Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Örvar var rasisti en sneri við blaðinu: „Mér líður miklu betur í dag í hjartanu“

Örv­ar Harð­ar­son var full­ur af for­dóm­um í garð múslima en sneri al­gjör­lega við blað­inu. Trúði áróðri og fölsk­um frétt­um. Missti fólk frá sér sem hann taldi vini sína en er stolt­ur af sjálf­um sér.

Örvar var rasisti en sneri við blaðinu: „Mér líður miklu betur í dag í hjartanu“
Var rasisti en sneri við blaðinu „Mér líður miklu betur í dag í hjartanu, í sálinni,“ segir Örvar Harðarson en hann sneri rækilega við blaðinu hvað varðar fordómafullar skoðanir á múslimum og íslam. Mynd: Guðrún Þórs

Örvar Harðarson var fullur af fordómum í garð trúarbragðanna íslam og í garð múslima. Hann eyddi löngum stundum á netinu þar sem hann leitaði uppi frásagnir um glæpi, ofbeldisverk og kúgun múslima, hættuna af íslamvæðingu samfélaga og hvernig múslimar legðust upp á velferðarkerfi vestrænna ríkja sem þeir flykktust til. Allt saman voru þetta falskar fréttir, rangar upplýsingar, uppfullar af fordómum og áróðri. Örvar vissi það ekki þá. En hann veit það núna.

Komst úr feni fordóma

Örvar sneri algjörlega við blaðinu, hann áttaði sig, með hjálp góðs fólks, á að hann hefði dottið ofan í áróðurspytt rasista. Það kostaði sitt, Örvar missti frá sér fólk sem hann taldi vini sína, jafnvel bestu vini, og ættingja einnig. Fólk sem hunsar hann í dag og útilokar hann. Örvar er samt stoltur af sér, fyrir að hafa tekið rétta ákvörðun. „Ég er glaður með að hafa tekist að komast úr þessu feni fordóma gagnvart fólki sem hefur aðrar skoðanir en ég eða önnur trúarbrögð.“

Var andsnúinn múslimum og byggingu moska

Það vakti athygli þegar Bjartmar Oddur Þeyr Alexanderson birti viðtal sem hann tók við Örvar og Margréti Friðriksdóttur, sem hefur talað með mjög neikvæðum hætti um múslima og innflytjendur á opinberum vettvangi, á Youtube í marsmánuði 2016. Örvar hafði þá um langt skeið haldið uppi umræðu sem var mjög andsnúin múslimum, meðal annars á Pírataspjallinu og víðar á Facebook. Í viðtalinu tókust þau Margrét og Örvar hart á við Bjartmar og lýsti Örvar því meðal annars yfir að hann væri andvígur því að hér á landi yrðu reistar moskur og hann vildi ekki sjá múslima á Íslandi. Viðtalið var meðal annars birt á Nútímanum.

Tók þátt í að stofna Íslensku þjóðfylkinguna

Örvar skipti ekki um skoðun strax heldur tók hann þátt í að stofna Íslensku þjóðfylkinguna, stjórnmálaafl sem meðal annars hafnar fjölmenningu, er andvígt því að moskur fái að rísa á Íslandi, vill að Ísland gangi úr Schengen-samstarfinu og vill standa vörð um þjóðmenningu Íslendinga. Sem sagt, daðrar við rasisma. Jafnframt hélt Örvar áfram að lýsa andúð sinni á múslimum á netinu, ekki síst á Pírataspjallinu. Sé sú síða skoðuð má sjá aragrúa af færslum frá Örvari þar sem hann gagnrýnir múslima og varar við komu þeirra til landsins. Raunar er flest það sem hann setti þar inn honum til lítils sóma. Í apríl 2016 setti einn notenda spjallborðsins inn færslu þar sem hann furðaði sig á því að aðrir notendur nenntu að standa í rökræðum við Örvar, það væri tímasóun. 

Píratar hjálpuðu Örvari

En allt í einu dró úr skrifum Örvars af þessum toga. Þegar leið fram á árið 2017 fóru að birtast almennar vangaveltur af hans hálfu um stjórnmál og rökræður um þau innlegg fóru að mestu fram í bróðerni. Í maí það sama ár birti hann síðan færslu þar sem hann lýsti því að hann hefði haft rangt fyrir sér. Í síðustu viku birti hann síðan færslu á Pírataspjallinu þar sem hann sagði að hann ætti Pírötum mikið að þakka, „fyrir að komast út úr því að vera fordómafullur fáviti í mann sem vill mannréttindi fyrir alla, því það er ákveðinn skilningur sem felst í því. Því segi ég við ykkur öll, takk kærlega fyrir mig og aldrei gefast upp á fordómafullu fólki, því fræðsla er eitthvað sem mjög margir Íslendingar þurfa á að halda.“

Leitaði að upplýsingum sem studdu rangan málstað

Örvar ræddi við Stundina um þennan viðsnúning sinn og hvernig það er að fara frá því að vera „fordómfullur fáviti“ eins og hann orðar það sjálfur yfir í mann sem vill virða alla. „Ég var alveg heilt ár fastur í þessum pytti. Ég hafði aldrei velt trúarbrögðum fyrir mér áður, ég er sjálfur trúlaus og spáði ekkert í þessi mál. Svo bara datt ég inn í þetta. Ég get ekki fullyrt hvernig það gerðist en ég held að það hafi byrjað með því að ég sá einhvern áróður gegn íslam á netinu. Það vatt svo upp á sig, ég fór að leita að einhverju slæmu sem hægt væri að tengja múslima við og snjóboltinn fór bara að rúlla. Ég var á tímabili alveg fastur í mínum skoðunum en ég var samt alltaf að leita eftir upplýsingum. Ég leitaði reyndar mest að upplýsingum sem styddu minn ranga málstað. Þegar mér var bent á að ég hefði rangt fyrir mér þá leitaði ég uppi upplýsingar, sem ég áttaði mig á eftir að ég sneri við blaðinu að voru bara áróður, falskar upplýsingar. En ég áttaði mig ekki á því þá.“

Þurfti að fara í algjöra sjálfskoðun

Fór í algjöra sjálfskoðunÖrvar, sem lengi var uppfullur af andúð á múslimum, sneri algjörlega við blaðinu og áttaði sig á að málstaður hans var rangur.

Örvar segir að svona hafi þetta gengið um langa hríð. Hann hafi bara forherst þegar honum var andmælt. En svo hafi gagnrýnin tekið að bíta, það að fólk héldi áfram að ræða við hann, leiða honum fyrir sjónir að skoðanir hans væru fordómafullar og rangar og sýna honum fram á það með dæmum, það bar árangur. Það tók tíma, vissulega, en hægt og rólega sneri Örvar við blaðinu. „Ég hef aldrei verið á móti fólki, hvernig það lítur út, hvort fólk sé svart eða hvítt eða neitt í þeim dúr. En allt í einu var ég dottinn ofan í þennan áróðurspytt varðandi trúarbrögðin íslam. Það var aðallega það, þessi gerð rasisma. Ég taldi þetta aldrei vera rasíska skoðun þá. Ég var alveg harður á því að íslam væri ekki kynþáttur og þar með gæti ég ekki verið kynþáttahatari, með rasískar skoðanir, þótt ég væri andvígur íslam og múslimatrú og því fólki sem hana aðhylltist. En samkvæmt stjórnarskránni okkar þá getum við ekki mismunað öðru fólki sökum trúar þeirra, eða sökum stjórnmálaskoðana eða öðru slíku. Ég þurfti því að fara í algjöra sjálfskoðun þegar ég áttaði mig á þessu.

Ég fékk hjálp frá mjög mörgum í kringum mig, til að mynda frá mörgum Pírötum. Mér var aldrei úthýst af Pírataspjallinu, mér var alltaf bara svarað. Ég var afskaplega mikið á móti mörgum Pírötum vegna þess að mér leið eins og þeir væru að ráðast á mig, þegar þeir gagnrýndu ýmislegt sem ég lét fara frá mér. Ég fattaði bara aldrei að það sem ég var að gera var í raun að fremja eins konar mannréttindabrot gagnvart öðrum, með því að setja fram skoðanir sem innihéldu rasisma og í raun hatursorðræðu. Það var ekkert eitt sem olli þessum viðsnúningi, það voru mörg dæmi sem að lyftu rauðu flaggi hjá mér. Fréttir af áróðurssíðum sem ég sá að voru vafasamar, stóðust ekki skoðun, og svo fólk, Píratar og aðrir, sem bentu mér á vitleysuna. Ég fattaði ekki einu sinni hvað gagnrýnin hugsun var á þessum tíma. Þegar ég fór svo að beita gagnrýnni hugsun, fór að velta því fyrir mér hvaðan upplýsingar kæmu, hvort þær væru trúverðugar, þá áttaði ég mig á því að ég hafði látið mata mig á fölskum upplýsingum. Ég sá bara að þarna var eitthvað að.“

Útilokaður af vinum og skyldfólki

Örvar segir að það hafi verið átak að skipta um kúrs en það hafi samt verið eitthvað sem hann varð að gera, heimsmynd hans hafi ekki staðist lengur. „Þegar ég svo fattaði að það sem ég var að halda fram stóðst ekki skoðun og var árás á annað fólk, þá varð ég að fara í sjálfskoðun. Hvað ætlarðu að gera? Ætlarðu að halda áfram eða ætlarðu að snúa við blaðinu? Þetta var erfitt, já, að mörgu leyti var þetta erfitt. Eftir að ég fór að sjá að ég hefði rangt fyrir mér og fór að viðurkenna það snerust margir í kringum mig gegn mér. Fólk sem ég taldi vini mína, skyldfólk mitt jafnvel, það útilokaði mig algjörlega. Þetta er fólk sem er á sömu skoðun og ég var á áður en ég áttaði mig á að ég væri bara rasisti. Sumt af þessu fólk voru bestu vinir mínir en þau vilja ekkert með mig hafa núna. Það er ekki svarað í símann, ég get ekki útskýrt mína afstöðu á neinn hátt. Ég myndi vilja hjálpa þessu fólki til að snúa við blaðinu. Ég skil svo sem hvernig þeim líður, ég var á þessum stað sjálfur.“

„Ég skulda fullt af fólki afsökunarbeiðni“

En þrátt fyrir að Örvar hafi tapað vinum sínum eignaðist hann aðra í staðinn eftir að hann skipti um skoðun. „Ég hef eignast fullt af nýjum vinum í staðinn, mjög gott fólk sem ég get talað við. Sumt af því kenndi mér mikið á sínum tíma og varð þess valdandi að ég sá villu míns vegar. Ég hef verið að reyna að koma því á framfæri að ég sjái eftir hegðun minni, ég skulda fullt af fólki afsökunarbeiðni. Mig langar að nota tækifærið hér til að biðja alla afsökunar ef ég hef meitt þá eða sært með skoðunum mínum og framgöngu. Ég hef haft samband við marga og beðið afsökunar. Þeir hafa allir tekið mér vel.

Mér líður miklu betur í dag í hjartanu, í sálinni. Ég er stoltur af sjálfum mér og ég er glaður með að hafa tekist að komast úr þessu feni fordóma gagnvart fólki sem hefur aðrar skoðanir en ég eða önnur trúarbrögð. Ég veit að fólk sem er með þessar skoðanir, fólk sem jafnvel ræðst gegn mér, hugsanir þeirra eru slæmar og þeim líður ekki vel. Ég vona bara að það fólk finni leið út, ég vona að mín saga geti hjálpað einhverjum í þeim efnum.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Á ekki von á 50 milljónum eftir jólin
2
ÚttektJólin

Á ekki von á 50 millj­ón­um eft­ir jól­in

Nokk­ur af þekkt­ustu nöfn­un­um í ís­lensku tón­list­ar­sen­unni gefa nú út svo­köll­uð texta­verk, prent­uð mynd­verk með texta­brot­um úr lög­um sín­um. Helgi Björns­son seg­ir að marg­ir hafi kom­ið að máli við sig um að fram­leiða svona verk eft­ir að svip­uð verk frá Bubba Mort­hens fóru að selj­ast í bíl­förm­um. Rapp­ar­inn Emm­sjé Gauti seg­ir texta­verk­in þægi­legri sölu­vöru til að­dá­enda en ein­hverj­ar hettupeys­ur sem fylli hálfa íbúð­ina.
Efaðist í átta ár um að hún gæti eignast börn
4
ViðtalMóðursýkiskastið

Ef­að­ist í átta ár um að hún gæti eign­ast börn

Elísa Ósk Lína­dótt­ir var 19 ára þeg­ar kven­sjúk­dóma­lækn­ir greindi hana með PCOS og sagði henni að drífa í barneign­um. Eng­ar ráð­legg­ing­ar um henn­ar eig­in heilsu fylgdu og Elísa fór af stað í frjó­sem­is­með­ferð­ir með þá­ver­andi kær­ast­an­um sín­um. „Ég var ekk­ert til­bú­in í að verða mamma,“ seg­ir Elísa sem ef­að­ist í kjöl­far­ið um að hún myndi geta eign­ast börn.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
„Þetta er eins og að búa í einbýlishúsi“
2
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Þetta er eins og að búa í ein­býl­is­húsi“

Berg­þóra Páls­dótt­ir, Bebba, hef­ur un­un af því að fá gesti til sín í hjól­hýs­ið og finnst þetta svo­lít­ið eins og að búa í ein­býl­is­húsi. Barna­börn­in koma líka í heim­sókn en þau geta ekki far­ið út að leika sér í hjól­hýsa­byggð­inni í Sæv­ar­höfð­an­um: „Þau skilja ekki af hverju við vor­um rek­in úr Laug­ar­daln­um og sett á þenn­an ógeðs­lega stað.“
Rak 90 prósent starfsfólks fyrir að skrópa á morgunfund
4
Fréttir

Rak 90 pró­sent starfs­fólks fyr­ir að skrópa á morg­un­fund

Bald­vin Odds­son, ung­ur ís­lensk­ur at­hafna­mað­ur, rat­aði ný­ver­ið í frétt­ir í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að reka 99 starfs­menn úr sprota­fyr­ir­tæki sem hann stofn­aði og rek­ur. Fram­kvæmda­stjór­inn mun hafa ver­ið ósátt­ur við slaka mæt­ingu á morg­un­fund, þar sem að­eins ell­efu af 110 starfs­mönn­um meld­uðu sig, og til­kynnti þeim sem voru fjar­ver­andi að þau væru rek­in.
„Ég kalla þetta svítuna“
5
VettvangurHjólhýsabyggðin

„Ég kalla þetta svít­una“

Vil­berg Guð­munds­son hef­ur bú­ið í hús­bíl í níu ár. Hann og þá­ver­andi kon­an hans ákváðu þá að selja íbúð­ina sína og keyptu hús­bíl á Flórída. Þau skildu síð­ar og hann er að fóta sig á nýj­an hátt. Vil­berg er einn þeirra sem býr í hjól­hýsa­byggð­inni við Sæv­ar­höfða. „Ég skil ekki af hverju við mátt­um ekki vera áfram í Laug­ar­daln­um,“ seg­ir hann.

Mest lesið í mánuðinum

Við erum ekkert „trailer trash“
1
VettvangurHjólhýsabyggðin

Við er­um ekk­ert „trailer trash“

Lilja Kar­en varð ólétt eft­ir gla­sa­frjóvg­un þeg­ar hún bjó á tjald­svæð­inu í Laug­ar­daln­um og á dög­un­um fagn­aði dótt­ir henn­ar árs af­mæli. Af­mæl­is­veisl­an var hald­in í hjól­hýsi litlu fjöl­skyld­unn­ar á Sæv­ar­höfða, þar sem þær mæðg­ur búa ásamt hinni mömm­unni, Frið­meyju Helgu. „Okk­ar til­finn­ing er að það hafi ver­ið leit­að að ljót­asta staðn­um fyr­ir okk­ur,“ seg­ir Frið­mey, og á þar við svæð­ið sem Reykja­vík­ur­borg fann fyr­ir hjól­hýsa­byggð­ina.
Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
2
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Tilnefnd sem framúrskarandi ungur Íslendingur en verður send úr landi
3
Fréttir

Til­nefnd sem framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur en verð­ur send úr landi

Til stend­ur að hin sýr­lenska Rima Charaf Eddine Nasr verði send úr landi. Hún var á dög­un­um ein af tíu sem til­nefnd voru til verð­laun­anna Framúrsk­ar­andi ung­ur Ís­lend­ing­ur í ár. Til­nefn­ing­una fékk hún fyr­ir sjálf­boða­liða­störf sem hún hef­ur unn­ið með börn­um. Hér á hún for­eldra og systkini en ein­ung­is á að vísa Rimu og syst­ur henn­ar úr landi.
Ný ógn við haförninn rís á Íslandi
5
Vindorkumál

Ný ógn við haförn­inn rís á Ís­landi

Hafern­ir falla blóð­ug­ir og vængja­laus­ir til jarð­ar í vindorku­ver­um Nor­egs sem mörg hver voru reist í og við bú­svæði þeirra og helstu flug­leið­ir. Hætt­an var þekkt áð­ur en ver­in risu og nú súpa Norð­menn seyð­ið af því. Sag­an gæti end­ur­tek­ið sig á Ís­landi því mörg þeirra fjöru­tíu vindorku­vera sem áform­að er að reisa hér yrðu á slóð­um hafarna. Þess­ara stór­vöxnu rán­fugla sem ómæld vinna hef­ur far­ið í að vernda í heila öld.
Innsæi Karenar öskraði: „Það er eitthvað að“
6
ViðtalMóðursýkiskastið

Inn­sæi Kar­en­ar öskr­aði: „Það er eitt­hvað að“

Þeg­ar Kar­en Ösp Frið­riks­dótt­ir lá sár­kval­in á kvenna­deild Land­spít­ala ár­ið 2019 var hún sök­uð um verkjalyfjafíkn. Hún hafði þá ver­ið verkj­uð síð­an hún var níu ára. Geð­lækn­ir leiddi að því lík­um að verk­ir henn­ar tengd­ust gervióléttu. Tveim­ur ár­um síð­ar fékk hún loks stað­fest­ingu á því að hún væri með lík­am­leg­an sjúk­dóm. Hún von­ar að heil­brigðis­kerf­ið og sam­fé­lag­ið læri af henn­ar sögu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár