Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Íshestar dæmdir til að greiða reikninga Hjalta

Dóm­ur í máli Hjalta Gunn­ars­son­ar gegn Ís­hest­um féll í síð­ustu viku og var Ís­hest­um gert að greiða Hjalta fyr­ir hesta­ferð­irn­ar sem hann fór fyr­ir fyr­ir­tæk­ið sumar­ið 2016.

Íshestar dæmdir til að greiða reikninga Hjalta
Hjalti og Ása Unnu mál sitt gegn Íshestum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Íshestar þurfa að greiða Hjalta Gunnarssyni tæpar 15 milljónir króna vegna ferða sem hann fór fyrir fyrirtækið sumarið 2016 samkvæmt dómi sem Héraðsdómur Reykjaness kvað upp í síðustu viku.

Stundin sagði sögu Hjalta og eiginkonu hans, Ásu Viktoríu Dalkarls, fyrr í mánuðinum en þau reka hestatengda ferðaþjónustu á Kjóastöðum í Biskupstungum. Þau höfðu átt í farsælu samstarfi við Íshesta frá árinu 1992, allt þar til nýir eigendur tóku við rekstrinum en þá fór að verða erfitt að fá greiðslur. Í lok sumars 2016 var ljóst að fyrirtækið væri á leiðinni í þrot og fengu samstarfsaðilar Íshesta ekki greitt fyrir ferðirnar sem þeir fóru það sumar. Öll starfsemi Íshesta var þá færð yfir á nýtt félag og voru rök Íshesta þau að Hjalti hefði átt í samstarfi við gamla félagið, en ekki hið nýja. Hjalti stefndi fyrirtækinu vegna ógreiddra reikninga, en hann sagði fyrirtækið skulda sér á 16 milljónir króna.

Í dómi hérðasdóms segir meðal annars að samkvæmt samningi nýs félags Íshesta um kaup á gamla félaginu hafi allur rekstur hins gamla félags verið seldur til hins nýja í júní 2016. Tekið er fram í kaupsamningi að meðfylgjandi sölunni séu allar ferðir og öll seld þjónusta sem Íshestar vinni að hér á landi og einni þær ferðir sem hafi verið pantaðar fyrir afhendingu en verði inntar af hendi eftir afhendingardag. Þá segir ennfremur að allar tekjur og allur kostnaður vegna framseldra verka, sem falli til eftir afhendingardag, tilheyri kaupanda. Líta verði svo á að með þessum ákvæðum kaupsamningsins hafi fyrirtækið orðið skuldbundið Hjalta. 

Önnur gögn málsins styðji einnig þessa niðurstöðu, því starfsmenn Íshesta virðast hafa litið svo á að túlka bæri kaupsamninginn með þessum hætti. Þannig greiddi nýja félagið tvo reikninga frá Hjalta í september 2016, Íshestar sendi nafnalista til stefnanda 27. júní 2016 vegna ferða sem farnar voru 2. og 9. júlí 2016 og tölvubréfasamskipti Skarphéðins Bergs Steinarssonar, þáverandi framkvæmdastjóra Íshesta, og Hjalta bendi einnig til þess að framkvæmdastjórinn hafi litið svo á að Íshestar væru skuldbundnir Hjalta vegna umræddra hestaferða sumarið og haustið 2016. Niðurstaða málsins varð því sú að kröfur Hjalta voru teknar til greina að öllu leyti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
4
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
5
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár