Fjármálaeftirlitið (FME) gerði síðast hæfismat á Hauki Ingibergsson, núverandi stjórnarformanni sjóðsins árið 2013, áður en hann hóf stórfelld uppkaup á íbúðum á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu í gegnum tvö leigufélög sín. Þetta kemur fram í svörum frá FME við spurningum Stundarinnar um hæfismat stofnunarinnar á Hauki. FME sér um að framkvæma hæfismat á stjórnarmönnum í Íbúðalánasjóði sem og í ýmsum öðrum stofnunum og fjármálafyrirtækjum.
Haukur á í dag þrettán íbúðir í tveimur leigufélögum, Ráðgjafaþjónustunni ehf. og Apartment ehf. Eygló Harðardóttir skipaði Hauk, sem hefur áratugalöng tengsl við Framsóknarflokkinn, í stjórnina í lok september árið 2013 og Ásmundur Einar Daðason skipaði hann stjórnarformann sjóðsins í janúar í ár. Félög Hauks eignuðust þrjár af íbúðunum þrettán fyrir skipan hans í stjórnina árið árið 2013 og eignuðust félögin því tíu íbúðir eftir að Haukur settist í stjórn Íbúðalánasjóðs.
Stundin hefur fjallað um umsvif Hauks á fasteigna- og leigumarkaði síðustu daga og sagði fyrst …
Athugasemdir