Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Íshestar dæmdir til að greiða reikninga Hjalta

Dóm­ur í máli Hjalta Gunn­ars­son­ar gegn Ís­hest­um féll í síð­ustu viku og var Ís­hest­um gert að greiða Hjalta fyr­ir hesta­ferð­irn­ar sem hann fór fyr­ir fyr­ir­tæk­ið sumar­ið 2016.

Íshestar dæmdir til að greiða reikninga Hjalta
Hjalti og Ása Unnu mál sitt gegn Íshestum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Íshestar þurfa að greiða Hjalta Gunnarssyni tæpar 15 milljónir króna vegna ferða sem hann fór fyrir fyrirtækið sumarið 2016 samkvæmt dómi sem Héraðsdómur Reykjaness kvað upp í síðustu viku.

Stundin sagði sögu Hjalta og eiginkonu hans, Ásu Viktoríu Dalkarls, fyrr í mánuðinum en þau reka hestatengda ferðaþjónustu á Kjóastöðum í Biskupstungum. Þau höfðu átt í farsælu samstarfi við Íshesta frá árinu 1992, allt þar til nýir eigendur tóku við rekstrinum en þá fór að verða erfitt að fá greiðslur. Í lok sumars 2016 var ljóst að fyrirtækið væri á leiðinni í þrot og fengu samstarfsaðilar Íshesta ekki greitt fyrir ferðirnar sem þeir fóru það sumar. Öll starfsemi Íshesta var þá færð yfir á nýtt félag og voru rök Íshesta þau að Hjalti hefði átt í samstarfi við gamla félagið, en ekki hið nýja. Hjalti stefndi fyrirtækinu vegna ógreiddra reikninga, en hann sagði fyrirtækið skulda sér á 16 milljónir króna.

Í dómi hérðasdóms segir meðal annars að samkvæmt samningi nýs félags Íshesta um kaup á gamla félaginu hafi allur rekstur hins gamla félags verið seldur til hins nýja í júní 2016. Tekið er fram í kaupsamningi að meðfylgjandi sölunni séu allar ferðir og öll seld þjónusta sem Íshestar vinni að hér á landi og einni þær ferðir sem hafi verið pantaðar fyrir afhendingu en verði inntar af hendi eftir afhendingardag. Þá segir ennfremur að allar tekjur og allur kostnaður vegna framseldra verka, sem falli til eftir afhendingardag, tilheyri kaupanda. Líta verði svo á að með þessum ákvæðum kaupsamningsins hafi fyrirtækið orðið skuldbundið Hjalta. 

Önnur gögn málsins styðji einnig þessa niðurstöðu, því starfsmenn Íshesta virðast hafa litið svo á að túlka bæri kaupsamninginn með þessum hætti. Þannig greiddi nýja félagið tvo reikninga frá Hjalta í september 2016, Íshestar sendi nafnalista til stefnanda 27. júní 2016 vegna ferða sem farnar voru 2. og 9. júlí 2016 og tölvubréfasamskipti Skarphéðins Bergs Steinarssonar, þáverandi framkvæmdastjóra Íshesta, og Hjalta bendi einnig til þess að framkvæmdastjórinn hafi litið svo á að Íshestar væru skuldbundnir Hjalta vegna umræddra hestaferða sumarið og haustið 2016. Niðurstaða málsins varð því sú að kröfur Hjalta voru teknar til greina að öllu leyti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
4
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár