Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Seðlabankinn segir smálánafyrirtæki sniðganga lög til að græða á fjárhagsvanda ungs fólks

Með­an rík­is­stjórn­in vís­ar til „lé­legs fjár­mála­læsis hjá al­menn­ingi“ í tengsl­um við greiðslu­vanda ungs fólks bein­ir Seðla­bank­inn sjón­um að hlut­verki lög­gjaf­ans sem hafi ekki tek­ist að koma bönd­um á starf­semi smá­lána­fyr­ir­tækja.

Seðlabankinn segir smálánafyrirtæki sniðganga lög til að græða á fjárhagsvanda ungs fólks
Þetta unga par hefði líklega gott af því að taka námskeið í fjármálalæsi. Mynd: Shutterstock

Seðlabankinn telur að lög frá 2013, sem var ætlað að koma böndum á starfsemi smálánafyrirtækja, hafi ekki náð tilætluðum árangri. Fyrirtækin beiti ýmsum brögðum til að komast framhjá lögunum og í sumum tilvikum séu lögin sniðgengin með öllu. Þetta kemur fram í riti Seðlabankans, Fjármálastöðugleiki, sem kom út í gær.

Sem dæmi um aðferðirnar sem beitt er nefnir Seðlabankinn að rekstraraðili smálánafyrirtækja á Íslandi hafi selt rafbækur í skiptum fyrir svokallað flýtigjald eða lántökugjald, en andvirðið af sölunni hafi ekki verið innifalið í útreikningi á árlegri hlutfallstölu kostnaðar fyrirtækisins. 

Bent er á að helsti markhópur smálánafyrirtækja er ungt fólk sem stendur höllum fæti fjárhagslega og hefur takmarkaðan aðgang að lánsfé í hefðbundnum lánastofnunum.

Hlutfall fólks á aldrinum 18 til 29 ára sem sótt hefur um greiðsluaðlögun hjá Umboðsmanni skuldara hafi hækkað umtalsvert á síðustu árum og um leið hafi hlutfall smálánaskulda af heildarskuldbindingum hópsins aukist.

„Árið 2017 voru 70% einstaklinga sem sóttu um greiðsluaðlögun á aldrinum 18-29 ára með smálánaskuldir. Meðalfjárhæð smálánaskulda á hverja umsókn hjá sama hópi hækkaði um rúmlega 40% á milli áranna 2016 og 2017,“ segir í riti Seðlabankans. 

Stundin fjallar ítarlega um smálána- og raðgreiðslulánastarfsemi í blaðinu sem kom út í dag, einkum um umsvif Skorra Rafns Rafnssonar í íslensku viðskiptalífi. Skorri er stofnandi og eigandi smálánafyrirtækjanna 1909, Múla og Hraðpeninga en jafnframt Netgíró, eins helsta fjártæknifyrirtækis Íslands, og fyrirtækisins Aktiva sem er milliliður í lánaviðskiptum einstaklinga og fyrirtækja. Bent er á að Netgíró hf., sem veitt hefur íslenskum almenningi smá- og neyslulán fyrir marga milljarða króna, lýtur takmörkuðu opinberu eftirliti og er ekki eftirlitsskyldur aðili í sama skilningi og bankar eða tryggingafélög enda fyrirtækið ekki fjármagnað með innlánum. 

Seðlabanki Íslands hnykkir á því í ritinu sem kom út í gær að starfsemi smálánafyrirtækja veiki greiðslugetu einstaklinga sem sækja í slík lán. Þá kunni að reynast varhugavert fyrir fjármálastöðugleika á Íslandi ef stærri fjármálafyrirtæki herða á samkeppninni við smálánafyrirtæki með því að greiða aðgengi almennings að sambærilegum skammtímalánum. Slíkt geti orðið til þess að vanskil í fjármálakerfinu aukist.

Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er fjárhagsvandi lágtekjufólks á leigumarkaði og fjölgun ungs fólks sem sækir um greiðsluaðlögun hjá Umboðsmanni skuldara sett í samhengi við það sem kallað er „lélegt fjármálalæsi hjá almenningi“. Leiða má líkum að því að þarna sé vísað til þess að ungt fólk sé of ginkeypt fyrir gylliboðum smálánafyrirtækja.

Í umfjöllun Seðlabankans um smálánastarfsemi og greiðsluvanda ungs fólks er skömminni ekki skellt á almenning eða slæmt fjármálalæsi heldur sjónum beint að löggjafanum, því hvernig Alþingi og stjórnvöldum hefur mistekist að koma böndum á starfsemi smálánafyrirtækja. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár