Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, hefur verið mikið til umfjöllunar síðan 4,6 milljóna króna endurgreiðslur vegna aksturskostnaðar hans voru gerðar opinberar. Hann segist keyra einna mest allra þingmanna, enda úr stóru kjördæmi, en sé það rétt hefur hann fengið allt að 24,3 milljónir króna endurgreiddar vegna aksturskostnaðar frá því hann settist á þing 2013. Í gegnum tíðina hefur hann gagnrýnt kostnað við hælisleitendur, en síður viljað tala um þann kostnað sem hann sjálfur hefur stofnað til.
Viðmælendum ber saman um að Ásmundur, eða Ási eins og hann er gjarnan kallaður, sé einstaklega athafnasamur og sífellt með eitthvað á prjónunum. Samhliða þingmennsku hefur hann stýrt sjónvarpsþættinum Auðlindakistunni á ÍNN og rekið ferðaþjónustuna Laufskála á Hellu. Þá er hann formaður Þroskahjálpar á Suðurnesjum og gegndi embætti varastórsírs hjá Oddfellow-reglunni þar til síðasta haust. Árið 2015 gaf hann meira að segja út bók, Hrekkjalómafélagið – prakkarastrik og púðurkerlingar. Bókin segir 20 ára sögu félags …
Athugasemdir