Harpa Óskarsdóttir er í veikindaleyfi frá meistaranámi í líf- og læknavísindum en hún hefur í mörg ár verið með æxli við heiladingulinn sem valda Cushings-heilkenni.
„Einkenni sjúkdómsins eru margþætt, svo sem óútskýrð þyngdaraukning, háþrýstingur, þunglyndi, kvíði, svefnleysi, pirringur, þunn húð, húðslit, þróttleysi í vöðvum, beinþynning og lélegt ónæmiskerfi – ég hef fengið flestar pestir sem hafa gengið og er lengi að jafna mig eftir þær.
„Ég fór árið 2016 í aðgerð til að láta fjarlægja heiladingulsæxli en þá voru tvö æxli fjarlægð í gegnum nefið“
Það er erfitt að greina þennan sjúkdóm en ég var í greiningarferli í þrjú ár og búin að vera veik mikið lengur. Það endaði með rannsókn í Svíþjóð árið 2016 og var þrætt frá nára upp að heiladingli til að mæla hormónin á mismunandi stöðum í líkamanum. Þá var loksins 100% ljóst að það væru æxli við heiladingulinn. Æxlin eru svo lítil og erfitt að …
Athugasemdir