Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Hvernig eigendur leigufélaga GAMMA og Heimavalla ætla að græða á 3500 heimilum

Þeir sögu­legu at­burð­ir eiga sér stað að tvö leigu­fé­lög í eigu fjár­festa verða skráð á mark­að á Ís­landi. Óljóst hvort hlut­haf­ar Heima­valla og Al­menna leigu­fé­lags GAMMA eru skamm­tíma- eða lang­tíma­fjár­fest­ar. Mögu­leiki á skjót­fengn­um gróða á leigu­íbúð­um eft­ir fá­heyrt góðæri á ís­lenska fast­eigna­mark­aðn­um.

 Stofnandi sænska húsgagnaframleiðandans Ikea, Ingvar Kamprad, gaf það út ítrekað meðan hann lifði að fyrirtækið skyldi aldrei skráð á hlutabréfamarkað. Ein af ástæðunum sem Kamprad nefndi fyrir því var að hlutabréfamarkaðir stjórnist af skammtímahagsmunum. „Með þeirri skammsýnu gróðahugsun sem einkennir hlutabréfamarkaðinn hefðum við aldrei náð svona mikilli velgengni,“ sagði Kamprad í viðtali árið 2008.

Ingvar Kamprad lést nú í lok janúar og var víða fjallað um þá ósk hans – eina af hans síðustu – að Ikea myndi aldrei fara á hlutabréfamarkað. Í einu af síðustu viðtölunum sem tekið var við Kamprad, viðtali leikstjórans og leikarans Felix Herngrens við hann í fyrra, sagði Kamprad meðal annars: „Ég vona að Ikea eigi etir að lifa lengi og að fyrirtækið verði aldrei skráð á hlutabréfamarkað,“ sagði Kamprad. 

Ástæðurnar fyrir því að Ikea á ekki að fara á hlutabréfamarkað eru nokkrar.  Kamprad vildi halda eignarhaldinu á fyrirtækinu innan fjölskyldu sinnar sem langtímafjárfestingu, Ikea …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Leigumarkaðurinn

Telja mikið eignarhald hagnaðardrifinna leigufélaga skýra skarpar verðhækkanir á Suðurnesjum
FréttirLeigumarkaðurinn

Telja mik­ið eign­ar­hald hagn­að­ar­drif­inna leigu­fé­laga skýra skarp­ar verð­hækk­an­ir á Suð­ur­nesj­um

Leigu­verð held­ur áfram að hækka víð­ast hvar á land­inu sam­kvæmt nýj­asta mán­að­ar­riti Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­unn­ar. At­hygli vek­ur að verð fyr­ir leigu­íbúð­ir á Suð­ur­nesj­um hef­ur hækk­að óvenju hratt á síð­ustu sex mán­uð­um. Telja skýrslu­höf­und­ar að það megi rekja til óvenju hás hlut­falls leigu­íbúða í eigu ein­stak­linga og hagn­að­ar­drif­inna leigu­fé­laga.
Stjórnarformaður Ölmu segir breytingar á húsaleigulögum óþarfar
FréttirLeigumarkaðurinn

Stjórn­ar­formað­ur Ölmu seg­ir breyt­ing­ar á húsa­leigu­lög­um óþarf­ar

Gunn­ar Þór Gísla­son, stjórn­ar­formað­ur Ölmu íbúð­ar­fé­lags seg­ir frum­varp inn­viða­ráð­herra um breyt­ing­ar á húsa­leigu­lög­um vera gegn­sýrt for­ræð­is­hyggju og skriffinnsku sem vegi að samn­inga­frels­inu. Í um­sögn sem Alma sendi til vel­ferð­ar­nefnd­ar Al­þing­is er lagst gegn öll­um helstu meg­in­at­rið­um frum­varps­ins.
Óheyrilegar verðhækkanir á leigumarkaði: „Þeir eru eins og óðir hanar í mannaskít“
NeytendurLeigumarkaðurinn

Óheyri­leg­ar verð­hækk­an­ir á leigu­mark­aði: „Þeir eru eins og óð­ir han­ar í manna­skít“

Aug­lýs­ing sem birt­ist á fast­eigna­vefn­um Igloo hef­ur vak­ið mikla at­hygli og um­ræðu. Þar er fjög­urra her­bergja íbúð í Reykja­vík aug­lýst til leigu fyr­ir 550.000 krón­ur á mán­uði. Guð­mund­ur Hrafn Arn­gríms­son, formað­ur Leigj­enda­sam­tak­anna, seg­ir stöð­una vera grafal­var­lega. Hann seg­ir mörg heim­ili á leigu­mark­aði búi í dag við grimmi­lega og kerf­is­bundna fjár­kúg­un.
Staða fjölskyldna á leigumarkaði hríðversnar milli ára
FréttirLeigumarkaðurinn

Staða fjöl­skyldna á leigu­mark­aði hríð­versn­ar milli ára

Sam­kvæmt nið­ur­stöð­um leigu­könn­un­ar Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un­ar versn­aði samn­ingstaða leigj­enda gagn­vart leigu­söl­um um­tals­vert milli ár­anna 2022 og 2023. Könn­un­in bend­ir einnig þess að bæði hafi leigu­verð hækk­að og fram­boð á hús­næði við hæfi dreg­ist sam­an milli ára. Þró­un­in leggst þyngst á fjöl­skyld­ur sem bjuggu við þrengri kost ár­ið 2023 í sam­an­burði við ár­ið 2022.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár