Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Seðlabankinn segir smálánafyrirtæki sniðganga lög til að græða á fjárhagsvanda ungs fólks

Með­an rík­is­stjórn­in vís­ar til „lé­legs fjár­mála­læsis hjá al­menn­ingi“ í tengsl­um við greiðslu­vanda ungs fólks bein­ir Seðla­bank­inn sjón­um að hlut­verki lög­gjaf­ans sem hafi ekki tek­ist að koma bönd­um á starf­semi smá­lána­fyr­ir­tækja.

Seðlabankinn segir smálánafyrirtæki sniðganga lög til að græða á fjárhagsvanda ungs fólks
Þetta unga par hefði líklega gott af því að taka námskeið í fjármálalæsi. Mynd: Shutterstock

Seðlabankinn telur að lög frá 2013, sem var ætlað að koma böndum á starfsemi smálánafyrirtækja, hafi ekki náð tilætluðum árangri. Fyrirtækin beiti ýmsum brögðum til að komast framhjá lögunum og í sumum tilvikum séu lögin sniðgengin með öllu. Þetta kemur fram í riti Seðlabankans, Fjármálastöðugleiki, sem kom út í gær.

Sem dæmi um aðferðirnar sem beitt er nefnir Seðlabankinn að rekstraraðili smálánafyrirtækja á Íslandi hafi selt rafbækur í skiptum fyrir svokallað flýtigjald eða lántökugjald, en andvirðið af sölunni hafi ekki verið innifalið í útreikningi á árlegri hlutfallstölu kostnaðar fyrirtækisins. 

Bent er á að helsti markhópur smálánafyrirtækja er ungt fólk sem stendur höllum fæti fjárhagslega og hefur takmarkaðan aðgang að lánsfé í hefðbundnum lánastofnunum.

Hlutfall fólks á aldrinum 18 til 29 ára sem sótt hefur um greiðsluaðlögun hjá Umboðsmanni skuldara hafi hækkað umtalsvert á síðustu árum og um leið hafi hlutfall smálánaskulda af heildarskuldbindingum hópsins aukist.

„Árið 2017 voru 70% einstaklinga sem sóttu um greiðsluaðlögun á aldrinum 18-29 ára með smálánaskuldir. Meðalfjárhæð smálánaskulda á hverja umsókn hjá sama hópi hækkaði um rúmlega 40% á milli áranna 2016 og 2017,“ segir í riti Seðlabankans. 

Stundin fjallar ítarlega um smálána- og raðgreiðslulánastarfsemi í blaðinu sem kom út í dag, einkum um umsvif Skorra Rafns Rafnssonar í íslensku viðskiptalífi. Skorri er stofnandi og eigandi smálánafyrirtækjanna 1909, Múla og Hraðpeninga en jafnframt Netgíró, eins helsta fjártæknifyrirtækis Íslands, og fyrirtækisins Aktiva sem er milliliður í lánaviðskiptum einstaklinga og fyrirtækja. Bent er á að Netgíró hf., sem veitt hefur íslenskum almenningi smá- og neyslulán fyrir marga milljarða króna, lýtur takmörkuðu opinberu eftirliti og er ekki eftirlitsskyldur aðili í sama skilningi og bankar eða tryggingafélög enda fyrirtækið ekki fjármagnað með innlánum. 

Seðlabanki Íslands hnykkir á því í ritinu sem kom út í gær að starfsemi smálánafyrirtækja veiki greiðslugetu einstaklinga sem sækja í slík lán. Þá kunni að reynast varhugavert fyrir fjármálastöðugleika á Íslandi ef stærri fjármálafyrirtæki herða á samkeppninni við smálánafyrirtæki með því að greiða aðgengi almennings að sambærilegum skammtímalánum. Slíkt geti orðið til þess að vanskil í fjármálakerfinu aukist.

Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er fjárhagsvandi lágtekjufólks á leigumarkaði og fjölgun ungs fólks sem sækir um greiðsluaðlögun hjá Umboðsmanni skuldara sett í samhengi við það sem kallað er „lélegt fjármálalæsi hjá almenningi“. Leiða má líkum að því að þarna sé vísað til þess að ungt fólk sé of ginkeypt fyrir gylliboðum smálánafyrirtækja.

Í umfjöllun Seðlabankans um smálánastarfsemi og greiðsluvanda ungs fólks er skömminni ekki skellt á almenning eða slæmt fjármálalæsi heldur sjónum beint að löggjafanum, því hvernig Alþingi og stjórnvöldum hefur mistekist að koma böndum á starfsemi smálánafyrirtækja. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár