1. Að þakka fyrir það sem ég hef
Það er svo margt sem maður hefur til að þakka fyrir. Lífsbaráttan er hörð þar sem við bjuggum í Eþíópíu og það er svo margt sem manni finnst vera sjálfsagt hérna heima en það er ekki sjálfsagt mál fyrir alla. Við höfum nóg af vatni og getum farið til læknis og fengið lyf þegar þarf en það er fullt af fólki sem hefur engan aðgang að slíku. Sumir í Eþíópíu búa til dæmis í moldarkofum. Vinkonur mínar í Eþíópíu teljast vera ágætlega staddar á þeirra mælikvarða en ef maður myndi bera það saman við aðstæður á Íslandi þá myndu þær teljast vera fátækar.
2. Að nýta hlutina og leggja áherslu á nægjusemi
Við bjuggum í nokkur ár í litlu þorpi og ég gat ekki farið út í búð þegar hentaði. Ég þurfti að skipuleggja mig fram í tímann og lærði til dæmis …
Athugasemdir