Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Kosningapróf Stundarinnar opnað

Stund­in býð­ur kjós­end­um í ell­efu stærstu sveit­ar­fé­lög­um lands­ins upp á að taka kosn­inga­próf. Hvaða fram­boð eða fram­bjóð­andi hef­ur mest­an sam­hljóm með þín­um áhersl­um?

Kosningapróf Stundarinnar opnað
Kosningapróf Stundarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar Kjósendum gefst nú kostur á að máta áherslur framboða og frambjóðenda í ellefu stærstu sveitarfélögum landsins við sínar eigin áherslur. Mynd: Samsett mynd

Stundin hefur nú birt kosningapróf sitt fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2018 og er það aðgengilegt fyrir almenning. Prófið er hugsað sem hjálpartæki fyrir kjósendur í ellefu stærstu sveitarfélögum landsins og á að auðvelda fólki að kynna sér hversu nærri það stendur framboðum og einstaka frambjóðendum í áherslum.

Þetta er í þriðja sinn sem Stundin býður lesendum sínum upp á að taka kosningapróf en fyrir síðustu tvennar Alþingiskosningar var það einnig gert. Prófið samanstendur af á fjórða tug spurninga. Þá er kosningapróf Stundarinnar það eina sem býður svarendum tækifæri til að ákvarða aukið eða minnkað vægi málefna í svörum sínum.

Niðurstöður prófsins birtast sem listi þeirra stjórnmálaflokka og frambjóðenda sem standa næst áherslum þeirra sem prófið taka. Efstu frambjóðendum allra framboða í sveitarfélögunum ellefu var boðið að taka þátt í prófinu og brugðust flestir við því með þökkum. Þó hafa ekki allir flokkar eða frambjóðendur enn svarað prófinu.

Í Reykjavík hafa frambjóðendur úr öllum framboðum nema Frelsisflokknum og Sjálfstæðisflokknum svarað spurningunum, en boð til þeirra hefur verið ítrekað.

Þá er enn beðið svara flestra framboða í Fjarðabyggð.

Stundin er í dreifðri eignaraðild og hefur engin tengsl við stjórnmálaöfl. Rannsóknarfyrirtækið Maskína veitti ráðgjöf við gerð kosningaprófsins, yfirfór spurningar og aðferðafræði þess. Athugasemdir og ábendingar berist á netfangið kosningaprof@stundin.is.

Taktu prófið hér.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár