Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Milljón tonn af úrgangi á Íslandi

Magn af úr­gangi jókst um 23% á milli ár­anna 2015 og 2016 og fór yf­ir millj­ón tonn. Hver lands­mað­ur los­ar 660 kíló­grömm af heim­il­isúr­gangi á ári. Markmið um end­ur­vinnslu eru langt frá því að nást.

Milljón tonn af úrgangi á Íslandi
Ársfundur Umhverfisstofnunar Fram kom í ársskýrslu að magn úrgangs hefur aukist verulega.

Yfir milljón tonn af úrgangi féllu til á Íslandi árið 2016. Magnið var 870 þúsund tonn árið áður og var aukningin milli ára 23%. Heimilisúrgangur hefur einnig aukist, en Íslendingar eru langt frá því að ná markmiðum um endurvinnslu. Þetta kemur fram í ársskýrslu Umhverfisstofnunar, sem kynnt var á ársfundi í morgun.

Aukningin er mun meiri en milli áranna 2014 og 2015, en þá reyndist hún tæp 7%. Mesta aukningin varð í jarðvegs–, jarðefna– og óvirkum úrgangi, sem fylgir líklega auknum umsvifum í byggingariðnaði. Jókst magn úrgangs frá þessum flokkum um yfir 135 þúsund tonn á einu ári.

Heimilisúrgangur sífellt meiri og endurvinnsla lítil

„Ef rýnt er í tölurnar kemur í ljós að magn heimilisúrgangs jókst einnig mikið á milli ára, hvort tveggja blandaðs heimilisúrgangs og flokkaðs,“ segir í ársskýrslunni. „Magn heimilisúrgangs er gjarnan notað sem vísbending um neyslu og kaupmátt almennings og það er yfirleitt notað þegar úrgangsmagn er borið saman á milli landa. Á milli áranna 2016 og 2015 jókst heimilisúrgangur um 13% og er staðan orðin sú að hver landsmaður losar sig að jafnaði við 660 kg af heimilisúrgangi á ári.“

Þegar heimilisúrgangur er skoðaður sérstaklega er hlutur förgunar 61%, en endurvinnslu aðeins 33%. „Í þessu samhengi má benda á að í gildi er markmið fyrir árið 2020 um 50% endurvinnslu heimilisúrgangs, auk markmiðs um að draga úr urðun lífræns heimilisúrgangs, og að endurvinnsla heimilisúrgangs í ríkjum Evrópusambandsins er að jafnaði 45%,“ segir í skýrslunni. „Þróunin frá urðun yfir í endurvinnslu gengur því of hægt á Íslandi og þarf að leggjast á árar svo markmiðin náist. Það ber að líta til þess að framtíðin felur í sér sífellt aukna kröfu um að halda auðlindum jarðar í hringrás með endurvinnslu svo þessi markmið munu verða enn strangari. Til að svara kallinu um hringrásarhagkerfi þarf Ísland því að draga verulega úr urðun úrgangs og leita tækifæra í aukinni endurvinnslu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
4
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár