Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Aðstandendur Hauks óttast að lík hans liggi á víðavangi

Mynd­ir sem sagð­ar eru sýna lík óbreyttra borg­ara á berangri birt­ar á net­inu. Að­stand­end­ur Hauks krefja for­sæt­is­ráð­herra og ut­an­rík­is­ráð­herra svara um hvort ekki eigi að krefja Tyrki um að fara að al­þjóða­lög­um.

Aðstandendur Hauks óttast að lík hans liggi á víðavangi
Krefja stjórnvöld svara Aðstandendur Hauks Hilmarssonar hafa krefjast þess að fá svör frá íslenskum stjórnvöldum um hvort farið hafi verið fram á við Tyrki að þeir leiti uppi lík á átakasvæðinu í Afrin og fari að alþjóðalögum um meðferð fallinna. Mynd: Af Facebook-síðu Benjamíns Julians

Aðstandendur Hauks Hilmarssonar, sem saknað er í Sýrlandi, hafa sent Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra opið bréf þar sem þau krefjast upplýsinga um aðgerðir íslenskra stjórnvalda við leitina að Hauki.

Tilefnið nú er að birst hafa myndir sem sagðar eru af líkum almennra borgara sem drepnir voru í Afrín-héraði fyrr á þessu ári. Á myndunum má sjá að líkin virðast liggja á víðavangi án þess að Tyrkir, sem hafa svæðið á sínu valdi, hafi annað hvort borið kennsl á þau eða í það minnsta veitt þeim útför.

Aðstandendur Hauks spyrja í bréfinu hvort íslensk stjórnvöld hafi beitt sér gagnvart Tyrkjum og NATÓ varðandi það að lík á svæðinu verði leituð uppi og þeim komið til aðstandenda. Ennfremur spyrja þeir hvort það sé „virkilega ætlun íslenskra stjórnvalda að krefja Tyrki ekki neinna svara um hugsanleg brot þeirra á alþjóðalögum í tengslum við mál Hauks Hilmarssonar.“

Stundin varar við myndum

Eva Hauksdóttir, móðir Hauks, birtir bréfið á vefsíðu sinni og þar eru jafnframt birtar myndir af líkum sem sögð eru hafa birst á heimasíðu stuðningsmanna Erdoğans Tyrklandsforseta fyrr í þessum mánuði. Eru myndirnar sagðar sýna lík almennra borgara sem látist hafi í árásum Tyrkja á Afrin-hérað. Stundin varar við myndunum sem birtar eru á síðu Evu.

Í bréfi aðstandenda Hauks segir að myndirnar styðji frásagnig heimamanna um að ekki sé búið að fara um svæðið og fjarlægja þaðan lík fallinna. „Nú hefur okkur borist til eyrna að verið sé að reyna að semja við Tyrki um að fá að leita að líkum. Það ætti þó að vera sjálfsagt mál, en ekki samningsatriði. Samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum ber aðilum að stríðsátökum að hirða lík og veita þeim viðeigandi meðferð tafarlaust, sbr. t.d. 15. gr. Genfarsamnings frá 1949, um bætta meðferð særðra og sjúkra hermanna. Er þvi vandséð annað en að hér séu bandamenn ykkar Tyrkir að brjóta gegn alþjóðasáttmálum um framferði í stríði.“

Í bréfinu segir enn fremur að meintar staðhæfingar tyrkneskra yfirvalda um að Haukur sé hvergi á skrá hjá þeim séu ekki nein sönnun þess að hann sé ekki í haldi þeirra þrátt fyrir það. Tyrkir hafi verið harðlega gagnrýndir fyrir að láta fók hverfa, meðal annars af Mannréttindadómstóli Evrópu. „En ef Haukur er á annað borð látinn þá eiga aðstandendur hans heimtingu á því að líkið sé meðhöndlað í samræmi við alþjóðalög.“

Segja rök utanríkisráðuneytisins fráleit

Þá segir enn fremur að það að tyrknesk stjórnvöld neiti að þau hafi lík Hauks undir höndum stangist á við fréttir tyrkneskra fjölmiðla frá því í mars, þar sem því var haldið fram að lík hans yrði sent heim til Íslands. „Eins og ykkur mun kunnugt um hafa ráðuneyti ykkar synjað óskum fjölskyldu og vina Hauks um að leita skýringa á þeim fréttum. Starfsmenn ykkar skýla sér á bak við þau fráleitu rök að íslensk stjórnvöld hafi ekki rannsóknarheimildir í Tyrklandi, rétt eins og einföld fyrirspurn um efni fréttar eigi eitthvað skylt við lögreglurannsókn. Á sömu forsendum hafa starfsmenn ykkar neitað að spyrja tyrknesk stjórnvöld hvort búið sé að hirða lík af svæðinu. Sé það rétt sem tyrknesk stjórnvöld segja, að þau hafi lík Hauks ekki undir höndum, gæti verið að það sé í fjöldagröf eða undir rúst af eina mannvirkinu á svæðinu þar sem sagt er að hann hafi verið drepinn. Líklegast er þó, samkvæmt frásögnum íbúa Afrín og myndum sem nú eru í dreifingu á samfélagsmiðlum, að lík hans liggi á víðavangi, óvarið ágangi dýra.“

Bréfið enda aðstandendur Hauks á þremur spurningum til forsætisráðherra og utanríkisráðherra.

  1. Ætlið þið enn að halda því fram að þið GETIÐ EKKI haft samband við tyrknesk stjórnvöld og spurt þau að minnsta kosti að því hvort þau hafi staðið við þá skyldu sína að hirða lík af svæðinu, og ef ekki, hversvegna þau telji sér stætt á því?
  2. Hafið þið beitt ykkur gagnvart NATO, sem þið sem ríkisstjórn eruð hluti af, og krafist þess að bandalagið gangi hart að tyrkneskum yfirvöldum með kröfu um að þau sinni þeirri skyldu sinni að leita uppi öll lík á svæðinu og koma þeim til aðstandenda?  Ef svo er, með hvaða hætti?  Ef ekki, hvers vegna ekki?
  3. Ef það er virkilega ætlun íslenskra stjórnvalda að krefja Tyrki ekki neinna svara um hugsanleg brot þeirra á alþjóðalögum í tengslum við mál Hauks Hilmarssonar – hvað þarf þá eiginlega til þess að ykkur finnist slík afskipti viðeigandi? Væri afstaða ykkar önnur ef faðir Hauks héti ekki Hilmar Bjarnason, heldur Bjarni Benediktsson eða ef móðir hans væri ekki pistlahöfundur heldur forsætisráðherra?

Með ósk um skjót svör og afdráttarlaus
Hilmar Bjarnason, Fatima Hossaini, Darri Hilmarsson og Eva Hauksdóttir 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár