Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Ferðakostnaður ráðherra og ráðuneytisstjóra nam 44 milljónum

Að­eins hafa borist svör frá tveim­ur ráð­herr­um. Kostn­að­ur­inn við ut­an­ferð­ir for­sæt­is og fjár­mála­ráð­herra var 27 millj­ón­ir á fimm ár­um, en nam 4 millj­ón­um á síð­asta ári.

Ferðakostnaður ráðherra og ráðuneytisstjóra nam 44 milljónum
Utanferðir fyrir 9 milljónir Kostnaður vegna ferða fjármála- og efnahagsráðherra erlendis nam um 9 milljónum á síðustu fimm árum. Bjarni Benediktsson sat í stóli ráðherra lengst af þann tíma utan fyrri part árs 2013 og megnið af árinu 2017, en þá var Bjarni forsætisráðherra. Mynd: Pressphotos

Kostnaður vegna ferða forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra til útlanda síðustu fimm ár nam um 27 milljónum króna. Kostnaður við ferðir ráðuneytisstjóra ráðuneytanna tveggja nam á sama tíma 17,5 milljónum króna en þess ber þó að gera að ekki liggja fyrir tölur um kostnað vegna ferða ráðuneytisstjóra fjármála- og efnahagsráðuneytisins nema fyrir árin 2013-2016. Alls nam því kostnaður vegna utanferða ráðherra og ráðuneytisstjóra ráðuneytanna tveggja á þessu tímabili 44,5 milljónum króna.

Þetta kemur fram í svörum ráðherranna tveggja við fyrirspurn Björns Leví Gunnarssonar, þingmanns Pírata, um ferðakostnað og dagpeninga ráðherra og ráðuneytisstjóra. Björn Leví hefur lagt fram viðlíka fyrirspurn til allra ráðherra ríkisstjórnarinnar en svör hafa enn sem komið er ekki borist frá fleiri ráðherrum.

27 milljóna kostnaður forsætisráðuneytis

Kostnaður vegna ferðalaga forsætisráðherra til útlanda á síðasta ári nam rúmum 2,5 milljón króna vegna greiðslu dagpeninga, ferðakostnaðar og hótelgistingar. Á sama tíma nam kostnaður vegna slíkra ferða ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins rúmum 1,5 milljónum króna.

Kostnaður vegna ferða forsætisráðherra utanlands síðustu fimm árin, frá 2013 til og með 2017 nam í heildina rétt tæpum 18 milljónum króna sem skiptust þannig að 3,26 milljónir voru greiddar í dagpeninga, rétt tæpar 4 milljónir í dvalarkostnað og 10,7 milljónir í ferðakostnað.

Kostnaður vegna ferða ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins utanlands síðustu fimm árin nam tæpum 9 milljónum króna og skiptist þannig að 4,2 milljónir voru greiddar í dagpeninga, tæp hálf milljón í dvalarkostnað og 4,2 milljónir í ferðakostnað. Alls nam kostnaður vegna utanferða ráðherranna og ráðuneytisstjóra því rétt tæpum 27 milljónum króna á tímabilinu.

Lægri kostnaður í fjármálaráðuneytinu

Kostnaður vegna ferða fjármála- og efnahagsráðherra utan á síðasta ári nam tæpum 1,4 milljónum króna. Ekki koma fram tölur um kostnað vegna ferða ráðuneytisstjóra fjármála- og efnahagsráðuneytisins fyrir síðasta ár en árið 2016 nam kostnaður vegna utanferða ráðuneytisstjóra rúmum 2,2 milljónum króna.

Kostnaður vegna ferða fjármála- og efnahagsráðherra erlendis á síðustu fimm árum nam rúmum 9 milljónum króna. Greiddar voru 2,16 milljónir í dagpeninga, rúmar 4,6 milljónir í ferðakostnað og tæpar 2,4 milljónir króna í dvalarkostnað.

Kostnaður vegna ferða ráðuneytisstjóra fjármála- og efnahagsráðuneytisins nam á árunum 2012 til og með 2016 8,5 milljónum. Skiptist hann þannig að greiddar voru tæpar 2 milljónir í dagpeninga, rúmar 4 milljónir í ferðakostnað og rúmar 2,5 milljónir króna í dvalarkostnað.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
5
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu