Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Einn ríkasti hópurinn losnar við fasteignaskatta samkvæmt loforðum Eyþórs

Ald­urs­hóp­ur­inn yf­ir sjö­tugu er einn eigna­mesti hóp­ur lands­ins. Sam­kvæmt kosn­ingalof­orð­um Ey­þórs Arn­alds og Sjálf­stæð­is­flokks­ins verð­ur þessi hóp­ur und­an­þeg­inn fast­eigna­skött­um.

Einn ríkasti hópurinn losnar við fasteignaskatta samkvæmt loforðum Eyþórs
Eyþór Arnalds Kynnti kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins í hádeginu í dag. Mynd: Framboð Eyþórs Arnalds

Kosningaloforð Eyþórs Arnalds og Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, um undanþágu frá fasteignasköttum fyrir 70 ára og eldri, hagnast best einum eignamesta hópi borgarinnar.

Samkvæmt svörum Eyþórs minnkar skattaafslátturinn tekjur borgarinnar um hundruð milljóna króna, en fasteignaskattar fjármagnar meðal annars viðhald gatnakerfis borgarinnar. Tekjulægri eldri borgarar eru nú þegar undanþegnir fasteignaskatti, og því nýtist breytingin ekki þeim hópi.

Á kynningarfundi sínum í hádeginu boðaði Eyþór meðal annars færri hættuleg umferðarljós, breytta stillingu umferðarljósa til að hraða umferð, meiri tíðni almenningssamgangna og tíðari þrif á götum borgarinnar.

Eignamestir fá skattaundanþágu

Að meðaltali eiga Íslendingar yfir 67 ára aldri tæpar 46 milljónir króna í eignir, samkvæmt tölum Hagstofunnar, en aðeins einn aldurshópur á meira, og eru það Íslendingar á aldrinum 60 til 66 ára, sem eiga 48 milljónir að meðaltali.

Rétt er að taka fram að meðaltalstölur sýna ekki misskiptingu innan aldurshópsins. Hinn dæmigerði Íslendingur sem er eldri en 67 ára á 34,4 milljónir króna í eignir, samkvæmt miðgildistölum, eða rúmlega 13 milljónum króna minna en meðaltalið.

Samkvæmt núgildandi reglum fá eldri borgarar undanþágu frá fasteignagjöldum ef þeir hafa tekjur undir 325 þúsund krónum á mánuði og helmingsafslátt af sköttum séu tekjurnar undir 434 þúsund krónum. Leið Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík gerir hins vegar ráð fyrir því að elsti og einn eignamesti hópurinn fái skattaafslátt óháð tekjum.

Þegar horft er til þess hversu mikið eigið fé fólk af ákveðnum aldurshópi á í fasteign kemur elsti hópurinn, sem verður undanþeginn fasteignaskatti samkvæmt kosningaloforðunum, einna best út. Fólk eldra en 67 ára á að meðaltali 26,6 milljónir króna í eigið fé á mann, en mest eigið fé eiga 60 til 66 ára, eða að meðaltali 26,7 milljónir króna. Sem dæmi á fólk á aldrinum 40 til 44 ára, sem þarf áfram að borga fasteignaskatt, að meðaltali 10,6 milljónir króna í eigið fé.

Þannig á hver einstaklingur yfir 67 ára aldri á Íslandi að meðtalali 12 milljónum króna meira í eigin fé í fasteign sinni, heldur en íbúar á höfuðborgarsvæðinu að meðtalali. Þegar horft er til miðgildis á dæmigerður íbúi á höfuðborgarsvæðinu 9 milljónir krónir í eignir í heildina, eða um 25 milljónum króna minna en dæmigerður eldri borgari yfir 67 ára aldri. Þar sem fasteignaskattar taka mið af fasteignamati er ljóst að mestan skattaafslátt fá þeir sem eiga mestar eignir.

Tekjur dæmigerðs eldri borgara, á aldrinum 67 ára og eldri, eru hins vegar aðeins rétt fyrir ofan miðgildistekjur íbúa á höfuðborgarsvæðinu, eða 5,3 milljónir króna á ári.

Eyþór ArnaldsKynnti í dag kosningaloforð Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar.
Viðstödd í IðnóGestir kynntu sér tillögur Sjálfstæðisflokksins í Iðnó við Reykjavíkurtjörn í hádeginu í dag.

Tíðari almenningssamgöngur, en ekki borgarlína

Eyþór kynnti einnig loforð um að betrumbæta stillingar á umferðarljósum til að hraða umferð. Þá lofaði hann bættum almenningssamgöngum, tíðari ferðum strætó, betri biðskýlum og úrbótum í vegamálum. Í heildina sagðist Eyþór ætla að stytta ferðatíma til og frá vinnu um 20 prósent. Eyþór og framboð Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík leggjast hins vegar gegn sameiginlegu verkefni sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem kallast borgarlína, og gengur út á almenningssamgöngur í forgangsakstri og á sérakreinum.

Eyþór hefur áður rætt þær hugmyndir að fjölga hringtorgum. Í kosningaloforðum hans er kveðið á um að „fækka hættulegum ljósastýrðum gatnamótum“.

„Grasið er ekki slegið, götur og stígar ekki sópaðir.“

Eyþór kvaðst einnig vilja bregðast við svifryksmengun með tíðari þrifum á götum borgarinnar. „Borgin er skítug,“ segir í glærukynningu Eyþórs. „Grasið er ekki slegið, götur og stígar ekki sópaðir.“

Að auki kveðst Eyþór vilja tryggja öllum börnum leikskólapláss við 18 mánaða aldur, með því að auka sjálfstæði leikskólanna og fjölga dagforeldrum.

Hildur Björnsdóttir, sem er í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins, lagði á dögunum fram þá hugmynd að auka tækifæri eldri borgara til að starfa á leikskólum til að bregðast við manneklu.

Þá sagðist hann lofa sparnaði í stjórnkerfi Reykjavíkurborgar, en útlistaði ekki þær tillögur nánar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Borgarstjórnarkosningar 2018

Var andvígur frekari uppbyggingu félagslegs húsnæðis fyrir kosningar en gagnrýnir nú meirihlutann fyrir að hunsa vandann
Fréttir

Var and­víg­ur frek­ari upp­bygg­ingu fé­lags­legs hús­næð­is fyr­ir kosn­ing­ar en gagn­rýn­ir nú meiri­hlut­ann fyr­ir að hunsa vand­ann

Ey­þór Arn­alds lýsti sig ger­sam­lega mót­fall­inn auk­inni áherslu á upp­bygg­ingu fé­lags­legs hús­næð­is í Reykja­vík í kosn­inga­prófi RÚV í að­drag­anda sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga. Nú legg­ur hann fram bók­an­ir þar sem meiri­hlut­inn er gagn­rýnd­ur fyr­ir að „hunsa mála­flokk­inn“.
Hagsmunatengsl borgarfulltrúa: Eyþór enn í stjórnum fimm félaga
ÚttektBorgarstjórnarkosningar 2018

Hags­muna­tengsl borg­ar­full­trúa: Ey­þór enn í stjórn­um fimm fé­laga

Ey­þór Arn­alds sit­ur enn í stjórn­um fimm fé­laga og eru tvö þeirra eign­ar­halds­fé­lög með rúm­an einn og hálf­an millj­arð í eign­ir. Hann lof­aði að skilja sig frá við­skipta­líf­inu þeg­ar hann vann leið­toga­próf­kjör Sjálf­stæð­is­flokks­ins í janú­ar. Odd­viti Við­reisn­ar og fleiri ný­ir borg­ar­full­trú­ar sitja í stjórn­um fé­laga.
Vildi ekki verða „húsþræll“ í vinstri- og miðjusamstarfi en myndaði atkvæðablokk með Sjálfstæðisflokknum
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2018

Vildi ekki verða „hús­þræll“ í vinstri- og miðju­sam­starfi en mynd­aði at­kvæða­blokk með Sjálf­stæð­is­flokkn­um

Sanna Magda­lena Mörtu­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sósí­al­ista­flokks­ins, sæt­ir harðri gagn­rýni fyr­ir að hafa stillt sér upp með Sjálf­stæð­is­flokkn­um og Mið­flokkn­um af praktísk­um ástæð­um. „Fram­kvæmd­ar­stjóri borg­ar­stjórn­ar­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins sendi fyr­ir hönd allr­ar stjórn­ar­and­stöð­unn­ar skip­an okk­ar í nefnd­ir,“ sagði Hild­ur Björns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins, í dag.
Dagur áfram borgarstjóri í nýjum meirihluta
FréttirBorgarstjórnarkosningar 2018

Dag­ur áfram borg­ar­stjóri í nýj­um meiri­hluta

Full­trú­ar Við­reisn­ar verða formað­ur borg­ar­ráðs og for­seti borg­ar­stjórn­ar. Nýr meiri­hluti Sam­fylk­ing­ar, Við­reisn­ar, Vinstri grænna og Pírata var kynnt­ur við Breið­holts­laug í dag. Líf Magneu­dótt­ir, odd­viti Vinstri grænna, raul­aði „Im­per­ial March“, stef Darth Vader úr Star Wars mynd­un­um og upp­skar mik­inn hlát­ur við­staddra.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ragnhildur Helgadóttir
4
Pistill

Ragnhildur Helgadóttir

„Þú átt ekki að vera hér“

Ragn­hild­ur Helga­dótt­ir, blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar, var mætt á Al­þingi í dag til að fylgj­ast með þing­setn­ing­unni, af­ar há­tíð­leg­um at­burði þar sem marg­ar og strang­ar regl­ur gilda, eins og raun­ar al­mennt í þing­hús­inu. Þing­mað­ur Við­reisn­ar vatt sér að Ragn­hildi og sagði að hún minnti á mann­fræð­ing þarna með stíla­bók­ina sína, en það var al­deil­is nóg sem hægt var að punkta nið­ur. Golli nýtti hins veg­ar mynda­vél­ina sína til að fanga stemn­ing­una.
„Hann vildi ekki fá þjónustu frá mér vegna þess að ég væri útlendingur“
7
ViðtalInnflytjendurnir í framlínunni

„Hann vildi ekki fá þjón­ustu frá mér vegna þess að ég væri út­lend­ing­ur“

Wend­ill Viejo, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á Land­spít­ala, seg­ir að gera megi bet­ur í því að taka á for­dóm­um gegn er­lendu heil­brigð­is­starfs­fólki. Wend­ill fór í ís­lensku­nám um leið og hann kom til lands­ins og fann sjálf­ur fyr­ir meiri for­dóm­um þeg­ar hann tal­aði minni ís­lensku. Hann starfar nú með fólki á erf­ið­ustu augna­blik­um lífs­ins á gjör­gæslu­deild Land­spít­ala.

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár