Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ekki upplýst um nýlegri dæmi þess að börn séu þvinguð til að hitta barnaníðinga

Sýslu­mann­sembætt­ið gef­ur held­ur ekki upp hversu oft um­gengni hafi al­far­ið ver­ið hafn­að vegna of­beld­is­hættu en sviðs­stjóri fjöl­skyldu­sviðs full­yrð­ir að slík­ir úr­skurð­ir séu „mjög fá­ir“.

Ekki upplýst um nýlegri dæmi þess að börn séu þvinguð til að hitta barnaníðinga

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu telur sig ekki geta upplýst hversu oft frá 2013 hafa verið kveðnir upp úrskurðir í umgengnis- og dagsektarmálum þar sem mælt er fyrir um að barn skuli umgangast foreldri gegn vilja sínum þrátt fyrir að foreldrið hafi verið dæmt fyrir ofbeldi gegn barninu eða systkinum þess.

Úrskurðir sýslumanns eru ekki aðgengilegir almenningi og embættið veitir ekki ópersónugreinanlegar upplýsingar um atriði sem þessi, né um fjölda tilvika þar sem úrskurðað var um umgengni eftir að fram komu ásakanir um ofbeldi sem taldar voru trúverðugar og studdar gögnum frá lögreglu, barnaverndaryfirvöldum eða meðferðaraðilum. Þannig er að miklu leyti á huldu hvernig sýslumannsembættið hefur túlkað ákvæði barnalaga í umgengnis- og dagsektarmálum eftir að barnalögum var breytt árið 2012 og skerpt á vernd barna gegn ofbeldi. 

Ekki liggja fyrr upplýsingar hjá embættinu um hvort eða hversu oft frá 2009 umgengni hefur alfarið verið hafnað vegna ofbeldishættu, sbr. 1. mgr. 47. gr. barnalaga, en sviðsstjóri fjölskyldusviðs hjá sýslumannsembættinu fullyrðir í svari við fyrirspurn Stundarinnar að slíkir úrskurðir séu „mjög fáir“.

Eins og fram kom í umfjöllun í síðasta blaði var á tímabilinu 1999 til 2009 aðeins einu sinni kveðinn upp úrskurður hjá Sýslumanninum í Reykjavík þar sem umgengni foreldris var talin andstæð hagsmunum barnsins.

Í því máli var deilt um umgengni föður við tvær dætur sínar og bentu gögn málsins, meðal annars álitsgerð frá sálfræðingi, sterklega til þess að faðirinn hefði beitt eldri systurina kynferðisofbeldi. Sýslumaður hafnaði beiðni föður um umgengni við hana en ákvað hins vegar að skikka yngri dótturina til umgengni við föðurinn undir eftirliti. 

Fram til ársins 2013 hafði ofbeldi föður gegn móður „almennt engin áhrif á umgengni“ samkvæmt úrskurðum sýslumanns auk þess sem börn voru þvinguð til að umgangast foreldri jafnvel þótt fyrir lægju sterkar vísbendingar – jafnvel refsidómar – um ofbeldi foreldris gegn viðkomandi barni, móður og/eða systkinum þess. Í einu málinu sem Stundin greindi frá var stúlka þvinguð til að umgangast föður sinn þótt hann hefði verið dæmdur fyrir að brjóta kynferðislega gegn henni.

Með breytingum sem gerðar voru á barnalögum árið 2012 var skerpt á vernd barna gegn ofbeldi og lögfest að við ákvörðun umgengni bæri sýslumanni skylda til að meta hættu á að barnið, foreldri eða aðrir á heimili barnsins hefðu orðið eða yrðu fyrir ofbeldi. Samkvæmt 1. mgr. 47. gr. barnalaga getur sýslumaður kveðið svo á að umgengnisréttar foreldris njóti ekki við ef hann telur að umgengni barns við foreldri sé andstæð hag og þörfum þess. 

Stundin óskaði eftir upplýsingum frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í þeim tilgangi að kanna áhrif lagabreytinganna á meðferð og niðurstöður umgengnismála. Spurt var um fjölda tilvika þar sem embættið hefði hafnað umgengni foreldris alfarið á þeim grundvelli að umgengni teljist andstæð hagsmunum barns vegna ofbeldishættu, sbr. 1. mgr. 47. gr. barnalaga. Stundin spurði einnig hve oft sýslumaður hefði úrskurðað um að foreldri ætti rétt til umgengni við barn sem foreldrið hefði verið dæmt fyrir ofbeldi gegn og um fjölda tilvika þar sem úrskurðað var um umgengni þrátt fyrir að ásakanir um ofbeldi gegn viðkomandi barni, foreldri, systkini eða systkinum hefðu verið metnar trúverðugar og studdar gögnum frá fagaðilum.

Fram kemur í svörum sýslumanns að upplýsingar um efnislegar niðurstöður úrskurða og rök fyrir þeim séu ekki skráðar í málaskrárkerfi embættisins og embættið geti ekki brugðist við fyrirspurninni með því að rýna í þá úrskurði sem kveðnir hafa verið upp undanfarin ár. 

„Um nákvæman fjölda úrskurða frá 2009, um að umgengnisréttar njóti ekki við, þar sem talin var hætta á ofbeldi, eru því ekki til upplýsingar, en fullyrða má að þeir eru mjög fáir. Sama á við um spurningar nr. 2 og 3, þeim er ekki hægt að svara, þar sem upplýsingar eru ekki til,“ segir í svarinu frá fjölskyldusviði Sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu. „Varðandi spurningu þína nr. 3 þá er það, eins og lýst var, verkefni sýslumanns að meta við uppkvaðningu úrskurðar, hvort hætta sé á að barn verði fyrir ofbeldi, þannig að trúverðugleiki fyrirliggjandi gagna er metinn af sýslumanni. Þó að ekki sé hægt að vísa til tölfræðiupplýsinga, er óhætt að segja að til eru tilvik, þar sem kveðnir hafa verið upp úrskurðir þar sem fyrir lágu ásakanir um ofbeldi og gögn því til stuðnings. Við uppkvaðningu úrskurðar við þær aðstæður ber sýslumanni að meta áhrif þessa á inntak umgengninnar og má í því samhengi nefna möguleika sýslumanns á að ákveða umgengi með eftirliti.“ 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Stjórnsýsla

Umboðsmaður taldi forræðið liggja hjá stjórnvaldinu en ekki ríkislögmanni
FréttirStjórnsýsla

Um­boðs­mað­ur taldi for­ræð­ið liggja hjá stjórn­vald­inu en ekki rík­is­lög­manni

Ákvörð­un­ar­vald um hvort bóta­skylda sé við­ur­kennd ligg­ur hjá því stjórn­valdi sem bóta­kröfu er beint að og stjórn­völd hafa for­ræði á kröfu­gerð, rök­semd­um og ágrein­ings­at­rið­um þeg­ar mál fara fyr­ir dóm­stóla. Þetta er af­staða um­boðs­manns Al­þing­is sam­kvæmt ábend­inga­bréfi sem hann sendi heil­brigð­is­ráð­herra ár­ið 2014, en for­sæt­is­ráðu­neyt­ið gaf út yf­ir­lýs­ingu á föstu­dag þar sem fram kom að rík­is­lög­mað­ur hefði „al­mennt for­ræði á kröfu­gerð og fram­setn­ingu henn­ar“.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár