„Það eru þrjú ár síðan við byrjuðum að bjóða upp á opnar æfingar á undan öllum áskriftartónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands, sem eru 19 á hverju starfsári,“ segir Margrét Ragnarsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri hljómsveitarinnar. „Sinfóníuhljómsveit Íslands er þjóðarhljómsveit Íslendinga og við sinnum mjög fjölbreyttu starfi.“
Áskriftartónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands eru hefðbundnir, sígildir tónleikar en ekki er boðið upp á opnar æfingar fyrir aðra tónleika, svo sem fjölskyldutónleika eða kvikmyndatónleika. Miði á opnar æfingar kostar 1.900 krónur.
Eiga ekki heimangengt
„Við ákváðum að bjóða upp á opnar æfingar vegna þess að margir erlendir ferðamenn koma í Hörpu en komast kannski ekki á tónleika um kvöldið en langar að heyra í hljómsveitinni í þessum frábæra tónleikasal sem Eldborg er. Æfingarnar eru opnar almenningi og þeir sem eiga ekki heimangengt á kvöldin geta einnig nýtt sér þær. Ég get nefnt eldri borgara, tónlistarnema og smærri hópa sem dæmi. Þá er lokaæfingin einnig tilvalin fyrir þá sem …
Athugasemdir