Stofnandi sænska húsgagnaframleiðandans Ikea, Ingvar Kamprad, gaf það út ítrekað meðan hann lifði að fyrirtækið skyldi aldrei skráð á hlutabréfamarkað. Ein af ástæðunum sem Kamprad nefndi fyrir því var að hlutabréfamarkaðir stjórnist af skammtímahagsmunum. „Með þeirri skammsýnu gróðahugsun sem einkennir hlutabréfamarkaðinn hefðum við aldrei náð svona mikilli velgengni,“ sagði Kamprad í viðtali árið 2008.
Ingvar Kamprad lést nú í lok janúar og var víða fjallað um þá ósk hans – eina af hans síðustu – að Ikea myndi aldrei fara á hlutabréfamarkað. Í einu af síðustu viðtölunum sem tekið var við Kamprad, viðtali leikstjórans og leikarans Felix Herngrens við hann í fyrra, sagði Kamprad meðal annars: „Ég vona að Ikea eigi etir að lifa lengi og að fyrirtækið verði aldrei skráð á hlutabréfamarkað,“ sagði Kamprad.
Ástæðurnar fyrir því að Ikea á ekki að fara á hlutabréfamarkað eru nokkrar. Kamprad vildi halda eignarhaldinu á fyrirtækinu innan fjölskyldu sinnar sem langtímafjárfestingu, Ikea …
Athugasemdir