Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Vill að opinberum aðilum verði gert skylt að kolefnisjafna sig

Þings­álykt­un­ar­til­laga Vil­hjálms Árna­son­ar ger­ir ráð fyr­ir að tek­ið verði mið af samn­ingi stjórn­ar­ráðs­ins við Kol­við frá ár­inu 2008. Eldsneyt­is­notk­un rík­is­ins ekki ver­ið kol­efnis­jöfn­uð frá ár­inu 2009.

Vill að opinberum aðilum verði gert skylt að kolefnisjafna sig
Vill að ríkið kolefnisjafni sig Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að opinberum aðilum verði gert skylt að kolefnisjafna eldsneytisnotkun sína. Mynd: xd.is

Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga á Alþingi um að öllum opinberum aðilum verði gert skylt að kolefnisjafna eldsneytisnotkun sína. Líkt og Stundin greindi frá í síðustu viku eru engin ráðuneytanna, engar ríkisstofnanir og aðeins sárafá fyrirtæki í eigu hins opinbera þátttakendur í Kolviði, sjóði sem hefur það verkefni að veita fyrirtækjum, stofnunum, félagasamtökum og einstaklingum færi á að gerast kolefnishlutlaus.

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er flutningsmaður tillögunnar. Í henni segir að Alþingi feli forsætisráðherra beita sér fyrir innleiðingu reglna þar sem opinberum aðilum verði gert að kolefnisjafna sig. Í því skyni verði skipaður starfshópur sem geri tillögur að útfærslu slíkra reglna og verði meðal annars tekið mið að samningi þeim sem forsætisráðuneytið og Kolviður gerðu um kolefnisjöfnun bílaflota ríkisins árið 2008.

Í kjölfar efnahagshrunsins var samningur stjórnarráðsins við Kolvið ekki endurnýjaður og hefur eldsneytisnotkun ríkisins ekki verið kolefnisjöfnuð frá árinu 2009. Kostnaður við jöfnunina þau tvö ári sem verkefnið stóð, 2008 og 2009 nam um 15 milljónum króna á ári.

Hið opinbera gangi á undan með góðu fordæmi

„Flutningsmanni þessarar tillögu þykir tími til kominn að hið opinbera hefji aftur kolefnisjöfnun vegna eldsneytisnotkunar og telja ráðlegt að hver og einn opinber aðili beri ábyrgð á kolefnisjöfnun eldsneytisnotkunar sinnar, ólíkt því sem var 2008–2009. Flutningsmaður telur mikilvægt að hið opinbera gangi á undan með góðu fordæmi fyrir atvinnulífið og einkaaðila sem margir hverjir hafa þegar stigið þetta skref í samræmi við skuldbindingar í tengslum við Parísarsamkomulagið,“ segir þá í tillögunni.




 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu