Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Milljón tonn af úrgangi á Íslandi

Magn af úr­gangi jókst um 23% á milli ár­anna 2015 og 2016 og fór yf­ir millj­ón tonn. Hver lands­mað­ur los­ar 660 kíló­grömm af heim­il­isúr­gangi á ári. Markmið um end­ur­vinnslu eru langt frá því að nást.

Milljón tonn af úrgangi á Íslandi
Ársfundur Umhverfisstofnunar Fram kom í ársskýrslu að magn úrgangs hefur aukist verulega.

Yfir milljón tonn af úrgangi féllu til á Íslandi árið 2016. Magnið var 870 þúsund tonn árið áður og var aukningin milli ára 23%. Heimilisúrgangur hefur einnig aukist, en Íslendingar eru langt frá því að ná markmiðum um endurvinnslu. Þetta kemur fram í ársskýrslu Umhverfisstofnunar, sem kynnt var á ársfundi í morgun.

Aukningin er mun meiri en milli áranna 2014 og 2015, en þá reyndist hún tæp 7%. Mesta aukningin varð í jarðvegs–, jarðefna– og óvirkum úrgangi, sem fylgir líklega auknum umsvifum í byggingariðnaði. Jókst magn úrgangs frá þessum flokkum um yfir 135 þúsund tonn á einu ári.

Heimilisúrgangur sífellt meiri og endurvinnsla lítil

„Ef rýnt er í tölurnar kemur í ljós að magn heimilisúrgangs jókst einnig mikið á milli ára, hvort tveggja blandaðs heimilisúrgangs og flokkaðs,“ segir í ársskýrslunni. „Magn heimilisúrgangs er gjarnan notað sem vísbending um neyslu og kaupmátt almennings og það er yfirleitt notað þegar úrgangsmagn er borið saman á milli landa. Á milli áranna 2016 og 2015 jókst heimilisúrgangur um 13% og er staðan orðin sú að hver landsmaður losar sig að jafnaði við 660 kg af heimilisúrgangi á ári.“

Þegar heimilisúrgangur er skoðaður sérstaklega er hlutur förgunar 61%, en endurvinnslu aðeins 33%. „Í þessu samhengi má benda á að í gildi er markmið fyrir árið 2020 um 50% endurvinnslu heimilisúrgangs, auk markmiðs um að draga úr urðun lífræns heimilisúrgangs, og að endurvinnsla heimilisúrgangs í ríkjum Evrópusambandsins er að jafnaði 45%,“ segir í skýrslunni. „Þróunin frá urðun yfir í endurvinnslu gengur því of hægt á Íslandi og þarf að leggjast á árar svo markmiðin náist. Það ber að líta til þess að framtíðin felur í sér sífellt aukna kröfu um að halda auðlindum jarðar í hringrás með endurvinnslu svo þessi markmið munu verða enn strangari. Til að svara kallinu um hringrásarhagkerfi þarf Ísland því að draga verulega úr urðun úrgangs og leita tækifæra í aukinni endurvinnslu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
3
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár