Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ríkislögreglustjóri heimilaði lífvörðum sona forsætisráðherra Ísraels að koma með skotvopn inn í landið

Líf­verð­ir Ya­ir og Avner Net­anya­hu komu vopn­að­ir í gegn­um eft­ir­lit á Kefla­vík­ur­flug­velli. Heim­sókn bræðr­anna er ekki op­in­ber. Sendi­herra Ísra­els, sem hef­ur að­set­ur í Osló, hef­ur boð­að til blaða­manna­fund­ar í Reykja­vík á morg­un um Gaza og Eurovisi­on.

Ríkislögreglustjóri heimilaði lífvörðum sona forsætisráðherra Ísraels að koma með skotvopn inn í landið
Ríkislögreglustjóri Öryggisverðir sona Netanyahu verða vopnaðir á meðan dvöl þeirra á Íslandi stendur, með heimild Ríkislögreglustjóra. Mynd: Pressphotos

Ríkislögreglustjóri heimilaði lífvörðum sona Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, að koma með skotvopn inn í landið í gegnum Keflavíkurflugvöll samkvæmt heimildum Stundarinnar.

Yair og Avner Netanyahu lentu í Keflavík í dag, en koma þeirra er ekki opinber heimsókn að sögn ræðismanns Ísrael á landinu. Utanríkisráðuneytið hefur enga aðkomu að ferðum bræðranna, enda þeir ekki í opinberum erindagjörðum, að sögn Sveins H. Guðmarssonar upplýsingafulltrúa.

Bræðurnir eru fyrstu synir ísraelsks forsætisráðherra sem fá lífverði í boði hins opinbera. Fyrirkomulagið var umdeilt þegar það var kynnt og tryggir það þeim einnig bíl og bílstjóra, auk öryggisaðstoðar erlendis. Ekki er vitað hvernig dagskrá þeirra er háttað á meðan dvöl þeirra á Íslandi stendur.

Teljast VIP samkvæmt reglum Ríkislögreglustjóra

Samkvæmt reglum um valdbeitingu lögreglumanna og meðferð og notkun valdbeitingartækja og vopna þarf heimild Ríkislögreglustjóra fyrir vopnaburði slíkra erlendra aðila, samkvæmt 45. gr. „Ríkislögreglustjórinn getur heimilað erlendum lögreglumönnum …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
5
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.
Fjölskyldurnar sem eiga fiskana í sjónum
6
GreiningSjávarútvegsskýrslan

Fjöl­skyld­urn­ar sem eiga fisk­ana í sjón­um

Inn­an við tíu fjöl­skyld­ur eiga og stýra stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um lands­ins. Þau fyr­ir­tæki sem skráð hafa ver­ið á mark­að eru enn und­ir stjórn, og að uppi­stöðu í eigu, þeirra ein­stak­linga sem fengu gjafa­kvóta. Fjár­fest­ing­ar eig­enda út­gerð­anna í öðr­um og óskyld­um grein­um nema tug­um millj­arða og teygja sig í maj­ónes­fram­leiðslu, skyndi­bitastaði, trampólín­garða og inn­flutn­ing á bleyj­um og síga­rett­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár