Fjöldi karlmanna hafa tjáð sig á samfélagsmiðlum undanfarna sólarhringa um atvik í lífi þeirra þar sem hugmyndir um karlmennsku gerðu þeim erfitt fyrir. Þorsteinn V. Einarsson hvatti til átaksins í færslu á Facebook undir myllumerkinu #karlmennskan. Í gegnum þessar sögur kemur fram hversu sterk áhrif staðalímynd karlmennskunnar getur haft á drengi og unga menn. Dæmi eru um að þeir hafi ekki sýnt tilfinningarnar sem bærðust með þeim í erfiðum aðstæðum eða sótt sér menntun á sínu áhugasviði vegna þess að það þótti ekki nógu karlmannlegt.
„Þetta eru hugmyndir sem eru skaðlegar, ekki bara fyrir karla, heldur líka fyrir konur,“ segir Ásta Jóhannsdóttir, doktorsnemi í félagsfræði. „Til dæmis að það megi ekki sýna neinar tilfinningar nema reiði. Þær gefa körlum ekki rými til að vera manneskjulegir. Mín tilfinning er að ungt fólk sé meðvitað um þessar stereótýpísku hugmyndir um karlmennsku og farið að setja spurningamerki við þær.“
Margir hafa deilt sögum …
Athugasemdir