Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Líf útilokar Sjálfstæðisflokk og Miðflokk

Stefna flokk­anna tveggja al­gjör­lega ósam­rýman­leg við stefnu Vinstri grænna. Seg­ir drauma­stöð­una að Vinstri græn og Sam­fylk­ing­in fái hrein­an meiri­hluta. Gæti séð fyr­ir sér sam­starf við Sósí­al­ista­flokk­inn

Líf útilokar Sjálfstæðisflokk og Miðflokk
Sósíalistaflokkurinn kæmi til greina Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, útilokar samstarf við Sjálfstæðisflokkinn eða Miðflokkinn. Til greina kæmi að vinna með Sósíalistaflokknum, fái flokkurinn kjörna fulltrúa í borgarstjórn. Mynd: Heiða Helgadóttir

Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, útilokar samstarf við Sjálfstæðisflokk og Miðflokk að afloknum borgarstjórnarkosningum. Stefna flokkanna sé ósamrýmanleg við stefnu Vinstri grænna. Líf segist ánægð með samstarf núverandi meirihluta og vilja halda áfram að vinna að þeim verkefnum sem hafi verið hrint af stað í því samstarfi.

Þetta kemur fram í úttekt á kosningaloforðum Vinstri grænna, og efndum þeirra, í nýjasta tölublaði Stundarinnar sem kom út í dag. Þar er rakið að Vinstri græn gáfu eftir stærsta kosningaloforð sitt, um að leikskólar, grunnskólar og frístundaheimili borgarinnar skyldu verða gjaldfrjáls, strax við myndun borgarstjórnarmeirihlutans að afloknum kosningum 2014. Loforð flokksins fyrir kosningarnar nú eru í heildina mun hófstilltari en var fyrir fjórum árum.

„Mér finnst Píratar vera mjög loðnir í tilsvörum“ 

Líf er spurð að því hvaða samstarfskosti hún sjái fyrir sér, komist Vinstri græn í aðstöðu til að taka þátt í meirihlutasamstarfi að nýju. Hún leggur áherslu á að starfa áfram með Samfylkingunni. „Ég sé fyrir mér að VG og Samfylkingin verði burðarás í næsta meirihluta. Bæði ég og Dagur höfum gefið það út að við viljum starfa áfram saman. Draumastaðan er sú að þessir tveir flokkar fái hreinan meirihluta. Mér finnst Píratar vera mjög loðnir í tilsvörum og hafi ekki verið jafn afdráttarlaus í því að vilja starfa áfram í þessum meirihluta og við.“

Þurfi hins vegar að bæta við samstarfsflokkum segist Líf ekki búin að sjá fyrir sér hvaða flokkar það geti orðið. „Stefnumarkmið Sósíalistaflokksins eru um margt áþekk því sem við í VG leggjum áherslu á, þannig að ég get alveg séð fyrir mér að við myndum vilja starfa með Sósíalistum í borgarstjórn.“

Spurð hvort hún útiloki samstarf við Sjálfstæðisflokk og Miðflokk, líkt og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gerði í síðasta tölublaði Stundarinnar, svarar Líf: „Já, eins og stefna þeirra er þá geri ég það.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
1
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
3
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár