Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Brugðið á leik til að tækla einmanaleikann

Fé­lags­leg ein­angr­un og ein­mana­leiki 105 ára gam­all­ar frænku Stef­áns Arn­ar Stef­áns­son­ar varð hon­um inn­blást­ur að loka­verk­efni sínu í vöru­hönn­un við LHÍ. Hann hann­aði fyr­ir hana hlut á mörk­um leik­fangs og hljóð­fær­is, sem býð­ur upp á skemmti­leg­an leik í erf­ið­um að­stæð­um.

Brugðið á leik til að tækla einmanaleikann
Stefán og amma hans Hönnun Stefáns, Hljóðfæririnn, mun framvegis ferðast á milli heimilis Dóru frænku hans og ömmu hans, þar sem það mun gegna hlutverki leikfangs fyrir gesti og gangandi. Mynd: Heiða Helgadóttir

Á dögunum iðuðu Kjarvalsstaðir af sköpunarkrafti og frumleika þegar útskriftarhópar úr arkitektúr, myndlist, vöruhönnun, grafískri hönnun og fatahönnun við LHÍ sýndu afrakstur vinnu sinnar í vetur. Nemendur úr vöruhönnun unnu sín útskriftarverk undir hatti mennskunnar, sem þeir reyndu að endurspegla á einn eða annan hátt. Þeirra á meðal var Stefán Örn Stefánsson en verk hans, Hljóðfæririnn, naut verðskuldaðrar athygli á sýningunni. Því má líkja við gamla dósasímann sem margir þekkja, í þróaðri útgáfu. „Við vinnum vel saman í þessum árgangi, þannig að við ákváðum að vinna lokaverkefnin sem eina heild, þrátt fyrir að skila einstaklingsverkefnum. Ég ákvað að skoða sérstaklega ellina, vegna þess að ég vona að ég verði einhvern tímann gamall maður sjálfur og mig langar til að undirbúa það vel. Ég ákvað að rýna svolítið í það hvernig líf aldraðra er í dag til að skoða hvernig megi bæta það. Ég var fljótur að koma að einmanaleika í ellinni, sem er stórt vandamál í nútímasamfélagi. Það leiddi mig til Dóru frænku minnar.“

Leið til að tækla einmanaleikann

Dóra Ólafsdóttir, frænka Stefáns, verður 106 ára í sumar. Hún nýtur enn mannlegra samskipta en það sem helst stendur henni fyrir þrifum er að hún á erfitt með að eiga í samræðum. „Ég spurði hana út í ýmislegt varðandi það að verða gamall. Þegar talið barst að einmanaleikanum komst ég að því að hennar helsti vandi er að hún getur ekki átt samtöl við annað fólk á elliheimilinu, því hún er farin að heyra svo illa. Þetta greip mig og mig langaði strax til þess að hjálpa henni frænku minni og öðrum í svipaðri stöðu.“

Þegar Stefán var að velta því fyrir sér hvers konar vöru hann gæti hannað, sem gæti nýst til að draga úr einmanaleika, setti hann sér nokkrar reglur. Fyrsta reglan var sú, að hluturinn sem úr yrði mætti ekki vera tæknilega flókinn. Hann vildi líka að hluturinn væri kunnuglegur, að fólk gæti notað hann án þess að honum fylgdu útskýringar eða leiðbeiningar. Hann mátti heldur ekki minna á lækningatæki, því Stefán vildi að hann yrði notaður við léttar og skemmtilegar aðstæður, en ekki þvingaðar. Niðurstaðan varð útfærð útgáfa af dósasímanum, sem margir kannast við að hafa búið til eða prófað í æsku. „Ég bjó til form sem bæði passar vel að eyranu og til að tala í og setti rör á milli. Ég fínstillti svo verkfærið til að fá eins góðan hljóm og ég gat,“ útskýrir Stefán.

„Þegar talið barst að einmanaleikanum komst ég að því að hennar helsti vandi er að hún getur ekki átt samtöl við annað fólk á elliheimilinu, því hún er farin að heyra svo illa.“

Varð fallegur af sjálfu sér

En það var ekki nóg að hluturinn hefði góðan hljóm. Hann þurfti líka að líta vel út. „Það var mér frá upphafi mikilvægt að gripurinn liti vel út, eins og fallegt hljóðfæri, því þá væri honum beitt sem slíku. En þrátt fyrir þá kröfu voru línurnar í honum alltaf að elta fúnksjón, það er að segja að ég var allan tímann að elta besta formið til að tala í og til að hlusta úr. Hann varð þess vegna eiginlega svona fallegur af sjálfu sér. Svo leitaði ég að þeim viði sem gæfi réttu tilfinninguna, þyngdina og áferðina.“

TækiðÚtkoman var formfögur.

Eftir hugmyndavinnu, pælingar, smíðar og samsetningu fékk verkfærið nafnið Hljóðfærir. „Þetta er miklu frekar hljóðfæri sem tveir einstaklingar spila saman á, geta átt einlægt samtal í gegnum og jafnvel brugðið á leik með. Þótt ég hafi upphaflega hugsað þetta sem verkfæri sem gæti nýst fólki með heyrnarskerðingu tók sú hugmynd breytingum í ferlinu. Þetta getur nefnilega nýst fleirum og verið góð leið til að eiga í samskiptum. Mig langaði að hluturinn myndi nýtast til að auðvelda þessar aðstæður og létta þær, að hann gæti jafnvel nýst til þess að brjóta ísinn í erfiðum aðstæðum. Að geta brugðið á leik og átt samtal í gegnum Hljóðfærinn reynist örugglega sumum léttara heldur en að setjast niður og hefja samtal.“

Margir vilja eignast tækið

Á fyrrnefndri sýningu útskriftarnemenda á Kjarvalsstöðum var nokkuð stöðugur straumur fólks að horninu hans Stefáns, þar sem hann bauð gestum að prófa Hljóðfærinn. Foreldrar og börn, pör og vinir á öllum aldri skemmtu sér þar konunglega og gamlir dósasímataktar fengu að njóta sín. Þar fékk Stefán staðfestingu á að gripurinn skilar sínu hlutverki. „Það var svo gaman að fylgjast með fólki, því allir voru svo skemmtilega hissa að sjá þetta virka, að heyra hvað hljómurinn er skýr úr honum. Það voru þónokkrir sem lýstu yfir áhuga á að eignast svona tæki,“ segir Stefán, sem er einmitt í því ferli núna að skoða að hefja framleiðslu á gripnum. „Það var gaman að heyra að margir voru að velta þessu fyrir sér sem gjöf handa afa sínum eða ömmu sinni. Svo kom þarna líka eldra fólk sem gat hugsað sér að eiga þetta og nota sjálft. Það gladdi mig. Þegar samtalið er byrjað að vera erfitt út af heyrninni er þetta aðgengilegt tæki til að eiga.“

Framvegis í vöfflukaffi hjá ömmu

Meðfram námi undanfarin ár hefur Stefán starfað hjá stoðtækjaframleiðandanum Össuri við að búa til spelkur. Hann þekkir því vel sjálfur hversu mikilvægt það getur verið að búa til hjálpartæki sem láta fólki ekki líða eins og sjúklingum. Hann segir reynsluna af starfi hjá Össuri auk fyrri menntunar í framleiðslutækni hafa nýst vel í náminu við Listaháskólann. „Ég fór í Listaháskólann til að víkka sjóndeildarhringinn. Þessi þrjú ár hafa gefið mér mikið, þau hafa styrkt mig í öllum lestri og ákvarðanir sem ég tek eru allar úthugsaðri og dýpri. Það var líka gott að koma aftur í skóla og fá tækifæri til að leika sér, gera tilraunir og rekast á veggi.“

Hann segir það hafa verið skemmtilega stund þegar hann sýndi Dóru frænku afraksturinn, Hljóðfærinn sjálfan. „Dóra heyrði skýrt í honum og maður þurfti ekki að tala mjög hátt, þannig að þetta virkaði framar björtustu vonum. Þetta var líka skemmtilegt og það var greinilegt að henni fannst þetta gaman,“ segir Stefán og bætir við að framvegis muni frumeintak Hljóðfærisins ferðast frá einu vöfflukaffi til annars, milli ömmu hans og Dóru frænku, þar sem það muni vonandi halda áfram að skapa skemmtilegar stundir og efla tengsl á milli fólks í fjölskyldunni á öllum aldri.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
1
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár