Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Fimm réttir úr fortíð og nútíð

Hjón­in Bryn­dís Guð­munds­dótt­ir og Árni Sig­fús­son eiga stóra fjöl­skyldu og lið­leik­inn í eld­hús­inu hef­ur kall­að fram dýr­ind­is­rétti og bakst­ur sem öll fjöl­skyld­an hef­ur not­ið við mat­ar­borð­ið. Hjón­in gefa hér nokkr­ar góm­sæt­ar upp­skrift­ir.

Fimm réttir úr fortíð og nútíð
Bryndís með barnabarninu Hér bakar Bryndís Haraldsdóttir bolluafbrigði með chia-fræjum og möndlumjólk ásamt barnabarni sínu, Jóhanni Vikari. Mynd: Heiða Helgadóttir

1. Gellur úr gelluvögnum

Árni Sigfússon segir að besti matur sem hann fái séu gellur í brúnni lauksósu.

„Við Eyjapeyjarnir smíðuðum sérstaka gelluvagna, eða sérlega útfærða kassabíla, skárum gellur af þorskhausunum áður er þeir fóru í bræðslu og drógum svo gelluvagninn á milli húsa og seldum ferskar gellur. Þetta gaf ágætis vasapening og afgangurinn, sem ekki seldist, var að sjálfsögðu eldaður heima. 

Uppáhaldsuppskriftin var frá mömmu – að dýfa gellunum í þeytt egg með mjólk, velta upp úr hveiti, krydduðu með salti og pipar, setja á smjörlegna steikarpönnu með söxuðum lauk og steikja báðar hliðar. Hella síðan sjóðandi vatni í botn pönnunnar, bæta í einum pakkateningi af kjötkrafti og leyfa þessu að malla í 15 mínútur. 

Þá var hrærð smá sósa, eða hveitijafningur, út í (smá hveiti með vatni hrist saman) – eða Maizena-blanda fyrir dökka sósu notuð ef þurfti að þykkja sósuna. Þetta er besta fæða sem hugsast getur …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár