Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Geir Þorsteinsson leiðir Miðflokkinn í Kópavogi

Fyrr­ver­andi formað­ur Knatt­spyrnu­sam­bands Ís­lands fer í sveit­ar­stjórn­ar­póli­tík­ina.

Geir Þorsteinsson leiðir Miðflokkinn í Kópavogi
Fer fram fyrir Miðflokkinn Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður KSÍ, hefur ákveðið að taka slaginn í sveitarstjórnarkosningunum í Kópavogi.

Geir Þorsteinsson, fyrrverandi formaður Knattspyrnusambands Íslands (KSÍ), mun leiða framboð Miðflokksins til bæjarstjórnar í Kópavogi í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Geir lét af embætti formanns KSÍ á síðasta ári og hyggst nú demba sér í pólitíkina.

Geir var framkvæmdastjóri KSÍ á árunum 1997 til 2007 og formaður sambandsins árin 2007 til 2017. Hann hefur frá því hann vék úr stóli formanns, fyrir Guðna Bergsyni, unnið að sérverkefnum fyrir Knattspyrnusamband Evrópu.

Í fréttatilkynningu frá Miðflokknum er haft eftir Geir að stefna Miðflokksins verði að lækka álögur á íbúa Kópavogs og auka þjónustu bæjarfélagsins. Þá muni flokkurinn kynna stefnu sína frekar, sem og framboðslista, á næstunni.

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
4
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár