„Ég kom inn rosalega brotin og veik,“ segir Harpa Signý, sem segist í fyrstu hafa reynt að telja sér trú um að þetta væri ekkert til að hafa áhyggjur af. „Maðurinn var að verða sextugur og ég hélt að hann væri bara svona skemmtilegur karl. Enda hafa allir rosalega gaman af honum. Hann er fróður maður og það var gaman að hlusta á hann tala um lífið og tilveruna. En svo byrjaði hann að fara yfir mörkin. Einu sinni var ég inni á skrifstofu hjá honum þegar hann kom upp að mér og þefaði af mér. Ég var ekkert að kippa mér upp við það því ég hélt að hann væri bara eitthvað að rugla. Ég fór bara. En svo varð hann alltaf ágengari.“
Harpa Signý lýsir reynslu sinni af meðferðarheimilinu Krýsuvík í samtali við Stundina. Hún segist hafa upplifað sig varnarlausa gagnvart starfsmanni, sem hafði áður verið staðinn að …
Athugasemdir