Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ekki upplýst um nýlegri dæmi þess að börn séu þvinguð til að hitta barnaníðinga

Sýslu­mann­sembætt­ið gef­ur held­ur ekki upp hversu oft um­gengni hafi al­far­ið ver­ið hafn­að vegna of­beld­is­hættu en sviðs­stjóri fjöl­skyldu­sviðs full­yrð­ir að slík­ir úr­skurð­ir séu „mjög fá­ir“.

Ekki upplýst um nýlegri dæmi þess að börn séu þvinguð til að hitta barnaníðinga

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu telur sig ekki geta upplýst hversu oft frá 2013 hafa verið kveðnir upp úrskurðir í umgengnis- og dagsektarmálum þar sem mælt er fyrir um að barn skuli umgangast foreldri gegn vilja sínum þrátt fyrir að foreldrið hafi verið dæmt fyrir ofbeldi gegn barninu eða systkinum þess.

Úrskurðir sýslumanns eru ekki aðgengilegir almenningi og embættið veitir ekki ópersónugreinanlegar upplýsingar um atriði sem þessi, né um fjölda tilvika þar sem úrskurðað var um umgengni eftir að fram komu ásakanir um ofbeldi sem taldar voru trúverðugar og studdar gögnum frá lögreglu, barnaverndaryfirvöldum eða meðferðaraðilum. Þannig er að miklu leyti á huldu hvernig sýslumannsembættið hefur túlkað ákvæði barnalaga í umgengnis- og dagsektarmálum eftir að barnalögum var breytt árið 2012 og skerpt á vernd barna gegn ofbeldi. 

Ekki liggja fyrr upplýsingar hjá embættinu um hvort eða hversu oft frá 2009 umgengni hefur alfarið verið hafnað vegna ofbeldishættu, sbr. 1. mgr. 47. gr. barnalaga, en sviðsstjóri fjölskyldusviðs hjá sýslumannsembættinu fullyrðir í svari við fyrirspurn Stundarinnar að slíkir úrskurðir séu „mjög fáir“.

Eins og fram kom í umfjöllun í síðasta blaði var á tímabilinu 1999 til 2009 aðeins einu sinni kveðinn upp úrskurður hjá Sýslumanninum í Reykjavík þar sem umgengni foreldris var talin andstæð hagsmunum barnsins.

Í því máli var deilt um umgengni föður við tvær dætur sínar og bentu gögn málsins, meðal annars álitsgerð frá sálfræðingi, sterklega til þess að faðirinn hefði beitt eldri systurina kynferðisofbeldi. Sýslumaður hafnaði beiðni föður um umgengni við hana en ákvað hins vegar að skikka yngri dótturina til umgengni við föðurinn undir eftirliti. 

Fram til ársins 2013 hafði ofbeldi föður gegn móður „almennt engin áhrif á umgengni“ samkvæmt úrskurðum sýslumanns auk þess sem börn voru þvinguð til að umgangast foreldri jafnvel þótt fyrir lægju sterkar vísbendingar – jafnvel refsidómar – um ofbeldi foreldris gegn viðkomandi barni, móður og/eða systkinum þess. Í einu málinu sem Stundin greindi frá var stúlka þvinguð til að umgangast föður sinn þótt hann hefði verið dæmdur fyrir að brjóta kynferðislega gegn henni.

Með breytingum sem gerðar voru á barnalögum árið 2012 var skerpt á vernd barna gegn ofbeldi og lögfest að við ákvörðun umgengni bæri sýslumanni skylda til að meta hættu á að barnið, foreldri eða aðrir á heimili barnsins hefðu orðið eða yrðu fyrir ofbeldi. Samkvæmt 1. mgr. 47. gr. barnalaga getur sýslumaður kveðið svo á að umgengnisréttar foreldris njóti ekki við ef hann telur að umgengni barns við foreldri sé andstæð hag og þörfum þess. 

Stundin óskaði eftir upplýsingum frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í þeim tilgangi að kanna áhrif lagabreytinganna á meðferð og niðurstöður umgengnismála. Spurt var um fjölda tilvika þar sem embættið hefði hafnað umgengni foreldris alfarið á þeim grundvelli að umgengni teljist andstæð hagsmunum barns vegna ofbeldishættu, sbr. 1. mgr. 47. gr. barnalaga. Stundin spurði einnig hve oft sýslumaður hefði úrskurðað um að foreldri ætti rétt til umgengni við barn sem foreldrið hefði verið dæmt fyrir ofbeldi gegn og um fjölda tilvika þar sem úrskurðað var um umgengni þrátt fyrir að ásakanir um ofbeldi gegn viðkomandi barni, foreldri, systkini eða systkinum hefðu verið metnar trúverðugar og studdar gögnum frá fagaðilum.

Fram kemur í svörum sýslumanns að upplýsingar um efnislegar niðurstöður úrskurða og rök fyrir þeim séu ekki skráðar í málaskrárkerfi embættisins og embættið geti ekki brugðist við fyrirspurninni með því að rýna í þá úrskurði sem kveðnir hafa verið upp undanfarin ár. 

„Um nákvæman fjölda úrskurða frá 2009, um að umgengnisréttar njóti ekki við, þar sem talin var hætta á ofbeldi, eru því ekki til upplýsingar, en fullyrða má að þeir eru mjög fáir. Sama á við um spurningar nr. 2 og 3, þeim er ekki hægt að svara, þar sem upplýsingar eru ekki til,“ segir í svarinu frá fjölskyldusviði Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. „Varðandi spurningu þína nr. 3 þá er það, eins og lýst var, verkefni sýslumanns að meta við uppkvaðningu úrskurðar, hvort hætta sé á að barn verði fyrir ofbeldi, þannig að trúverðugleiki fyrirliggjandi gagna er metinn af sýslumanni. Þó að ekki sé hægt að vísa til tölfræðiupplýsinga, er óhætt að segja að til eru tilvik, þar sem kveðnir hafa verið upp úrskurðir þar sem fyrir lágu ásakanir um ofbeldi og gögn því til stuðnings. Við uppkvaðningu úrskurðar við þær aðstæður ber sýslumanni að meta áhrif þessa á inntak umgengninnar og má í því samhengi nefna möguleika sýslumanns á að ákveða umgengi með eftirliti.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnsýsla

Umboðsmaður taldi forræðið liggja hjá stjórnvaldinu en ekki ríkislögmanni
FréttirStjórnsýsla

Um­boðs­mað­ur taldi for­ræð­ið liggja hjá stjórn­vald­inu en ekki rík­is­lög­manni

Ákvörð­un­ar­vald um hvort bóta­skylda sé við­ur­kennd ligg­ur hjá því stjórn­valdi sem bóta­kröfu er beint að og stjórn­völd hafa for­ræði á kröfu­gerð, rök­semd­um og ágrein­ings­at­rið­um þeg­ar mál fara fyr­ir dóm­stóla. Þetta er af­staða um­boðs­manns Al­þing­is sam­kvæmt ábend­inga­bréfi sem hann sendi heil­brigð­is­ráð­herra ár­ið 2014, en for­sæt­is­ráðu­neyt­ið gaf út yf­ir­lýs­ingu á föstu­dag þar sem fram kom að rík­is­lög­mað­ur hefði „al­mennt for­ræði á kröfu­gerð og fram­setn­ingu henn­ar“.

Mest lesið

Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
1
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Veiktist í kjölfar morðhótana:„Ekki lengur óttalausa stúlkan með sterku röddina“
5
Viðtal

Veikt­ist í kjöl­far morð­hót­ana:„Ekki leng­ur ótta­lausa stúlk­an með sterku rödd­ina“

Najmo Fiya­sko Finn­boga­dótt­ir, ís­lensk-sómölsk bar­áttu­kona og fyrr­ver­andi sam­fé­lags­miðla­stjarna, hef­ur í kjöl­far ótal morð­hót­ana dreg­ið sig í hlé frá bar­átt­unni fyr­ir bætt­um rétt­ind­um stúlkna og kvenna í Sómal­íu. Najmo býr nú í Sómal­íu það­an sem hún flúði 13 ára göm­ul. Hún seg­ir að langvar­andi streita af völd­um ótta við hót­an­irn­ar hafi á end­an­um brot­ið hana nið­ur. „Ég tap­aði átt­um og vildi bara kom­ast heim til mömmu.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
2
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
5
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár