Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Opnar æfingar Sinfóníuhljómsveitar Íslands

Al­menn­ingi gefst kost­ur á að kaupa miða á opn­ar æf­ing­ar Sin­fón­íu­hljóm­sveit­ar Ís­lands en um er að ræða lokaæf­ing­una hverju sinni á fimmtu­dags­morgn­um á und­an áskrift­ar­tón­leik­um hljóm­sveit­ar­inn­ar sem haldn­ir eru um kvöld­ið.

Opnar æfingar Sinfóníuhljómsveitar Íslands
Margrét Ragnarsdóttir Kynningarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands segir að á opnum æfingum séu verk ekki endilega flutt í heild sinni, heldur brot eða ákveðnir kaflar. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Það eru þrjú ár síðan við byrjuðum að bjóða upp á opnar æfingar á undan öllum áskriftartónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sem eru 19 á hverju starfsári,“ segir Margrét Ragnarsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri hljómsveitarinnar. „Sinfóníuhljómsveit Íslands er þjóðarhljómsveit Íslendinga og við sinnum mjög fjölbreyttu starfi.“

Áskriftartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands eru hefðbundnir, sígildir tónleikar en ekki er boðið upp á opnar æfingar fyrir aðra tónleika, svo sem fjölskyldutónleika eða kvikmyndatónleika. Miði á opnar æfingar kostar 1.900 krónur.

Eiga ekki heimangengt

„Við ákváðum að bjóða upp á opnar æfingar vegna þess að margir erlendir ferðamenn koma í Hörpu en komast kannski ekki á tónleika um kvöldið en langar að heyra í hljómsveitinni í þessum frábæra tónleikasal sem Eldborg er. Æfingarnar eru opnar almenningi og þeir sem eiga ekki heimangengt á kvöldin geta einnig nýtt sér þær. Ég get nefnt eldri borgara, tónlistarnema og smærri hópa sem dæmi. Þá er lokaæfingin einnig tilvalin fyrir þá sem …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár