Nánast allir aðspurðir telja óhagstætt að leigja á Íslandi, eða 92%, auk þess sem aðeins 57% leigjenda telja sig búa við húsnæðisöryggi. Meirihluti leigjenda rétt nær að láta enda ná saman og getur ekki safnað sér sparifé. Þetta kemur fram í könnun sem Zenter gerði fyrir Íbúðalánasjóð og kynnt var í dag.
Samkvæmt könnuninni eru 50 þúsund manns nú á leigumarkaði, eða 18% þjóðarinnar, en hlutfallið var 12% árið 2008. Leigumarkaðurinn tók að stækka áberandi mikið upp úr 2011, en síðan þá hefur leiguverð hækkað um 82%, fasteignaverð um 92%, en laun aðeins um 66%.
„Þegar húsnæðisverð hækkar hraðar en laun segir það sig sjálft að erfiðara verður að festa kaup á íbúð og því þarf að vera til staðar öruggur leigumarkaður sem fólk getur búið á til lengri tíma, kjósi fólk að gera það,“ segir í skýrslu Íbúðalánasjóðs með könnuninni. „Auka þarf framboð á íbúðum sem henta þeim sem …
Athugasemdir