Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Lokað á allar greiðslur til þroskaskertrar konu: „Þetta er margfalt mannréttindabrot“

Mar­grét Lísa fær ekki skip­að­an lög­ræð­is­mann og hef­ur því ekki að­gang að pen­ing­un­um sín­um. Hið op­in­bera brýt­ur mann­rétt­indi Mar­grét­ar Lísu, seg­ir fram­kvæmda­stýra Geð­hjálp­ar. Ekki megi týna ein­stak­ling­um í kerf­inu.

Lokað á allar greiðslur til þroskaskertrar konu: „Þetta er margfalt mannréttindabrot“
Týnd í kerfinu Margrét Lísa Óskarsdóttir fær ekki skipaðan lögráðamann og hefur af þeim sökum ekki haft aðgang að fjármunum sínum svo vikum skiptir. Framkvæmdastýra Geðhjálpar segir að hið opinbera brjóti mannréttindi Margrétar Lísu. Mynd: Heiða Helgadóttir

Margrét Lísa Óskarsdóttir hefur frá síðustu mánaðarmótum ekki fengið aðgang að peningum sem hún á með réttu í Landsbankanum, debetkort hennar er lokað og hún hefur ekki getað greitt útistandandi reikninga. Ástæða þess er sú að Margrét Lísa, sem er öryrki vegna þroskaskerðingar, var svipt lögræði í lok febrúar og embætti sýslumanns á höfuðborgarsvæðinu hefur enn ekki skipað henni lögráðamann til að fara með málefni hennar. Framkvæmdastýra Geðhjálpar segir að verið sé að fremja margfalt mannréttindabrot á Margréti Lísu.

Hefur ekki færni til að bera ábyrgð á eigin fjármálum

Margrét Lísa er 42 ára og er sem fyrr segir þroskaskert. Fyrir um þremur árum var hún svipt lögræði þar eð sýnt hafði verið fram á að andleg færni hennar væri ekki nægjanleg til að hún gæti borið ábyrgð á eigin fjármálum. Í framhaldi af lögræðissviptingunni var Margréti Lísu skipaður lögráðamaður af sýslumanni sem farið hefur með öll hennar fjármál undanfarin þrjú ár. Öll föst útgjöld hafa farið í gegnum greiðsluþjónustu í Landsbankanum en Margréti Lísu hefur svo verið skömmtuð upphæð vikulega inn á debetkortareikning sinn sem á að duga fyrir daglegum útgjöldum vegna nauðsynja. Margrét Lísa býr í íbúð á vegum Öryrkjabandalags Íslands og vinnur hálfan daginn á vernduðum vinnustað.

„Þegar fólk er lögræðissvipt þá verður hið opinbera auðvitað að axla sína ábyrgð og tryggja það að líf fólks geti haldið áfram“

Við breytingar á lögræðislögum, sem gildi tóku 1. janúar 2016, var lögfest bráðabirgðaákvæði sem kvað á um að ótímabundnar sviptingar lögræðis sem úrskurðað hefði verið um fyrir gildistöku laganna myndu falla niður að tveimur árum liðnum, það er 1. janúar 2018. Því féll lögræðissvipting Margrétar Lísu úr gildi um síðustu áramót. Í samráði við hana var ákveðið að heppilegast væri að hún fengi áfram aðstoð við að sinna fjármálum sínum og að sami lögráðamaður myndi halda áfram að sinna hennar málum. Mætti Margrét Lísa fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur 27. febrúar ásamt umræddum lögráðamanni þar sem farið var fram á að svo yrði. Það var samþykkt og skrifað undir pappíra þess efnis.

Fær ekki skipaðan lögráðamann

Töldu því allir aðilar að málinu væri lokið og hlutirnir komnir í samt horf og verið hafði. Um mánaðarmótin febrúar-mars frysti hins vegar Landsbankinn alla reikninga Margrétar Lísu og lokaði debetkorti hennar. Ástæða þess er sú að bankinn fékk tilkynningu um það frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu að Margrét Lísa hefði verið svipt lögræði. Þær upplýsingar hafði Héraðsdómur Reykjavíkur sent á sýslumannsembættið. Hins vegar hefur Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu enn ekki staðfest að Margréti Lísu hafi verið skipaður lögráðamaður og því er þessi staða uppi. Lögráðamaður Margrétar Lísu undanfarin þrjú ár bíður nú þess að fá staðfestingu þess efnis frá sýslumann að hann hafi verið skipaður lögráðamaður að nýju, en á meðan það gerist ekki er málið í hnút.

Engin hreyfing á málinu þrátt fyrir ítrekaðan eftirrekstur

Að sögn Þórunnar Óskarsdóttur, systur Margrétar Lísu, hefur lögráðamaður Margrétar Lísu ítrekað haft samband við sýslumann og bent á að hún hafi ekki aðgang að peningum sínum, hvorki til kaupa á nauðþurftum né geti greiðsluþjónusta Landsbankans greitt reikninga hennar sem safna því dráttarvöxtum. Þess ber að geta að Þórunn segir ekkert undan þjónustu Landsbankans að kvarta, þar hafi Margrét Lísa alla tíð fengið góða þjónustu en því miður séu hendur þjónustufulltrúa hennar þar bundnar.

Anna Gunnhildur ÓlafsdóttirFramkvæmdastýra Geðhjálpar á vart orð til að lýsa vanþóknun sinni yfir meðferðinni á Margréti Lísu.

Hið opinbera á að axla ábyrgð

Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastýra Geðhjálpar, segist vart eiga nógu sterk orð til að lýsa vanþóknun sinni á málinu. „Þetta er margfalt mannréttindabrot, mér finnst varla nóg sterkt að segja það, einu sinni. Ég held að við getum öll sem manneskjur sett okkur í spor þessarar konu. Að vera svipt, ekki bara heimild til ákvarðanatöku í eigin lífi, heldur einnig stuðningi hins opinbera. Að líf manns sé í rauninni sett í frost. Það er brot á mannréttindum að fólk sé sett í þessa stöðu og á ekki að geta gerst. Þegar fólk er lögræðissvipt þá verður hið opinbera auðvitað að axla sína ábyrgð og tryggja það að líf fólks geti haldið áfram. Að fólk hafi ákveðið sjálfstæði og það búi við ákveðna reisn í lífinu. Þarna gætu líka verið fjárhagslegir hagsmunir í húfi, þessi kona gæti lent í því að fá dráttarvexti á sig sökum þess að henni hefur verið gert ókleift að greiða sína reikninga, og ég tel að ef svo er þá geti hún átt kröfu á hið opinbera í framhaldinu. En fyrst og fremst á manneskjan kröfu á að henni sé tryggt að einhver aðili gæti hennar hagsmuna. Hið opinbera ber ábyrgð á því og má ekki týna einstaklingum í kerfinu.“

Stundin náði ekki í fulltrúa sýslumanns við vinnslu fréttarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár