Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Forstjóra Cambridge Analytica lýst sem galdramanni á vefsíðu Advania

Var rek­inn eft­ir upp­ljóstran­ir um mút­ur og kúg­an­ir. Fyr­ir­tæk­ið beitti óhrein­um með­öl­um í kosn­inga­bar­átt­um víða um heim. Fyr­ir­lest­ur for­stjór­ans í Hörpu á síð­asta ári sagð­ur magn­að­ur

Forstjóra Cambridge Analytica lýst sem galdramanni á vefsíðu Advania
Sagður töframaður Alexander Nix var lýst sem töframanni á vef íslenska hugbúnaðarfyrirtækisins Advania á síðasta ári. Hann hefur nú verið rekinn úr forstjórastól Cambridge Analytica eftir að í ljós kom að fyrirtækið beitti mútum, kúgunum og hótunum í kosningabaráttum, og varð sér úti um persónuupplýsingar tug milljóna manna af Facebook með blekkingum. Mynd: Wikimedia Commons

Alexander Nix, sem rekinn var úr forstjórastóli breska greiningarfyrirtækisins Cambridge Analytica síðastliðinn þriðjudag, var einn aðalgesta haustráðstefnu Advania á síðasta ári. Í umfjöllun Advania um erindi Nix var honum lýst sem galdramanni og því lýst yfir að hann væri á leið til landsins til að kynna Íslendingum töfrabrögð sín í eigin persónu. Nix var rekinn eftir umfjöllun bresku sjónvarpsstöðvarinnar Channel 4 þar sem fram kom að Cambridge Analytica hefði beitt mútum og kúgunum gegn pólitískum andstæðingum umbjóðenda sinna.

Mikill styrr hefur staðið um Cambrigde Analytica síðustu daga eftir að umfjöllun Channel 4 fór í loftið. Í umfjölluninni kom fram að fyrirtækið hefði beitt óhreinum meðulum, og ólöglegum, í kosningabaráttum víðs vegar um heiminn og notað til þess ótölulegan fjölda undirverktaka og skúffufyrirtækja til að hylja slóð sína. Þá hefði stjórnmálamönnum verið mútað, þeim hefði verið boðnar vændiskonur og þeir sem hefðu bitið á agn fyrirtækisins síðan verið hótað að upplýsingar um slíkt yrðu birtar. Nix sjálfur lýsti sumum þessara bellibragða í samtölum við starfsmann Channel 4 en samskipti þeirra voru tekin upp á falda myndavél.  

Beittu blekkingum til að komast yfir persónuupplýsingar

Um liðna helgi var greint frá því að fyrirtækið hefði með blekkingum safnað saman persónuupplýsingum tugmilljóna Facebook-notenda, allt að 50 milljóna notenda. Þær upplýsingar hafi síðan, að því er haldið hefur verið fram, verið notaðar til að hafa áhrif á kjósendur í bandarísku forsetakosningunum. Cambridge Analytica hefur enda hrósað sér af því að hafa unnið þær kosningar fyrir Donald Trump. Þá er vitað að fyrirtækið vann fyrir samtök sem studdu útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, og einnig hefur komið fram að það hafi unnið fyrir rússnesk stórfyrirtæki sem hafi náin tengsl við rússnesk yfirvöld. Facebook hefur legið undir háværri gagnrýni fyrir að verja ekki persónuupplýsingar notenda sinna betur en raun ber vitni og hefur Mark Zuckerberg, forstjóri fyrirtækisins meðal annars verið kallaður fyrir breska þingnefnd vegna málsins.  

Talað um töfrabrögð

Sem fyrr segir var Alexander Nix einn aðalgestur haustráðstefnu Advania í Hörpu á síðasta ári. Í grein á vef Advania þar sem Nix var kynntur til sögunnar voru ekki spöruð stór orð um hann eða Cambridge Analytica. Aðferðum fyrirtækisins var þar líkt við töfrabrögð og tækniundur. Þá var á Facebook-síðu Advania birt færsla um erindi Nix, það sagt magnað og gestir hafi margir hverjir setið eftir orðlausir.

„Um mitt síðasta ár störfuðu 30 manns við forsetaframboð Donalds Trump. Starfsmenn Hillary Clinton voru 800 talsins og forskot hennar á keppinautinn var mælt í tveggja stafa tölum. Ekkert virtist geta komið í veg fyrir sigur Hillary og heimurinn bjó sig undir söguleg kosningaúrslit.

Við þær aðstæður var ákveðið í herbúðum Trump að leita til manns að nafni Alexander Nix, forstjóra fyrirtækisins Cambridge Analytica hafði þróað byltingarkenndar aðferðir til að hafa áhrif á hegðun fólks. Ýmsir töldu aðferðafræði Cambridge Analytica þegar hafa sannað sig, enda höfðu Brexit-sinnar nýtt sér þjónustu fyrirtækisins í aðdraganda kosninganna um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, þar sem úrslitin komu flestum í opna skjöldu. Nú skyldi sömu aðferðum beitt til að ná hinu ómögulega markmiði: Að koma umdeildasta forsetaframbjóðanda sögunnar í Hvíta húsið. Árangurinn þekkja allir og Alexander Nix er orðinn heimsþekktur, ýmist sem galdra- eða glæframaður sem sumir telja jafnvel vera ógn við lýðræðið í heiminum. Sjálfur er maðurinn hinn viðkunnanlegasti, eins og Íslendingar geta séð í næstu viku þegar hann kemur til Íslands og kynnir okkur töfrabrögðin í eigin persónu,“ sagði í greininni.  

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Tugir sjúklinga dvöldu á bráðamóttökunni lengur en í 100 klukkustundir
2
FréttirÁ vettvangi

Tug­ir sjúk­linga dvöldu á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir

Vegna pláss­leys­is á legu­deild­um Land­spít­al­ans er bráða­mót­tak­an oft yf­ir­full og því þurftu 69 sjúk­ling­ar að dvelja á bráða­mót­tök­unni leng­ur en í 100 klukku­stund­ir í sept­em­ber og októ­ber. Þetta kem­ur fram í þáttar­öð­inni Á vett­vangi sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son vinn­ur fyr­ir Heim­ild­ina. Í fjóra mán­uði hef­ur hann ver­ið á vett­vangi bráða­mótt­tök­unn­ar og þar öðl­ast ein­staka inn­sýni í starf­sem­ina, þar sem líf og heilsa fólks er und­ir.
Mataræði er vanræktur þáttur í svefnvanda
3
Viðtal

Mataræði er van­rækt­ur þátt­ur í svefn­vanda

Góð­ur svefn er seint of­met­inn en vanda­mál tengd svefni eru al­geng á Vest­ur­lönd­um. Tal­ið er að um 30 pró­sent Ís­lend­inga sofi of lít­ið og fái ekki end­ur­nær­andi svefn. Ónóg­ur svefn hef­ur áhrif á dag­legt líf fólks og lífs­gæði. Svefn er flók­ið fyr­ir­bæri og margt sem get­ur haft áhrif á gæði hans, má þar nefna lík­am­lega og and­lega sjúk­dóma, breyt­inga­skeið, álag, kvíða, skort á hreyf­ingu og áhrif sam­fé­lags­miðla á svefn­gæði. Áhrif nær­ing­ar og neyslu ákveð­inna fæðu­teg­unda á svefn hafa hins veg­ar ekki vak­ið at­hygli þar til ný­lega.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár