Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Íslenski flautukórinn spilar verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson

Ís­lenski flautu­kór­inn held­ur tón­leika í Nor­ræna hús­inu sunnu­dag­inn 22. apríl kl. 15.15 og er yf­ir­skrift þeirra Í minn­ingu Þor­kels Sig­ur­björns­son­ar. „Það er ótrú­lega gam­an að flytja þessi verk eft­ir Þor­kel,“ seg­ir Haf­dís Vig­fús­dótt­ir flautu­leik­ari, en hún er einn stjórn­ar­með­lima Ís­lenska flautu­kórs­ins.

Íslenski flautukórinn spilar verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson
Hafdís Vigfúsdóttir „Þorkell skrifaði ótrúlegt magn af tónlist og mikið fyrir flautuna.“ Mynd: Heiða Helgadóttir

Íslenski flautukórinn var stofnaður árið 2003 og fagnar því 15 ára starfsafmæli í ár. Meðlimir hans eru starfandi hljóðfæraleikarar og tónlistarkennarar og er fjöldi þátttakenda breytilegur eftir verkefnum.

Íslenski flautukórinn heldur í samstarfi við Listasafn Íslands úti hádegistónleikaröðinni Andrými í litum og tónum síðasta föstudag í hverjum mánuði. Þetta eru ókeypis hádegistónleikar og þar koma meðlimir hópsins gjarnan fram í minni hópum og hafa oft gesti með sér.

Hafdís Vigfúsdóttir, flautuleikari og meðlimur Íslenska flautukórsins, segir að einhver einnn úr hópnum taki að sér að sjá um tiltekna tónleika. „Þetta er góður vettvangur til að kynna fjölbreytta kammermúsík flautunnar. Við höfum staðið fyrir mörgum spennandi tónleikum og í síðasta Andrými, í lok mars, frumflutti Pamela de Sensi tvö ný íslensk verk eftir Gunnar Andreas Kristinsson og Harald Vigni Sveinbjörnsson en þessi verk eru skrifuð fyrir kontrabassaflautuna hennar. Í lok apríl mun Berglind María Tómasdóttir sjá um tónleikana í Andrými.“

Áhersla …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár