Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Vill að opinberum aðilum verði gert skylt að kolefnisjafna sig

Þings­álykt­un­ar­til­laga Vil­hjálms Árna­son­ar ger­ir ráð fyr­ir að tek­ið verði mið af samn­ingi stjórn­ar­ráðs­ins við Kol­við frá ár­inu 2008. Eldsneyt­is­notk­un rík­is­ins ekki ver­ið kol­efnis­jöfn­uð frá ár­inu 2009.

Vill að opinberum aðilum verði gert skylt að kolefnisjafna sig
Vill að ríkið kolefnisjafni sig Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að opinberum aðilum verði gert skylt að kolefnisjafna eldsneytisnotkun sína. Mynd: xd.is

Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga á Alþingi um að öllum opinberum aðilum verði gert skylt að kolefnisjafna eldsneytisnotkun sína. Líkt og Stundin greindi frá í síðustu viku eru engin ráðuneytanna, engar ríkisstofnanir og aðeins sárafá fyrirtæki í eigu hins opinbera þátttakendur í Kolviði, sjóði sem hefur það verkefni að veita fyrirtækjum, stofnunum, félagasamtökum og einstaklingum færi á að gerast kolefnishlutlaus.

Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er flutningsmaður tillögunnar. Í henni segir að Alþingi feli forsætisráðherra beita sér fyrir innleiðingu reglna þar sem opinberum aðilum verði gert að kolefnisjafna sig. Í því skyni verði skipaður starfshópur sem geri tillögur að útfærslu slíkra reglna og verði meðal annars tekið mið að samningi þeim sem forsætisráðuneytið og Kolviður gerðu um kolefnisjöfnun bílaflota ríkisins árið 2008.

Í kjölfar efnahagshrunsins var samningur stjórnarráðsins við Kolvið ekki endurnýjaður og hefur eldsneytisnotkun ríkisins ekki verið kolefnisjöfnuð frá árinu 2009. Kostnaður við jöfnunina þau tvö ári sem verkefnið stóð, 2008 og 2009 nam um 15 milljónum króna á ári.

Hið opinbera gangi á undan með góðu fordæmi

„Flutningsmanni þessarar tillögu þykir tími til kominn að hið opinbera hefji aftur kolefnisjöfnun vegna eldsneytisnotkunar og telja ráðlegt að hver og einn opinber aðili beri ábyrgð á kolefnisjöfnun eldsneytisnotkunar sinnar, ólíkt því sem var 2008–2009. Flutningsmaður telur mikilvægt að hið opinbera gangi á undan með góðu fordæmi fyrir atvinnulífið og einkaaðila sem margir hverjir hafa þegar stigið þetta skref í samræmi við skuldbindingar í tengslum við Parísarsamkomulagið,“ segir þá í tillögunni.




 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
6
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár