Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

„Deginum ljósara að utanríkisráðherra er ekki treystandi til að sinna þessu máli“

Ut­an­rík­is­ráð­herra hef­ur ekki rætt við varn­ar­mála­ráð­herra Tyrk­lands vegna máls Hauks Hilm­ars­son­ar. „Til marks um al­gjöra van­virð­ingu við líf Hauks,“ seg­ir að­stand­andi.

„Deginum ljósara að utanríkisráðherra er ekki treystandi til að sinna þessu máli“
Treystir utanríkisráðherra ekki fyrir málinu Snorri Páll Jónsson, vinur Hauks, og Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.

Utanríkisráðherra hefur ekki rætt við varnarmálaráðherra Tyrklands vegna máls Hauks Hilmarssonar sem sagður er hafa fallið í hernaðaraðgerðum Tyrkja í Sýrlandi þann 24. febrúar síðastliðinn. 

Þetta staðfestir María Mjöll Jónsdóttir, staðgengill upplýsingafulltrúa, í samtali við Stundina. Hún tekur þó fram að ráðuneytið hafi leitað allra formlegra og óformlegra leiða til að afla upplýsinga um afdrif Hauks. 

Uppfært:
María hafði samband eftir að fréttin birtist og sagðist aðeins geta staðfest að ráðherra hefði ekki rætt við varnarmálaráðherra Tyrklands. Áður kom fram, á grundvelli símtals við Maríu, að utanríkisráðuneytið staðfesti að hvorki ráðherra né embættismenn hefðu rætt við varnarmálaráðherra eða varnarmálaráðuneyti Tyrklands. María segir að þar hafi verið um misskilning að ræða. Hún geti ekki upplýst um hvort utanríkisráðuneytið hafi haft samband við varnarmálaráðuneyti Tyrklands með einum eða öðrum hætti, heldur aðeins staðfest að ráðherrarnir áttu ekki fund. Aðspurð hvort fullyrðingin „Utanríkisráðuneytið hefur ekki haft samband við varnarmálaráðherra Tyrklands vegna máls Hauks Hilmarssonar“ væri röng sagðist María ekki geta svarað því. Viðtalið við Snorra Pál hér að neðan verður að skoðast í því ljósi að það var tekið áður en María hafði samband á ný og var viðbragð við þeirri staðfestingu sem fram hafði komið.

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði í viðtali á Morgunvaktinni á RÚV í morgun að viðbrögð Tyrkja við umleitunum íslenskra stjórnvalda vegna leitarinnar að Hauki Hilmarssyni hefðu „ekki verið neikvæð“. Tyrkir hefðu lýst yfir samstarfsvilja en því miður væri „ekkert að frétta“. María segir að sú staða sé óbreytt.

Snorri Páll Jónsson, vinur Hauks til margra ára, furðar sig á að íslensk stjórnvöld hafi ekki haft samband við varnarmálaráðuneyti Tyrklands sem hefur málefni hersins á sinni könnu.

„Þetta staðfestir þann grun okkar, vina Hauks, sem höfum verið að rannsaka málið sjálfstætt ásamt fjölskyldunni frá því að fregnirnar bárust í síðustu viku, að íslensk stjórnvöld hafi – þvert á eigin yfirlýsingar – ekki gert allt sem í þeirra valdi stendur til að komast að hinu sanna um afdrif Hauks. Það er borðleggjandi og augljóst hverjum heilvita manni að þegar grennslast á fyrir um einstakling sem talinn er hafa fallið eða særst í árásum tyrkneska hersins – og það á svæði sem nú er undir tyrkneskum yfirráðum – þá þarf fyrst af öllu að hafa samband við þá aðila sem bera ábyrgð á verkum hersins: varnarmálaráðuneytið og varnarmálaráðherrann,“ segir Snorri. 

„Frá upphafi hefur mér þótt ómögulegt að vantreysta ekki Guðlaugi Þór og samflokksfólki hans, enda flokkur þeirra í blygðunarlausu samkrulli við flokk Erdogans, Tyrklandsforseta, með veru sinni í bræðralagi evrópskra íhaldsmanna, ACRE. Nú, þegar sú tilfinning hefur verið staðfest, er deginum ljósara að utanríkisráðherra er ekki treystandi til að sinna þessu máli. Sé Haukur einhverstaðar á lífi getur hver klukkustund skipt máli, sér í lagi ef hann er í haldi tyrkneska yfirvalda eða bandamanna þeirra. Aðgerðarleysið og vanrækslan eru til marks um algjöra vanvirðingu við líf Hauks. Í ljósi þessara upplýsinga blasir við sú augljósa krafa að óháðir aðilar taki héðan í frá við keflinu og komist að því hvar Haukur er niðurkominn og hvort hann er lifandi eða látinn.“

Guðbjörn Dan Gunnarsson, móðurbróðir Hauks Hilmarssonar, greinir frá því á Facebook að hann hafi fundað með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í dag. Hún hyggist gera hvað hún geti til að hjálpa aðstandendum Hauks. „Fyrr í dag kom ég við í Stjórnarráðinu og bað um að fá að ræða við forsætisráðherra. Hún var á fundi. Ég fékk símtal 20 mínútum síðar og var boðið að koma á fund sem ég gerði,“ skrifar Guðbjörn á Facebook. „Við fórum yfir stöðuna og málið og mun Katrín Jakobsdóttir heyra í Guðlaugi Þór og fá upplýsingar um þeirra aðkomu og bjóða fram aðstoð sína.“

Snorri Páll bendir á að enn liggi ekki fyrir nein staðfesting á því að fréttirnar af andláti Hauks séu réttar, hvorki frá tyrkneskum yfirvöldum né frá kúrdísku hersveitunum.

„Það sem okkur finnst svo skrítið, okkur vinum og félögum Hauks, er að eftir rúmlega 10 daga leit, eftir að fram hefur komið á tyrkneskum miðlum að tyrkneski herinn sé með líkið, þá virðist utanríkisþjónustan á Íslandi ófær um að fá staðfestingu á því hvort hann sé lífs eða liðinn.“

Snorri fagnar því að Katrín Jakobsdóttir ætli að blanda sér í málið. „En ég verð að segja að það kemur mér á óvart að hún, verandi forsætisráðherra Íslands og formaður flokks sem hefur staðið fyrir andstöðu við hernað og veru Íslands í hernaðarbandalögum, skuli ekki fyrr en nú, 10 dögum eftir að fréttir berast og eftir þrýsting frá fjölskyldunni, ákveða að blanda sér í málið.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Að starfa með eldra fólki stækkar hjartað
5
VettvangurInnflytjendurnir í framlínunni

Að starfa með eldra fólki stækk­ar hjart­að

Starfs­fólki hjúkr­un­ar­heim­ila af er­lend­um upp­runa hef­ur fjölg­að veru­lega. Yf­ir helm­ing­ur starfs­fólk á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Skjóli er af er­lend­um upp­runa. Kant­hi hef­ur starf­að við umönn­un í 37 ár og seg­ir tím­ana erf­ið­ari en „í gamla daga“. Zlata Cogic kom til Ís­lands frá Bosn­íu fyr­ir sjö ár­um og upp­lifði í fyrsta sinn ham­ingju í starfi. Heim­ild­in kíkti á dagvakt á Skjóli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
2
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.
Lögmaður konunnar segir lögregluna fara með ósannindi
3
Fréttir

Lög­mað­ur kon­unn­ar seg­ir lög­regl­una fara með ósann­indi

Lög­mað­ur konu sem var til rann­sókn­ar vegna meintr­ar byrlun­ar, af­rit­un­ar á upp­lýs­ing­um af síma og dreif­ingu á kyn­ferð­is­legu mynd­efni seg­ir ým­is­legt hrein­lega ósatt í yf­ir­lýs­ingu sem lög­regl­an birti á Face­book­síðu sinni í til­efni af nið­ur­fell­ingu máls­ins. „Lög­regl­an er þarna að breiða yf­ir eig­in klúð­ur, eig­in mis­tök,“ seg­ir hann og kall­ar eft­ir op­in­berri rann­sókn á vinnu­brögð­um lög­regl­unn­ar.
Dóttirin neyðist til að hitta geranda sinn í skólanum: „Við erum dauðhrædd um að missa hana“
5
Fréttir

Dótt­ir­in neyð­ist til að hitta ger­anda sinn í skól­an­um: „Við er­um dauð­hrædd um að missa hana“

Kristjana Gísla­dótt­ir, móð­ir tæp­lega 14 ára stúlku, seg­ir að sam­nem­andi dótt­ur henn­ar hafi brot­ið á henni kyn­ferð­is­lega í grunn­skóla þeirra í vor og að barna­vernd Kópa­vogs hafi ekki tal­ið ástæðu til að kanna mál­ið. Kristjönu þyk­ir Snæ­lands­skóli ekki koma til móts við dótt­ur henn­ar, sem þol­ir ekki að hitta dreng­inn dag­lega, og get­ur því ekki mætt til skóla.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
6
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
„Oft á dag hugsa ég til drengjanna minna“
7
Viðtal

„Oft á dag hugsa ég til drengj­anna minna“

Jóna Dóra Karls­dótt­ir hef­ur lif­að með sorg helm­ing ævi sinn­ar en hún missti unga syni sína í elds­voða ár­ið 1985. Í þá daga mátti varla tala um barn­smissi en hún lagði sig fram um að opna um­ræð­una. Fyr­ir starf sitt í þágu syrgj­enda hlaut Jóna Dóra fálka­orð­una í sum­ar. „Ég er viss um að ég á fullt skemmti­legt eft­ir. En það breyt­ir ekki því að ég er skít­hrædd um börn­in mín og barna­börn. Það hætt­ir aldrei“.
Fann fyrir sterkri þörf fyrir að vernda dóttur sína eftir að hún kom út
8
ViðtalBörnin okkar

Fann fyr­ir sterkri þörf fyr­ir að vernda dótt­ur sína eft­ir að hún kom út

Guð­rún Karls Helgu­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, er tveggja barna móð­ir en dótt­ir henn­ar kom út sem trans 14 ára göm­ul. „Fyrstu til­finn­inga­legu við­brögð­in voru svo­lít­ið eins og það hefði ver­ið spark­að harka­lega í mag­ann á mér því ég fór strax að hugsa um hvað henni hlyti að hafa lið­ið illa und­an­far­ið. En um leið fann ég fyr­ir svo mik­illi ást; svo sterkri þörf fyr­ir að vernda hana,“ seg­ir Guð­rún.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár