Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Íshestar dæmdir til að greiða reikninga Hjalta

Dóm­ur í máli Hjalta Gunn­ars­son­ar gegn Ís­hest­um féll í síð­ustu viku og var Ís­hest­um gert að greiða Hjalta fyr­ir hesta­ferð­irn­ar sem hann fór fyr­ir fyr­ir­tæk­ið sumar­ið 2016.

Íshestar dæmdir til að greiða reikninga Hjalta
Hjalti og Ása Unnu mál sitt gegn Íshestum. Mynd: Heiða Helgadóttir

Íshestar þurfa að greiða Hjalta Gunnarssyni tæpar 15 milljónir króna vegna ferða sem hann fór fyrir fyrirtækið sumarið 2016 samkvæmt dómi sem Héraðsdómur Reykjaness kvað upp í síðustu viku.

Stundin sagði sögu Hjalta og eiginkonu hans, Ásu Viktoríu Dalkarls, fyrr í mánuðinum en þau reka hestatengda ferðaþjónustu á Kjóastöðum í Biskupstungum. Þau höfðu átt í farsælu samstarfi við Íshesta frá árinu 1992, allt þar til nýir eigendur tóku við rekstrinum en þá fór að verða erfitt að fá greiðslur. Í lok sumars 2016 var ljóst að fyrirtækið væri á leiðinni í þrot og fengu samstarfsaðilar Íshesta ekki greitt fyrir ferðirnar sem þeir fóru það sumar. Öll starfsemi Íshesta var þá færð yfir á nýtt félag og voru rök Íshesta þau að Hjalti hefði átt í samstarfi við gamla félagið, en ekki hið nýja. Hjalti stefndi fyrirtækinu vegna ógreiddra reikninga, en hann sagði fyrirtækið skulda sér á 16 milljónir króna.

Í dómi hérðasdóms segir meðal annars að samkvæmt samningi nýs félags Íshesta um kaup á gamla félaginu hafi allur rekstur hins gamla félags verið seldur til hins nýja í júní 2016. Tekið er fram í kaupsamningi að meðfylgjandi sölunni séu allar ferðir og öll seld þjónusta sem Íshestar vinni að hér á landi og einni þær ferðir sem hafi verið pantaðar fyrir afhendingu en verði inntar af hendi eftir afhendingardag. Þá segir ennfremur að allar tekjur og allur kostnaður vegna framseldra verka, sem falli til eftir afhendingardag, tilheyri kaupanda. Líta verði svo á að með þessum ákvæðum kaupsamningsins hafi fyrirtækið orðið skuldbundið Hjalta. 

Önnur gögn málsins styðji einnig þessa niðurstöðu, því starfsmenn Íshesta virðast hafa litið svo á að túlka bæri kaupsamninginn með þessum hætti. Þannig greiddi nýja félagið tvo reikninga frá Hjalta í september 2016, Íshestar sendi nafnalista til stefnanda 27. júní 2016 vegna ferða sem farnar voru 2. og 9. júlí 2016 og tölvubréfasamskipti Skarphéðins Bergs Steinarssonar, þáverandi framkvæmdastjóra Íshesta, og Hjalta bendi einnig til þess að framkvæmdastjórinn hafi litið svo á að Íshestar væru skuldbundnir Hjalta vegna umræddra hestaferða sumarið og haustið 2016. Niðurstaða málsins varð því sú að kröfur Hjalta voru teknar til greina að öllu leyti.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár