. En senn fer að þrengja að mögu­leik­um til kaupa á los­un­ar­heim­ild­um. Og sam­hliða eykst þrýst­ing­ur á að bregð­ast við.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
3
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
5
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.
„Ég þekki hana ekki öðruvísi en sem stelpu“
8
ViðtalBörnin okkar

„Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu“

Jón Ein­ars­son er fað­ir trans stúlku sem í leik­skóla vildi leika sér með stelpu­dót og klæð­ast kjól­um. Nafni henn­ar var breytt í Þjóð­skrá þeg­ar hún var átta ára og í dag er hún 12 ára. „Ef hún væri að koma út sem trans í dag, 12 ára göm­ul, þá væri þetta eðli­lega meira sjokk fyr­ir okk­ur. Ég þekki hana ekki öðru­vísi en sem stelpu,“ seg­ir Jón um dótt­ur sína.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
4
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
7
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
8
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár