Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Kona í hjólastól þurfti að yfirgefa salinn áður en leiksýningu lauk

Skýr­ing­in sem starfs­fólk Borg­ar­leik­húss­ins fékk var að akst­ur stæði henni ekki til boða eft­ir klukk­an tíu á kvöld­in. Akst­ur­inn ekki á veg­um ferða­þjón­ustu fatl­aðra.

Kona í hjólastól þurfti að yfirgefa salinn áður en leiksýningu lauk
Brugðið Berg Þór Ingólfssyni, leikara við Borgarleikhúsið, var brugðið í gær þegar áhorfandi í hjólastól þurfti að yfirgefa leiksýningu áður en henni var lokið. Skýringin sem fékkst var að áhorfandanum stæði ekki til boða að fá keyrslu eftir tíu á kvöldin. Ferðaþjónusta fatlaðra í Kópavogi og Strætó sem sinnir ferðaþjónustunni fyrir hin sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu staðfesta þó að ekki hafi verið um keyrslu á þeirra vegum að ræða. Mynd: Pressphotos

Bergur Þór Ingólfsson, leikari við Borgarleikhúsið, lýsti því í Facebook-færslu í gærkvöldi að á sýningu sem hann hafi verið að leika í hafi kona í hjólastól yfirgefið salinn fimmtán mínútum áður en sýningunni lauk. „Þegar var farið að spyrjast fyrir um hvort eitthvað alvarlegt hafi komið upp á var skýringin sú að akstur stendur henni ekki til boða eftir klukkan tíu á kvöldin. Henni er semsagt smalað upp í bíl áður en tjaldið fellur,“ skrifaði Bergur Þór. Ferðaþjónusta fatlaðra á höfuðborgarsvæðinu segir þó að ekki hafi verið um akstur á sínum vegum að ræða.

Kristín Eysteinsdóttir Borgarleikhússtýra var á sýningunni og varð sömuleiðis vör við þegar konan yfirgaf salinn. „Maður tekur eftir því þegar fólk fer úr salnum og við fórum auðvitað að velta fyrir okkur hvort eitthvað hefði komið fyrir. Þá fengum við þessi svör sem Bergur lýsir. Þetta er auðvitað alveg hrikalegt og nær ekki nokkurri átt. Ég hyggst hafa samband við konuna í dag og bjóða henni að koma aftur á sýningu hjá okkur, ég vil bara að hún viti að hún er velkomin í Borgarleikhúsið.“

Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir að það þessi lýsing sé eins og aftan úr fortíðinni. „Ég heyrði af svona tilvikum fyrir mörgum árum síðan en síðan þá hefur reglunum verið breytt. Þetta kemur því ansi mikið á óvart. Þetta á alla vega ekki að þurfa að gerast.“

Árið 2014 var þjónustu Ferðaþjónustu fatlaðra breytt og hún færð til miðnættis á virkum dögum. Um síðustu áramót, þegar Strætó hóf næturakstur til eitt á nóttinni, var þjónusta Ferðaþjónustunnar færð til samræmis við það einnig. Ferðaþjónusta fatlaðra í Kópavogi veitir þjónustu til miðnættis á virkum dögum. 

Allt eðlilegt hjá ferðaþjónustunni

Stundin aflaði upplýsinga bæði hjá Ferðaþjónustu fatlaðra í Kópavogi og hjá Strætó bs. sem sinnir ferðaþjónustu fatlaðra fyrir önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu. Í báðum tilfellum var hægt að staðfesta að ekkert hefði farið úrskeiðis hvað varðar ferðaþjónustuna. Enginn akstur var þannig hjá Ferðaþjónustu fatlaðra í Kópavogi frá Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi Strætó, segir að þar á bæ hafi verið kannað hvort um akstur á þeirra vegum hafi verið að ræða. Ein ferð hafi verið farin frá Borgarleikhúsinu, um klukkan korter yfir tíu. „Við erum búin að staðfesta að þetta hafi ekki verið ferð á okkar vegum. Við höfðum samband við farþegann í þeirri ferð sem svaraði því til að allt hefði gengið vel og verið eðlilegt.“

Stundin hefur ekki náð sambandi við konuna sem um ræðir.

 

 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár