Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Milljón tonn af úrgangi á Íslandi

Magn af úr­gangi jókst um 23% á milli ár­anna 2015 og 2016 og fór yf­ir millj­ón tonn. Hver lands­mað­ur los­ar 660 kíló­grömm af heim­il­isúr­gangi á ári. Markmið um end­ur­vinnslu eru langt frá því að nást.

Milljón tonn af úrgangi á Íslandi
Ársfundur Umhverfisstofnunar Fram kom í ársskýrslu að magn úrgangs hefur aukist verulega.

Yfir milljón tonn af úrgangi féllu til á Íslandi árið 2016. Magnið var 870 þúsund tonn árið áður og var aukningin milli ára 23%. Heimilisúrgangur hefur einnig aukist, en Íslendingar eru langt frá því að ná markmiðum um endurvinnslu. Þetta kemur fram í ársskýrslu Umhverfisstofnunar, sem kynnt var á ársfundi í morgun.

Aukningin er mun meiri en milli áranna 2014 og 2015, en þá reyndist hún tæp 7%. Mesta aukningin varð í jarðvegs–, jarðefna– og óvirkum úrgangi, sem fylgir líklega auknum umsvifum í byggingariðnaði. Jókst magn úrgangs frá þessum flokkum um yfir 135 þúsund tonn á einu ári.

Heimilisúrgangur sífellt meiri og endurvinnsla lítil

„Ef rýnt er í tölurnar kemur í ljós að magn heimilisúrgangs jókst einnig mikið á milli ára, hvort tveggja blandaðs heimilisúrgangs og flokkaðs,“ segir í ársskýrslunni. „Magn heimilisúrgangs er gjarnan notað sem vísbending um neyslu og kaupmátt almennings og það er yfirleitt notað þegar úrgangsmagn er borið saman á milli landa. Á milli áranna 2016 og 2015 jókst heimilisúrgangur um 13% og er staðan orðin sú að hver landsmaður losar sig að jafnaði við 660 kg af heimilisúrgangi á ári.“

Þegar heimilisúrgangur er skoðaður sérstaklega er hlutur förgunar 61%, en endurvinnslu aðeins 33%. „Í þessu samhengi má benda á að í gildi er markmið fyrir árið 2020 um 50% endurvinnslu heimilisúrgangs, auk markmiðs um að draga úr urðun lífræns heimilisúrgangs, og að endurvinnsla heimilisúrgangs í ríkjum Evrópusambandsins er að jafnaði 45%,“ segir í skýrslunni. „Þróunin frá urðun yfir í endurvinnslu gengur því of hægt á Íslandi og þarf að leggjast á árar svo markmiðin náist. Það ber að líta til þess að framtíðin felur í sér sífellt aukna kröfu um að halda auðlindum jarðar í hringrás með endurvinnslu svo þessi markmið munu verða enn strangari. Til að svara kallinu um hringrásarhagkerfi þarf Ísland því að draga verulega úr urðun úrgangs og leita tækifæra í aukinni endurvinnslu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár