Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ferðakostnaður ráðherra og ráðuneytisstjóra nam 44 milljónum

Að­eins hafa borist svör frá tveim­ur ráð­herr­um. Kostn­að­ur­inn við ut­an­ferð­ir for­sæt­is og fjár­mála­ráð­herra var 27 millj­ón­ir á fimm ár­um, en nam 4 millj­ón­um á síð­asta ári.

Ferðakostnaður ráðherra og ráðuneytisstjóra nam 44 milljónum
Utanferðir fyrir 9 milljónir Kostnaður vegna ferða fjármála- og efnahagsráðherra erlendis nam um 9 milljónum á síðustu fimm árum. Bjarni Benediktsson sat í stóli ráðherra lengst af þann tíma utan fyrri part árs 2013 og megnið af árinu 2017, en þá var Bjarni forsætisráðherra. Mynd: Pressphotos

Kostnaður vegna ferða forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra til útlanda síðustu fimm ár nam um 27 milljónum króna. Kostnaður við ferðir ráðuneytisstjóra ráðuneytanna tveggja nam á sama tíma 17,5 milljónum króna en þess ber þó að gera að ekki liggja fyrir tölur um kostnað vegna ferða ráðuneytisstjóra fjármála- og efnahagsráðuneytisins nema fyrir árin 2013-2016. Alls nam því kostnaður vegna utanferða ráðherra og ráðuneytisstjóra ráðuneytanna tveggja á þessu tímabili 44,5 milljónum króna.

Þetta kemur fram í svörum ráðherranna tveggja við fyrirspurn Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um ferðakostnað og dagpeninga ráðherra og ráðuneytisstjóra. Björn Leví hefur lagt fram viðlíka fyrirspurn til allra ráðherra ríkisstjórnarinnar en svör hafa enn sem komið er ekki borist frá fleiri ráðherrum.

27 milljóna kostnaður forsætisráðuneytis

Kostnaður vegna ferðalaga forsætisráðherra til útlanda á síðasta ári nam rúmum 2,5 milljón króna vegna greiðslu dagpeninga, ferðakostnaðar og hótelgistingar. Á sama tíma nam kostnaður vegna slíkra ferða ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins rúmum 1,5 milljónum króna.

Kostnaður vegna ferða forsætisráðherra utanlands síðustu fimm árin, frá 2013 til og með 2017 nam í heildina rétt tæpum 18 milljónum króna sem skiptust þannig að 3,26 milljónir voru greiddar í dagpeninga, rétt tæpar 4 milljónir í dvalarkostnað og 10,7 milljónir í ferðakostnað.

Kostnaður vegna ferða ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins utanlands síðustu fimm árin nam tæpum 9 milljónum króna og skiptist þannig að 4,2 milljónir voru greiddar í dagpeninga, tæp hálf milljón í dvalarkostnað og 4,2 milljónir í ferðakostnað. Alls nam kostnaður vegna utanferða ráðherranna og ráðuneytisstjóra því rétt tæpum 27 milljónum króna á tímabilinu.

Lægri kostnaður í fjármálaráðuneytinu

Kostnaður vegna ferða fjármála- og efnahagsráðherra utan á síðasta ári nam tæpum 1,4 milljónum króna. Ekki koma fram tölur um kostnað vegna ferða ráðuneytisstjóra fjármála- og efnahagsráðuneytisins fyrir síðasta ár en árið 2016 nam kostnaður vegna utanferða ráðuneytisstjóra rúmum 2,2 milljónum króna.

Kostnaður vegna ferða fjármála- og efnahagsráðherra erlendis á síðustu fimm árum nam rúmum 9 milljónum króna. Greiddar voru 2,16 milljónir í dagpeninga, rúmar 4,6 milljónir í ferðakostnað og tæpar 2,4 milljónir króna í dvalarkostnað.

Kostnaður vegna ferða ráðuneytisstjóra fjármála- og efnahagsráðuneytisins nam á árunum 2012 til og með 2016 8,5 milljónum. Skiptist hann þannig að greiddar voru tæpar 2 milljónir í dagpeninga, rúmar 4 milljónir í ferðakostnað og rúmar 2,5 milljónir króna í dvalarkostnað.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár