Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Miðflokkur og Viðreisn sigurvegarar nema Sjálfstæðisflokkur komist í meirihluta í Reykjavík

Ei­rík­ur Berg­mann seg­ir öllu máli skipta að kom­ast í meiri­hluta. Stef­an­ía Ósk­ars­dótt­ir seg­ir að góð­ur ár­ang­ur í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um sé ekki endi­lega ávís­un á gott gengi til fram­tíð­ar. Saga Bjartr­ar fram­tíð­ar sýni það.

Miðflokkur og Viðreisn sigurvegarar nema Sjálfstæðisflokkur komist í meirihluta í Reykjavík
Reykjavík skiptir öllu Það hvaða flokkar ná að mynda meirihluta í Reykjavík skiptir öllu máli þegar áhirf úrslita sveitarstjórnarkosninganna eru metin á landsvísu. Mynd: Geirix/Pressphotos

Fjórflokkurinn, Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur, Samfylking og Vinstri græn töpuðu allir sveitarstjórnarfulltrúum í sveitarstjórnarkosningunum um liðna helgi, sé horft til þeirra sveitarfélaga þar sem flokkarnir buðu fram í eigin nafni. Vinstri græn töpuðu einum fulltrúa en hinir flokkarnir þrír töpuðu hver sínum þremur fulltrúum. Í einhverjum tilvikum eiga flokkarnir þó sveitarstjórnarfulltrúa þar sem þeir tóku þátt í samstarfi annarra flokka. Miðflokkurinn og Viðreisn buðu báðir fram í fyrsta skipti í sveitarstjórnarkosningum og náðu mjög góðum árangri. Flokkarnir tveir hljóta að teljast sigurvegarar sveitarstjórnakosninganna, nema því aðeins að Sjálfstæðisflokknum takist að mynda meirihluta í Reykjavík.

Feikilega góður árangur Miðflokksins

Eiríkur Bergmann

Stundin rýndi í niðurstöður sveitarstjórnarkosninganna fyrir flokkana átta sem sæti eiga á Alþingi og fékk stjórnmálafræðingana Eirík Bergmann og Stefaníu Óskarsdóttur til að gefa álit sitt á stöðunni. Sem fyrr segir hlutu bæði Miðflokkurinn og Viðreisn góða kosningu á þeim stöðum þar sem flokkarnir buðu fram. Miðflokkurinn bauð fram í tíu sveitarfélögum vítt og breitt um landið og fékk kjörna fulltrúa í níu tilvikum. Eiríkur segir það feikilega góðan árangur. „Það verður til að gefa honum ákveðna rótfestu um landið. Það getur skipt sköpum fyrir hann og jafnvel má segja að með þessu hafi flokknum endanlega tekist að stilla sér upp sem mögulegur arftaki Framsóknarflokksins, það er alla vega ljóst að Miðflokkurinn er mikil ógn við Framsóknarflokkinn. Þó ber að geta þess að Miðflokkurinn er vitanlega að sækja lengra til hægri en Framsóknarflokkurinn gerir í dag.“

Stefanía tekur undir með Eiríki og segir að niðurstaðan sýni að flokknum virðist hafa tekist að byggja upp gott innra starf víða. „Hann hefur stigið skref í að byggja flokkinn upp á landsvísu og styrkja sig. Þetta skiptir líka fjárhagslegu máli því stjórnmálaflokkar sem ná mönnum inn í sveitarstjórnar fá greiðslur frá sveitarfélögunum.“

Viðreisn annar tveggja sigurvegara

Hvað varðar Viðreisn, sem fékk sjö fulltrúar kjörna, bendir Stefanía á að helsta vígi flokksins sé á höfuðborgarsvæðinu og þar hafi flokkurinn náð býsna góðum árangri. „Flokkurinn bauð hins vegar ekki fram utan höfuðborgasvæðisins í eigin nafni. Ætli flokkurinn sér að halda velli og ná árangri í landsmálunum væri mikilvægt fyrir flokkinn að byggja upp starf sem víðast.“ Eiríkur segir þó að niðurstaða Viðreisnar sé góð á svæði þar sem meira en tveir þriðju hlutar íbúa landsins búi og það skipti gríðarlegu máli. „Þau geta því ekki annað en talist aðrir af tveimur sigurvegurum.“

Góður árangur nú hefur ekkert forspárgildi

Stefanía Óskarsdóttir

Góður árangur flokkanna nú þarf þó ekki endilega að þýða að þeir eigi bjarta framtíð fyrir höndum, dæmið af samnefndum flokki sýnir að ekki er á vísan að róa með það. Stefanía bendir á að ekkert sé í hendi hvað þetta varði og nefnir Bjarta framtíð. Björt framtíð fékk 6 þingmenn kjörna í Alþingsikosningunum 2013 og bæjarfulltrúa víða í sveitarstjórnarkosningum árið eftir, á Akureyri, á Akranesi, í Kópavogi, Hafnarfirði og í Reykjavík. Í þremur síðasttöldu sveitarfélögunum tók flokkurinn þátt í meirihlutasamstarfi. Nú, fjórum árum seinna, er flokkurinn fallinn út af þingi og bauð hvergi fram í sveitarstjórnum nema í Kópavogi þar sem um samstarf við Viðreisn var að ræða. „Flokkurinn náði alls ekki að byggja upp innra starf sem lifði af mótvind, þau gáfust í raun upp og kjósendur sneru sér að öðrum flokkum. Það er því ekki hægt að fullyrða neitt, velgengni í einum kosningum hefur ekki spágildi fyrir næstu kosningar. Flestir nýjir flokkar sem ná mönnum inn á þing verða ekki langlífir, Kvennalistinn varð hvað langlífastur. Ástæðan er sú að þeir náðu eða ná ekki að byggja upp flokksstarf um landið allt. Farsæld flokka byggir á því að byggja upp slíka innviði.“

Breytir valdastöðunni að Framsókn eigi ekki borgarfulltrúa

Framsóknarflokkurinn heldur nokkurn veginn sjó úti á landi en það að hann missi borgarfulltrúa sína er áfall. Það að Miðflokkurinn hafi á hinn bóginn náð inn manni í borgarstjórn breytir valdajafnvæginu milli þessara flokka tveggja og styrkir Miðflokkinn verulega. Eiríkur bendir á að ekki sé hægt að álykta um stöðu flokksins, eða flokka yfirleitt, á landinu í heild sinni bara út frá fulltrúafjölda í sveitarstjórnum. Til þess sé misvægi atkvæða svo mikið og vægi sveitarfélaganna í stjórnmálunum á landsvísu einnig. „Það að Framsókn datt út í Reykjavík skiptir svo miklu máli. Nú þegar Miðflokkurinn er kominn inn í Reykjavík en Framsókn ekki þá breytist valdastaðan milli þeirra töluvart.“

Stefanía segir það rétt og einnig að ekki séu sömu lögmál sem gildi á sveitarstjórnarstiginu og í landsmálapólitíkinni, staðbundnar aðstæður og fólkið sem sí í framboði skipta þar talsverðu máli. „Framsóknarflokkurinn náið allvíða ágætum árangri. Hann hefur sögulega séð ekki riðið sérstaklega feitum hesti í borginni og við getum sagt að Miðflokkurinn hafi kannski náð hinum hefðbundna Framsóknarmanni þar. Það gæti reynst Framsókn dýrt.“

Vinstri græn gjalda afhroð

Útkomu Vinstri grænna í kosningunum á laugardaginn er best lýst sem afhroði. Flokkurinn náði með naumindum einum manni inn í borgarstjórn og missir fulltrúa sína bæði í Hafnarfirði og í Kópavogi. Ríkisstjórnarsamstarfið hefur þar að líkindum mest að segja, en einnig meiri samkeppni á vinstri vængnum. „Vinstri græn fá lélega kosningu í Reykjavík, mjög lélega. Það endurspeglar að í grasrót VG í Reykjavík var ekki mikil stemning fyrir að ganga inn í samstarf við Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn og flokkurinn hefur misst eitthvað af sínum kjósendum yfir á Sósíalistaflokkinn,“ segir Stefanía

Eiríkur tekur dýpra í árina. „Vinstri græn gjalda auðvitað afhroð í þessum kosningum, það er engin leið að lýsa því neitt öðruvísi. Ég tel að tvennt komi til. Það sem vegur meira er ríkisstjórnarþátttakan, margir kjósendur VG voru ósáttir við það og hafa því yfirgefið hann í þessum kosningum. Síðan þarf líka að huga að því að VG hefur fengið meiri samkeppni í kringum sig á vinstri vængnum. Samfylkingin er líklega vinstrisinnaðri nú en hún hefur oft verið og svo eru komnir fram hreinir sósíalískir flokkar upp að VG. Það eru bæði Sósíalistaflokkurinn og að einhverju leyti má setja Flokk fólksins á þann bás, alla vega hvað varðar áherslu á málefni fátæks fólks.“

Flokkur fólksins fékk einn borgarfulltrúa kjörinn. Eiríkur segir það geta styrkt flokkinn á landsvísu. „En það sem ógnar honum er uppgangur Sósíalistaflokksins. Hann hefur að einhverju leyti tekið yfir sviðið og sviðsljósið af Flokki fólksins sem vettvangur þeirra sem einkum berjast gegn fátækt. Það verður athyglislegt að fylgjast með samspilinu á milli þessara flokka á næstunni.“

Píratar í uppbyggingu

Píratar náðu ekki inn fulltrúum í nema tveimur sveitarfélögum en hlutu þó þokkalega kosningu víðar, þó ekki dygði það til. Stefanía segir þetta benda til að flokkurinn sé að ná árangri í að byggja upp innra starf, þó uppskeran hafi ekki verið mikil. Eiríkur segir að aftur á móti að enn komi Píratar á óvart, þeir hafi lifað lengur en flestir stjórnmálafræðingar hafi gert ráð fyrir. „Mér þykir merkilegt hvað þeir hafa haldið sjó.“ Taki flokkurinn þátt í meirihlutasamstarfi í Reykjavík á þessu kjörtímabili, nú með tvo fulltrúa, mun það halda áfram að styrkja flokkinn.

Reykjavík skiptir öllu máli

Samfylkingin bauð fram í eigin nafni í þrettán sveitarfélögum en átti í samfloti víða annars staðar, svo sem á Ísafirði þar sem Í-listinn missti mann og þar með hreinan meirihluta sinn. Úrslit kosninganna í Reykjavík urðu flokknum vonbrigði en takist honum að halda áfram meirihlutasamstarfinu þá þurfa kosningarnar ekki að hafa svo mikil áhrif útskýrir Eiríkur. Flokkurinn lét hins vegar heldur undan síga á höfuðborgarsvæðinu, tapaði fulltrúa í Hafnarfirði og í Mosfellsbæ auk þess að hafa í raun tapað fulltrúa í Reykjavík. Á Seltjarnarnesi og í Kópavogi stóð fylgi flokksins nokkurn veginn í stað.

Hins vegar, sé miðað við fréttir af meirihlutaviðræðum víða um land er margt sem bendir til að Samfylkingin eigi ágætan möguleika á að taka þátt í meirihlutasamtstarfi víða á meðan að Sjálfstæðisflokkurinn muni verða í minnihluta í fleiri sveitarfélögum en oft hefur verið áður. Þetta er vitaskuld að því gefnu að flokkar sem nú eru að því best er vitað að ræða saman, nái saman. Sjálfstæðislokkurinn gaf eilítið eftir á landsvísu en sigur hans í Reykjavík fer langt með að vega það upp. Takist Sjálfstæðisflokknum hins vegar ekki að komast í meirihluta í Reykjavík þýðir það hins vegar að sigurinn skiptir mun minna máli en ella. Eiríkur segir að nú sé aðeins hálfleikur.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Ríkið kaus að stíga ekki inn í kaupin á ISNIC
6
Viðskipti

Rík­ið kaus að stíga ekki inn í kaup­in á ISNIC

Sjóð­stjóri hjá Stefni seg­ir að samn­ing­ar um kaup sjóðs­ins SÍA IV á meiri­hluta í fé­lag­inu In­ter­net á Ís­landi hf., sem sér um ís­lenska lands­höf­uð­slén­ið og hef­ur greitt rúm­lega einn millj­arð til hlut­hafa sinna frá ár­inu 2011, hafi náðst í sept­em­ber. Rík­is­sjóð­ur hafi svo til­kynnt í des­em­ber að for­kaups­rétt­ur rík­is­ins, sem skrif­að­ur var inn í lög fyr­ir nokkr­um ár­um, yrði ekki nýtt­ur. Verð­ið sem sjóð­ur­inn greið­ir fyr­ir 73 pró­senta hlut í fé­lag­inu fæst ekki upp­gef­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
3
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
5
Rannsókn

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár