Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Frambjóðandi Kvennahreyfingarinnar vildi kristna grunnskóla

Seg­ir ver­una í Hvíta­sunnu­söfn­uð­in­um hafa stjórn­að af­stöðu sinni. Er trú­laus í dag.

Frambjóðandi Kvennahreyfingarinnar vildi kristna grunnskóla
Var á kafi í Hvítasunnusöfnuðinum Steinunn Ýr Einarsdóttir, frambjóðandi Kvennahreyfingarinnar, lagði til í BA-ritgerðinni sinni árið 2012 að komið yrði á fót kristnum grunnskóla. Á þeim tíma var hún á kafi í Hvítasunnusöfnuðinum og segir það hafa litað alla sína afstöðu. Steinunn er trúlaus í dag og hefur kúvent afstöðu sinni. Mynd: Kári Sverrisson

Frambjóðandi Kvennahreyfingarinnar lagði til í BA-ritgerð sinni árið 2012 að á fót yrði komið kristnum grunnskóla í Reykjavík. Fullt tilefni væri til þess vegna breytinga sem orðið hefðu á stefnu borgarinnar varðandi kristinfræðslu og kirkjuferðir hjá grunnskólabörnum. Réttur foreldra, sem ekki vildu að börn þeirra hlytu kristið uppeldi í grunnskólum, hefði fengið að trompa rétt kristinna foreldra. Umræddur frambjóðandi, Steinunn Ýr Einarsdóttir, segist í samtali við Stundina hafa kúvent afstöðu sinni, hún hafi verið á kafi í Hvítasunnusöfnuðinum á þessum tíma sem hafi litað alla hennar afstöðu.

Steinunn skipar annað sæti á lista Kvennahreyfingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Í ritgerðinni setti hún á svið grunnskóla fyrir yngstu bekki sem byggði á kristnum grundvelli, sem gæfi „fjölskyldum kost á að mennta barn sitt í skóla sem byggir á kristnum grundvelli þar sem trúin er metin sem lífsgæði og grundvöllur lífsmótunar. Þar er trúnni á Guð gefið rými til að blómstra …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár