Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Ólýsanlega stolt þegar einhverfur sonurinn setti upp hvítu húfuna

„Heim­ur­inn þarfn­ast mis­mun­andi huga,“ seg­ir Daní­el Arn­ar Sig­ur­jóns­son, en hann er greind­ur með dæmi­gerða ein­hverfu og hef­ur nú lok­ið stúd­ents­prófi. Við út­skrift fékk hann verð­laun fyr­ir framúrsk­ar­andi ár­ang­ur í sögu og kvik­mynda­fræði. Það besta við fram­halds­skóla­ár­in var samt að öðl­ast meiri fé­lags­færni og sjálfs­traust, því all­ir þurfa á vin­um að halda. Nú er Daní­el í fé­lags­skap fyr­ir ein­hverfa sem kalla sig Hugs­uð­ina.

Ólýsanlega stolt þegar einhverfur sonurinn setti upp hvítu húfuna

Sem kornabarn var sem Daníel Arnar dveldi í þöglum heimi, en hann hvorki hjalaði né grét. Móðir hans hélt honum þétt í fangi sér og bæði sönglaði til hans og talaði, það var sem samskiptin færu fram í huganum, einhvern veginn. „Mér fannst hann svara mér, ég trúði því af öllu hjarta, en hann var ekki að því,“ segir móðir hans, Arna María Smáradóttir, einlægt. Tólf ára gamall fékk Daníel Arnar frumgreiningu á dæmigerðri einhverfu, ári seinna lá endanleg greining fyrir, en hann skoraði mjög hátt í þeim prófum sem lögð voru fyrir hann. Daníel Arnar ber með sér yfirbragð sem einkennist af mannlegri áhugasemi og stóískri ró. Þegar hann talar þá hlusta aðrir. Það kemur því ekki á óvart að hann hafi verið beðinn um að flytja erindi um sínar tómstundir á málþingi á vegum Einhverfusamtakanna á dögunum. Hann hefur margt til máls að leggja og hefur kosið að …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár