Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Yfirlýsing frá Trans Ísland vegna niðurlægjandi umfjöllunar í ósamræmi við veruleikann

„Ekki ein ein­asta trans mann­eskja hef­ur enn ver­ið hand­tek­in fyr­ir morð á karl­manni vegna kyn­vit­und­ar hans,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu Trans Ís­land vegna um­fjöll­un­ar og um­ræðu um að formað­ur og stjórn­ar­með­lim­ur fé­lags­ins vildu karl­menn feiga, en um­fjöll­un­in byggði á því að kald­hæð­in sa­tíra væri raun­veru­legt við­horf þeirra.

Yfirlýsing frá Trans Ísland vegna niðurlægjandi umfjöllunar í ósamræmi við veruleikann
Alda Villiljós Formaður félagsins Trans Ísland er sögð vilja karlmenn feiga í frétt það sem vitnað er í orð hánar án þess að geta samhengis. Mynd: Pressphotos

Félagið Trans Ísland hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar um orð formanns og stjórnarmeðlims félagsins á DV.is í dag, þar sem fjallað var um að þau teldu karlmenn „eiga skilið að deyja“, en ekki greint frá því að orðin féllu í kaldhæðni í hlaðvarpi þar sem tilgreint var sérstaklega að um ádeilu væri að ræða og sérstaklega tilgreint í upphafi að „fáránleg hugmynd“ væri að femínistar vildu útrýma karlmönnum.

Yfirlýsingin er send í nafni stjórnar Trans Ísland, en umræddir stjórnarmenn, Alda Villiljós og Sæborg Ninja, komu ekki að gerð hennar.

„Okkur finnst það fyrir neðan allar hellur að ritstjórn DV stilli þessu upp sem hatursorðræðu á forréttindahóp,“ segir í yfirlýsingunni. „Í þessari grein voru tilvitnanir í hlaðvarpið sem teknar voru úr öllu samhengi. Þessar tilvísanir voru settar fram af Öldu og Sæborgu, eins og hlaðvarpið allt, sem satíra. Eru karlmenn á Íslandi í dag virkilega svona hræddir um að trans fólk eigi eftir að rísa upp og fjöldamyrða karlmenn, þegar sagan segir okkur að það séu einmitt hatursfullir og reiðir karlmenn sem eru að drepa hundruðir trans fólks á ári,“ segir í yfirlýsingunni.

Þá segir Trans Ísland að DV niðurlægi trans fólk til þess að fá smelli á frétt sína.

Kaldhæðni stillt fram sem viðhorfi

Á upptökunni, sem ekki var birt með grein DV, heyrast Alda Villiljós og Sæborg Ninja hlæja á þeim tíma sem þau láta ummælin falla, auk þess sem þau kynna í upphafi þáttarins að í hlaðvarpinu ætti að taka umræðu út frá þeim fordómum gegn femínistum að þeir hati karlmenn. „Þessi hugmynd, að femínismi snúist um það að við viljum útrýma öllum karlmönnum, sem er svo fáránleg hugmynd, þannig að við erum bara svona að taka þá hugmynd og bara hlaupa með hana,“ sagði Alda Villiljós í upphafi hlaðvarpsins.

Í frétt DV er hins vegar gengið út frá því að ummælin endurspegli raunverulegar skoðanir þeirra tveggja og er fyrirsögnin: „Alda og Sæborg segja karlmenn eiga skilið að deyja: „Lítum frekar á þá eins og kakkalakka““.

Í yfirlýsingunni er greint frá því að tilhneigingin sé að trans fólk verði fyrir ofbeldi karlmanna, en ekki öfugt. „Árið 2017 voru 325 trans manneskjur drepnar fyrir að vera trans. Ekki ein einasta trans manneskja hefur enn verið handtekin fyrir morð á karlmanni vegna kynvitundar hans.“ 

Yfirlýsing Trans Íslands

Í dag birti DV.is nafnlausa grein um feminískt hlaðhvarp sem tveir meðlimir í stjórn Trans Íslands reka saman. Í þessari grein voru tilvitnanir í hlaðvarpið sem teknar voru úr öllu samhengi. Þessar tilvísanir voru settar fram af Öldu og Sæborgu, eins og hlaðvarpið allt, sem satíra.

Okkur finnst það fyrir neðan allar hellur að ritstjórn DV stilli þessu upp sem hatursorðræðu á forréttindahóp. Þetta hlaðvarp er gott dæmi af hugtakinu „punching up“, þar sem fólk í jaðarsettum hópum (konur, trans fólk) gerir grín að valdhafandi hóp (karlmenn). Það er allt og sumt. Það er ekki samsæri og þetta er ekki útkall fyrir því að Trans Ísland vilji drepa alla karlmenn. Þessi grein og viðbrögð hennar gera lítið meira en að sanna það sem Alda og Sæborg hafa einmitt sem aðal þema í þessu hlaðvarpi: hvað samfélagið okkar er meðvirkt með eitraðri karlmensku.

Eru karlmenn á Íslandi í dag virkilega svona hræddir um að trans fólk eigi eftir að rísa upp og fjöldamyrða karlmenn, þegar sagan segir okkur að það séu einmitt hatursfullir og reiðir karlmenn sem eru að drepa hundruðir trans fólks (í stórum meirihluta trans konur) á ári. Það var meira að segja búið til úrræði sem heitir Trans Murder Monitoring Project til þess að fylgjast með þessum hatursglæpum, og fyrir árið 2017 voru 325 trans manneskjur drepnar fyrir að vera trans. Ekki ein einasta trans manneskja hefur enn verið handtekin fyrir morð á karlmanni vegna kynvitundar hans. 

„Ekki ein einasta trans manneskja hefur enn verið handtekin fyrir morð á karlmanni vegna kynvitundar hans.“ 

Við viljum eining koma til skilar að efni hlaðvarpsins endurspeglar ekki stefnu Trans Íslands, þar sem barátta trans fólks er ekki grín, ólíkt efni hlaðvarpsins. Við fordæmum einnig stanslausa miskynjun á Öldu í gegnum greinina, jafnvel þó fornafn háns sé tekið fram og teljum það greinilega miskynjun af ásettu ráði í stað einfaldra mistaka. En við í stjórn Trans Íslands skiljum að það hlýtur að vera erfitt að þurfa stanslaust að leitast eftir fréttum til að halda áhuga á síðuni þegar það er svo mikið af netfjölmiðlum sem að keppast um smelli en við stöndum eindregið með Öldu og Sæborgu í þessari herferð hjá DV að kúga og opinberlega niðurlægja trans fólk til að viðhalda smellum á síðuna og peningum frá auglýsendum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
5
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Morðingi hylltur sem alþýðuhetja:  „Viðbrögðin líkjast uppreisn“
6
Greining

Morð­ingi hyllt­ur sem al­þýðu­hetja: „Við­brögð­in líkj­ast upp­reisn“

Við­brögð al­menn­ings við svip­legu morði á for­stjóra eins stærsta sjúkra­trygg­inga­fé­lags Banda­ríkj­anna hafa kom­ið mörg­um á óvart og hrund­ið af stað mik­illi um­ræðu þar í landi. Sveinn Máni Jó­hann­es­son, nýdoktor í sagn­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir árás­ina tala inn í djúp­stæða gremju sem marg­ir Banda­ríkja­menn finna til gagn­vart heil­brigðis­kerf­inu og vinnu­brögð­um einka­rek­inna sjúkra­trygg­inga­fé­laga. Óljóst er hins veg­ar hverju þessi um­ræða muni skila.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
2
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
6
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
4
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár