Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Spyr hvort mál Braga sé „stormur í vatnsglasi“ og gengið hafi verið of langt

Þátt­ar­stjórn­and­inn Eg­ill Helga­son seg­ir að marg­ir séu orðn­ir býsna þreytt­ir á um­ræðu um mál Braga Guð­brands­son­ar, fyrr­ver­andi for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu.

Spyr hvort mál Braga sé „stormur í vatnsglasi“ og gengið hafi verið of langt
Egill Helgason Annar þáttastjórnandi Silfursins spyr hvort umræðan hafi gengið of langt í máli forstjóra Barnaverndarstofu. Mynd: RÚV

Egill Helgason, stjórnandi umræðuþáttarins Silfursins í sjónvarpi Ríkisútvarpsins, lýsti í gær umfjöllun Stundarinnar og annarra fjölmiðla um mál Braga Guðbrandssonar sem svo að málið hefði „tröllriðið fjölmiðlum“, að það hefði verið „býsna hart rekið í Stundinni“. Margir væru orðnir „býsna þreyttir á því“.

Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda, gagnrýnir Egil og viðmælendur hans fyrir að setja hag embættismanns í forgrunn fremur en hag barna.

Í síðustu forsíðuumfjöllun Stundarinnar var greint frá því að Bragi Guðbrandsson, sem er í leyfi sem forstjóri Barnaverndarstofu, hefði beitt sér fyrir því að prestssonur fengi að umgangast dætur sínar sem barnaverndarnefnd hafði skömmu áður vísað í Barnahús vegna gruns um kynferðislega misnotkun af hendi föðurins. 

Þá kom fram að Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra hefði vitað af málinu en láðst að greina þinginu frá því. Í kjölfar fréttaflutningsins viðurkenndi félagsmálaráðherra að velferðarráðuneytið hefði komist að þeirri niðurstöðu að Bragi hefði farið út fyrir starfssvið sitt og hann hefði fengið tilmæli vegna málsins. Hvorki ríkisstjórninni né Alþingi var þó greint frá því. 

Um leið og Bragi hlutaðist til um meðferð málsins hjá barnaverndarnefnd átti hann ítrekuð samskipti við föður mannsins, Þjóðkirkjuprest sem er málkunnugur Braga frá því þeir störfuðu báðir við barnaverndarmál. Meðal annars var byggt á orðum Braga þegar Sýslumaðurinn í Reykjavík ákvað að leggja dagssektir á móður stúlknanna vegna þess að hún heimilaði ekki föðurnum að umgangast þær. Síðar var úrskurði sýslumanns snúið við, meðal annars á þeim grundvelli að meint kynferðisbrot væru enn til skoðunar. 

„Stormur í vatnsglasi“

Egill velti því fyrir sér í þættinum hvort málið væri „bara stormur í vatnsglasi“ og spurði hvort það hefði „gengið of langt“. Viðmælendur hans voru þó þeirrar skoðunar að vinnubrögð Braga væru í anda „gamla Íslands“ og ekki í anda þess sem ætlast væri til af stjórnsýslunni í dag.

Viðmælendur Egils í þættinum voru þau Friðjón Friðjónsson, framkvæmdastjóri almannatengslafyrirtækisins KOM; Sigmundur Ernir Rúnarsson, ritstjóri Hringbrautar og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar; Sigurjón M. Egilsson fjölmiðlamaður og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar. Rétt er að taka fram að Þóra Kristín hefur skrifað fréttir og greinar fyrir Stundina síðustu mánuði.

Í þættinum kom til umræðu mál Braga sem Stundin hefur fjallað ítarlega um upp á síðkastið. Egill setti tóninn og hóf umræðuna á þann veg að málið hefði verið býsna hart rekið og margir væru orðnir þreyttir á því. Sigurjón tók lítt þátt í umræðunni enda gerði hann í upphafi grein fyrir því að tengdadóttir hans væri starfandi forstjóri Barnaverndarstofu. Hann tiltók hins vegar sérstaklega að hvað varði afhendingu gagna þeirra sem Stundin og RÚV fengu í hendur í síðustu viku, og hafa orðið tilefni til þess að bæði Persónuvernd og Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hyggjast skoða þann gjörning, að hann væri sannfærður um að tengdadóttir sín, Heiða Björg Pálmadóttir, hefði verið að sinna lagaskyldu sinni samkvæmt upplýsingalögum.

Þóra Kristín sagði að málið horfði þannig við henni að þetta væri dæmi um gamla Ísland, þarna væri embættismaður sem lengi hefði setið á stóli og hnippti í kunningja sína til að ganga í málin. „Við þekkjum þetta, þetta er afskaplega óheppilegt þar sem að konur og börn eru undir í svona viðkvæmum málaflokki eins og barnaverndarmálum að það sé hægt að benda á það að kunningjar séu að hringja í kunningja og biðja um einhverja greiða.“ Bætti Þóra Kristín því við að þetta væri vond stjórnsýsla og benti enn fremur á að Bragi væri langt því frá óumdeildur embættismaður.

Fór með staðleysu um samskipti við ömmu barnanna

Sigmundur Ernir sagði hins vegar að alltaf væru tvær hliðar á svona málum, rétt eins Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra sagði í Kastljósviðtali á dögunum. „Forstjóri Barnaverndarstofu getur aldrei setið á friðarstóli. Þetta eru svo ofurviðkvæm mál sem þarna eru og hann er náttúrulega settur í mjög erfiða stöðu andspænis þingnefndinni þegar hann þarf að verja sig án þess að geta lagt rökin fram á borðið,“ sagði hann. Rétt er að taka fram að ákveðið var að hafa fund Braga með velferðarnefnd lokaðan svo Bragi gæti lagt rök fram á borðið. Þá sagði Sigmundur að alltaf yrði „stormur í þessu vatnsglasi“ og að mál sem þessi einkenndust fyrst og fremst af hatri.

Friðjón sagði blasa við að málið væri allt afar sorglegt. „Þarna er dauðvona amma að biðja um að fá að umgangast barnabörn og fær það ekki,“ sagði Friðjón. Í umfjöllun Stundarinnar hefur hins vegar komið fram að afa og ömmu barnanna bauðst að hitta stúlkurnar en vildu það ekki nema faðir stúlknanna yrði einnig viðstaddur, þrátt fyrir að Barnaverndarnefnd Hafnarfjarðar hefði ráðlagt móðurinni að halda stúlkunum í „öruggu skjóli“ meðan meint kynferðisbrot föður væru rannsökuð. 

Friðjón bætti enn fremur við að það vekti athygli að málið sem Stundin hefur fjallað um kæmi fram í dagsljósið þegar ljóst væri að bjóða ætti Braga fram í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna og gerði því skóna að einhverjir andstæðingar Braga vildu ekki una honum þess að fá þá stöðu.

Þá sagði Friðjón að þótt innkoma Braga í barnaverndarmálið í Hafnafirði væri „með gömlum hætti“ og „ekki það sem við ætlumst til af stjórnsýslunni í dag“, væri það „eitt það besta við Ísland að það er hægt að redda hlutunum.“

Umræðan í þættinum vakti all nokkra athygli á samfélagsmiðlum. Þannig skrifaði Kristín I. Pálsdóttir, talskona Rótarinnar, hagsmunasamtaka kvenna með vímuefnavanda, harðorða færslu á Facebook-síðu sína, þar sem hún gagnrýndi að viðmælendur í þættinum gerðu lítið úr málinu og litu meðal annars fram hjá þætti velferðarráðherra í því. „Framlag Egils til umræðunnar var aðallega fólgið í því að gera lítið úr málinu,“ segir hún. Kristín endar færsluna svo: „Svona fréttaskýring er einfaldlega algjörlega óásættanleg hjá RÚV.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
Á vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár