Greiðslu- og smálánafyrirtækið Netgíró hf., sem veitt hefur íslenskum almenningi smá- og neyslulán fyrir marga milljarða króna, lýtur takmörkuðu opinberu eftirliti og í raun bara Neytendastofu. Netgíró er ekki eftirlitsskyldur aðili eins og bankar eða tryggingafélög, þar sem fyrirtækið er ekki fjármagnað með innlánum, peningum almennings, og lýtur því ekki eftirliti Fjármálaeftirlitisins. Netgíró er ungt fyrirtæki, stofnað 2012, en fyrirtækið hefur aukið veltu sína umtalsvert á hverju ári og náði að skila hagnaði árið 2016 þegar hlutafé þess var tvöfaldað upp í tæplega 300 milljónir.
Framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Helgi Björn Kristinsson, hefur sagt í viðtali við Viðskiptablaðið að hann bindi vonir við að velta fyrirtækisins verði meiri en 14 milljarðar króna á þessu ári. Stundin hefur heimildir fyrir því að velta einstakra fyrirtækja með vörur sem Netgíró hefur lánað fyrir nemi allt að einum milljarði króna. Helgi Björn vill ekki segja hverjar veltutölur fyrirtækisins eru í svörum sínum við spurningum blaðsins. …
Athugasemdir