Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Spyr hvort mál Braga sé „stormur í vatnsglasi“ og gengið hafi verið of langt

Þátt­ar­stjórn­and­inn Eg­ill Helga­son seg­ir að marg­ir séu orðn­ir býsna þreytt­ir á um­ræðu um mál Braga Guð­brands­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu.

Spyr hvort mál Braga sé „stormur í vatnsglasi“ og gengið hafi verið of langt
Egill Helgason Annar þáttastjórnandi Silfursins spyr hvort umræðan hafi gengið of langt í máli forstjóra Barnaverndarstofu. Mynd: RÚV

Egill Helgason, stjórnandi umræðuþáttarins Silfursins í sjónvarpi Ríkisútvarpsins, lýsti í gær umfjöllun Stundarinnar og annarra fjölmiðla um mál Braga Guðbrandssonar sem svo að málið hefði „tröllriðið fjölmiðlum“, að það hefði verið „býsna hart rekið í Stundinni“. Margir væru orðnir „býsna þreyttir á því“.

Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, gagnrýnir Egil og viðmælendur hans fyrir að setja hag embættismanns í forgrunn fremur en hag barna.

Í síðustu forsíðuumfjöllun Stundarinnar var greint frá því að Bragi Guðbrandsson, sem er í leyfi sem forstjóri Barnaverndarstofu, hefði beitt sér fyrir því að prestssonur fengi að umgangast dætur sínar sem barnaverndarnefnd hafði skömmu áður vísað í Barnahús vegna gruns um kynferðislega misnotkun af hendi föðurins. 

Þá kom fram að Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra hefði vitað af málinu en láðst að greina þinginu frá því. Í kjölfar fréttaflutningsins viðurkenndi félagsmálaráðherra að velferðarráðuneytið hefði komist að þeirri niðurstöðu að Bragi hefði farið út fyrir starfssvið sitt og hann hefði fengið tilmæli vegna málsins. Hvorki ríkisstjórninni né Alþingi var þó greint frá því. 

Um leið og Bragi hlutaðist til um meðferð málsins hjá barnaverndarnefnd átti hann ítrekuð samskipti við föður mannsins, Þjóðkirkjuprest sem er málkunnugur Braga frá því þeir störfuðu báðir við barnaverndarmál. Meðal annars var byggt á orðum Braga þegar Sýslumaðurinn í Reykjavík ákvað að leggja dagssektir á móður stúlknanna vegna þess að hún heimilaði ekki föðurnum að umgangast þær. Síðar var úrskurði sýslumanns snúið við, meðal annars á þeim grundvelli að meint kynferðisbrot væru enn til skoðunar. 

„Stormur í vatnsglasi“

Egill velti því fyrir sér í þættinum hvort málið væri „bara stormur í vatnsglasi“ og spurði hvort það hefði „gengið of langt“. Viðmælendur hans voru þó þeirrar skoðunar að vinnubrögð Braga væru í anda „gamla Íslands“ og ekki í anda þess sem ætlast væri til af stjórnsýslunni í dag.

Viðmælendur Egils í þættinum voru þau Friðjón Friðjónsson, framkvæmdastjóri almannatengslafyrirtækisins KOM; Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Hringbrautar og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar; Sigurjón M. Egilsson fjölmiðlamaður og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar. Rétt er að taka fram að Þóra Kristín hefur skrifað fréttir og greinar fyrir Stundina síðustu mánuði.

Í þættinum kom til umræðu mál Braga sem Stundin hefur fjallað ítarlega um upp á síðkastið. Egill setti tóninn og hóf umræðuna á þann veg að málið hefði verið býsna hart rekið og margir væru orðnir þreyttir á því. Sigurjón tók lítt þátt í umræðunni enda gerði hann í upphafi grein fyrir því að tengdadóttir hans væri starfandi forstjóri Barnaverndarstofu. Hann tiltók hins vegar sérstaklega að hvað varði afhendingu gagna þeirra sem Stundin og RÚV fengu í hendur í síðustu viku, og hafa orðið tilefni til þess að bæði Persónuvernd og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hyggjast skoða þann gjörning, að hann væri sannfærður um að tengdadóttir sín, Heiða Björg Pálmadóttir, hefði verið að sinna lagaskyldu sinni samkvæmt upplýsingalögum.

Þóra Kristín sagði að málið horfði þannig við henni að þetta væri dæmi um gamla Ísland, þarna væri embættismaður sem lengi hefði setið á stóli og hnippti í kunningja sína til að ganga í málin. „Við þekkjum þetta, þetta er afskaplega óheppilegt þar sem að konur og börn eru undir í svona viðkvæmum málaflokki eins og barnaverndarmálum að það sé hægt að benda á það að kunningjar séu að hringja í kunningja og biðja um einhverja greiða.“ Bætti Þóra Kristín því við að þetta væri vond stjórnsýsla og benti enn fremur á að Bragi væri langt því frá óumdeildur embættismaður.

Fór með staðleysu um samskipti við ömmu barnanna

Sigmundur Ernir sagði hins vegar að alltaf væru tvær hliðar á svona málum, rétt eins Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra sagði í Kastljósviðtali á dögunum. „Forstjóri Barnaverndarstofu getur aldrei setið á friðarstóli. Þetta eru svo ofurviðkvæm mál sem þarna eru og hann er náttúrulega settur í mjög erfiða stöðu andspænis þingnefndinni þegar hann þarf að verja sig án þess að geta lagt rökin fram á borðið,“ sagði hann. Rétt er að taka fram að ákveðið var að hafa fund Braga með velferðarnefnd lokaðan svo Bragi gæti lagt rök fram á borðið. Þá sagði Sigmundur að alltaf yrði „stormur í þessu vatnsglasi“ og að mál sem þessi einkenndust fyrst og fremst af hatri.

Friðjón sagði blasa við að málið væri allt afar sorglegt. „Þarna er dauðvona amma að biðja um að fá að umgangast barnabörn og fær það ekki,“ sagði Friðjón. Í umfjöllun Stundarinnar hefur hins vegar komið fram að afa og ömmu barnanna bauðst að hitta stúlkurnar en vildu það ekki nema faðir stúlknanna yrði einnig viðstaddur, þrátt fyrir að Barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar hefði ráðlagt móðurinni að halda stúlkunum í „öruggu skjóli“ meðan meint kynferðisbrot föður væru rannsökuð. 

Friðjón bætti enn fremur við að það vekti athygli að málið sem Stundin hefur fjallað um kæmi fram í dagsljósið þegar ljóst væri að bjóða ætti Braga fram í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna og gerði því skóna að einhverjir andstæðingar Braga vildu ekki una honum þess að fá þá stöðu.

Þá sagði Friðjón að þótt innkoma Braga í barnaverndarmálið í Hafnafirði væri „með gömlum hætti“ og „ekki það sem við ætlumst til af stjórnsýslunni í dag“, væri það „eitt það besta við Ísland að það er hægt að redda hlutunum.“

Umræðan í þættinum vakti all nokkra athygli á samfélagsmiðlum. Þannig skrifaði Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, hagsmunasamtaka kvenna með vímuefnavanda, harðorða færslu á Facebook-síðu sína, þar sem hún gagnrýndi að viðmælendur í þættinum gerðu lítið úr málinu og litu meðal annars fram hjá þætti velferðarráðherra í því. „Framlag Egils til umræðunnar var aðallega fólgið í því að gera lítið úr málinu,“ segir hún. Kristín endar færsluna svo: „Svona fréttaskýring er einfaldlega algjörlega óásættanleg hjá RÚV.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
1
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.
Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI ævaforn rómversk kveðja
2
Flækjusagan

Nei, Hitlers-kveðja Musks var EKKI æva­forn róm­versk kveðja

Hin við­ur­styggi­lega nas­ista­kveðja Elons Musks dag­inn sem Don­ald Trump var sett­ur í embætti hef­ur að von­um vak­ið mikla at­hygli. Kannski ekki síst vegna þess að kveðj­una lét Musk flakka úr ræðu­stól sem var ræki­lega merkt­ur for­seta Banda­ríkj­anna. Hin fasíska til­hneig­ing margra áhang­enda Trumps hef­ur aldrei fyrr birst á jafn aug­ljós­an hátt — enda lét Musk sér ekki nægja að heilsa...
Sigmundur Davíð ver Musk með hæpnum samanburði
3
Greining

Sig­mund­ur Dav­íð ver Musk með hæpn­um sam­an­burði

Á með­an að öfga­menn og nýnas­ist­ar víða um heim upp­lifa vald­efl­ingu og við­ur­kenn­ingu og fagna an­kanna­legri kveðju Elons Musks spyr fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands hvort ís­lensk­ir fjöl­miðl­ar ætli í al­vöru að flytja þá fals­frétt að handa­hreyf­ing sem leit út eins og nas­ista­kveðja, frá manni sem veit­ir öfga­full­um sjón­ar­mið­um vængi flesta daga, hafi ver­ið nas­ista­kveðja.
Yfirgangstal með óþægilega hliðstæðu
4
StjórnmálBandaríki Trumps

Yf­ir­gangstal með óþægi­lega hlið­stæðu

Embætt­i­staka Don­alds Trumps vek­ur upp spurn­ing­ar sem við Ís­lend­ing­ar þurf­um að hugsa alla leið, með­al ann­ars í ljósi yf­ir­lýs­inga hans gagn­vart Græn­landi og Kan­ada, seg­ir Frið­jón R. Frið­jóns­son borg­ar­full­trúi. Hann kveðst einnig hafa „óþæg­inda­til­finn­ingu“ gagn­vart því að vellauð­ug­ir tækni­brós­ar hjúfri sig upp að Trump, sem nú fer á ný með fram­kvæmda­vald­ið í lang­vold­ug­asta ríki heims.
Birkir tapaði fyrir ríkinu í Strassborg
6
Fréttir

Birk­ir tap­aði fyr­ir rík­inu í Strass­borg

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu hafn­aði öll­um kæru­lið­um Birk­is Krist­ins­son­ar vegna máls­með­ferð­ar fyr­ir ís­lensk­um dóm­stól­um. Birk­ir var dæmd­ur til fang­elsis­vist­ar í Hæsta­rétt­ið ár­ið 2015 vegna við­skipta Glitn­is en hann var starfs­mað­ur einka­banka­þjón­ustu hans. MDE taldi ís­lenska rík­ið hins veg­ar hafa brot­ið gegn rétti Jó­hann­es­ar Bald­urs­son­ar til rétt­látr­ar máls­með­ferð­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
3
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.
Það rís úr djúpinu 1: Gríðarlegt vatnsmagn leynist á 660 kílómetra dýpi, og demantar
4
Flækjusagan

Það rís úr djúp­inu 1: Gríð­ar­legt vatns­magn leyn­ist á 660 kíló­metra dýpi, og dem­ant­ar

Fyr­ir fá­ein­um dög­um birti vef­rit­ið Science Al­ert fregn um rann­sókn, sem raun­ar var gerð ár­ið 2022, en hef­ur ekki far­ið hátt fyrr en nú. Hér er frá­sögn Science Al­ert. Rann­sak­að­ur var ör­lít­ill dem­ant­ur sem fund­ist hafði í dem­antanámu í rík­inu Bótsvana í suð­ur­hluta Afr­íku. Hér er sagt frá þeirri rann­sókn í vef­rit­inu Nature.com. Í ljós kom að dem­ant­ur­inn hafði mynd­ast...
Fyrsta barnið fætt á Seyðisfirði í yfir 30 ár - „Fór allt á besta veg miðað við aðstæður“
6
Fréttir

Fyrsta barn­ið fætt á Seyð­is­firði í yf­ir 30 ár - „Fór allt á besta veg mið­að við að­stæð­ur“

Fyrsta barn­ið í yf­ir þrjá ára­tugi fædd­ist á Seyð­is­firði í dag eft­ir snjó­þunga nótt þar sem Fjarð­ar­heið­in var ófær. Varð­skip­ið Freyja var einnig til taks ef flytja þyrfti móð­ur­ina á Nes­kaups­stað. „Þetta er enn ein áminn­ing­in um ör­ygg­is­leys­ið sem við bú­um við,“ seg­ir ný­bök­uð móð­ir­in.

Mest lesið í mánuðinum

Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
1
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
2
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
5
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár