Milljón tonn af úrgangi á Íslandi

Magn af úr­gangi jókst um 23% á milli ár­anna 2015 og 2016 og fór yf­ir millj­ón tonn. Hver lands­mað­ur los­ar 660 kíló­grömm af heim­il­isúr­gangi á ári. Markmið um end­ur­vinnslu eru langt frá því að nást.

Milljón tonn af úrgangi á Íslandi
Ársfundur Umhverfisstofnunar Fram kom í ársskýrslu að magn úrgangs hefur aukist verulega.

Yfir milljón tonn af úrgangi féllu til á Íslandi árið 2016. Magnið var 870 þúsund tonn árið áður og var aukningin milli ára 23%. Heimilisúrgangur hefur einnig aukist, en Íslendingar eru langt frá því að ná markmiðum um endurvinnslu. Þetta kemur fram í ársskýrslu Umhverfisstofnunar, sem kynnt var á ársfundi í morgun.

Aukningin er mun meiri en milli áranna 2014 og 2015, en þá reyndist hún tæp 7%. Mesta aukningin varð í jarðvegs–, jarðefna– og óvirkum úrgangi, sem fylgir líklega auknum umsvifum í byggingariðnaði. Jókst magn úrgangs frá þessum flokkum um yfir 135 þúsund tonn á einu ári.

Heimilisúrgangur sífellt meiri og endurvinnsla lítil

„Ef rýnt er í tölurnar kemur í ljós að magn heimilisúrgangs jókst einnig mikið á milli ára, hvort tveggja blandaðs heimilisúrgangs og flokkaðs,“ segir í ársskýrslunni. „Magn heimilisúrgangs er gjarnan notað sem vísbending um neyslu og kaupmátt almennings og það er yfirleitt notað þegar úrgangsmagn er borið saman á milli landa. Á milli áranna 2016 og 2015 jókst heimilisúrgangur um 13% og er staðan orðin sú að hver landsmaður losar sig að jafnaði við 660 kg af heimilisúrgangi á ári.“

Þegar heimilisúrgangur er skoðaður sérstaklega er hlutur förgunar 61%, en endurvinnslu aðeins 33%. „Í þessu samhengi má benda á að í gildi er markmið fyrir árið 2020 um 50% endurvinnslu heimilisúrgangs, auk markmiðs um að draga úr urðun lífræns heimilisúrgangs, og að endurvinnsla heimilisúrgangs í ríkjum Evrópusambandsins er að jafnaði 45%,“ segir í skýrslunni. „Þróunin frá urðun yfir í endurvinnslu gengur því of hægt á Íslandi og þarf að leggjast á árar svo markmiðin náist. Það ber að líta til þess að framtíðin felur í sér sífellt aukna kröfu um að halda auðlindum jarðar í hringrás með endurvinnslu svo þessi markmið munu verða enn strangari. Til að svara kallinu um hringrásarhagkerfi þarf Ísland því að draga verulega úr urðun úrgangs og leita tækifæra í aukinni endurvinnslu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár