HönnunarMars hefur verið fastur liður í vordagskrá Reykjavíkur, en þar eru gjarnan um hundrað sýningar, stakir viðburðir, ráðstefnur og tískusýningar, á víð og dreif um borgina. Hátíðin er haldin í ár 15.–18. mars, en þar koma saman margar mismunandi skapandi greinar hönnunar, eins og til dæmis grafísk hönnun, arkitektúr, fatahönnun, textíll og keramík, en um 400–500 hönnuðir eru þátttakendur í ár. Hátíðin er nú haldin í tíunda skiptið og Sara Jónsdóttir, stjórnandi HönnunarMars, segir að því verði fagnað. „Þetta er stór afmælishátíð,“ segir Sara. Setningarathöfnin er haldin í Hafnarhúsinu 15. mars kl. 17:15, og er sett af borgarstjóra, en þá opna nokkrar sýningar eins og #endurvinnumálið og verðlaunasýning Félag íslenskra teiknara.
Sara segir að á DesignTalks ráðstefnunni í ár, sem er hluti af HönnunarMars, komi fyrst og fremst fram alþjóðlegir hönnuðir sem eigi álíka langan starfsaldur og hátíðin. „Við erum að horfa á framtíðina með augum þeirra undir yfirskriftinni „Máttur …
Athugasemdir