Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Líf útilokar Sjálfstæðisflokk og Miðflokk

Stefna flokk­anna tveggja al­gjör­lega ósam­rýman­leg við stefnu Vinstri grænna. Seg­ir drauma­stöð­una að Vinstri græn og Sam­fylk­ing­in fái hrein­an meiri­hluta. Gæti séð fyr­ir sér sam­starf við Sósí­al­ista­flokk­inn

Líf útilokar Sjálfstæðisflokk og Miðflokk
Sósíalistaflokkurinn kæmi til greina Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna, útilokar samstarf við Sjálfstæðisflokkinn eða Miðflokkinn. Til greina kæmi að vinna með Sósíalistaflokknum, fái flokkurinn kjörna fulltrúa í borgarstjórn. Mynd: Heiða Helgadóttir

Líf Magneudóttir, oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, útilokar samstarf við Sjálfstæðisflokk og Miðflokk að afloknum borgarstjórnarkosningum. Stefna flokkanna sé ósamrýmanleg við stefnu Vinstri grænna. Líf segist ánægð með samstarf núverandi meirihluta og vilja halda áfram að vinna að þeim verkefnum sem hafi verið hrint af stað í því samstarfi.

Þetta kemur fram í úttekt á kosningaloforðum Vinstri grænna, og efndum þeirra, í nýjasta tölublaði Stundarinnar sem kom út í dag. Þar er rakið að Vinstri græn gáfu eftir stærsta kosningaloforð sitt, um að leikskólar, grunnskólar og frístundaheimili borgarinnar skyldu verða gjaldfrjáls, strax við myndun borgarstjórnarmeirihlutans að afloknum kosningum 2014. Loforð flokksins fyrir kosningarnar nú eru í heildina mun hófstilltari en var fyrir fjórum árum.

„Mér finnst Píratar vera mjög loðnir í tilsvörum“ 

Líf er spurð að því hvaða samstarfskosti hún sjái fyrir sér, komist Vinstri græn í aðstöðu til að taka þátt í meirihlutasamstarfi að nýju. Hún leggur áherslu á að starfa áfram með Samfylkingunni. „Ég sé fyrir mér að VG og Samfylkingin verði burðarás í næsta meirihluta. Bæði ég og Dagur höfum gefið það út að við viljum starfa áfram saman. Draumastaðan er sú að þessir tveir flokkar fái hreinan meirihluta. Mér finnst Píratar vera mjög loðnir í tilsvörum og hafi ekki verið jafn afdráttarlaus í því að vilja starfa áfram í þessum meirihluta og við.“

Þurfi hins vegar að bæta við samstarfsflokkum segist Líf ekki búin að sjá fyrir sér hvaða flokkar það geti orðið. „Stefnumarkmið Sósíalistaflokksins eru um margt áþekk því sem við í VG leggjum áherslu á, þannig að ég get alveg séð fyrir mér að við myndum vilja starfa með Sósíalistum í borgarstjórn.“

Spurð hvort hún útiloki samstarf við Sjálfstæðisflokk og Miðflokk, líkt og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gerði í síðasta tölublaði Stundarinnar, svarar Líf: „Já, eins og stefna þeirra er þá geri ég það.“

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár