Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Fimm réttir úr fortíð og nútíð

Hjón­in Bryn­dís Guð­munds­dótt­ir og Árni Sig­fús­son eiga stóra fjöl­skyldu og lið­leik­inn í eld­hús­inu hef­ur kall­að fram dýr­ind­is­rétti og bakst­ur sem öll fjöl­skyld­an hef­ur not­ið við mat­ar­borð­ið. Hjón­in gefa hér nokkr­ar góm­sæt­ar upp­skrift­ir.

Fimm réttir úr fortíð og nútíð
Bryndís með barnabarninu Hér bakar Bryndís Haraldsdóttir bolluafbrigði með chia-fræjum og möndlumjólk ásamt barnabarni sínu, Jóhanni Vikari. Mynd: Heiða Helgadóttir

1. Gellur úr gelluvögnum

Árni Sigfússon segir að besti matur sem hann fái séu gellur í brúnni lauksósu.

„Við Eyjapeyjarnir smíðuðum sérstaka gelluvagna, eða sérlega útfærða kassabíla, skárum gellur af þorskhausunum áður er þeir fóru í bræðslu og drógum svo gelluvagninn á milli húsa og seldum ferskar gellur. Þetta gaf ágætis vasapening og afgangurinn, sem ekki seldist, var að sjálfsögðu eldaður heima. 

Uppáhaldsuppskriftin var frá mömmu – að dýfa gellunum í þeytt egg með mjólk, velta upp úr hveiti, krydduðu með salti og pipar, setja á smjörlegna steikarpönnu með söxuðum lauk og steikja báðar hliðar. Hella síðan sjóðandi vatni í botn pönnunnar, bæta í einum pakkateningi af kjötkrafti og leyfa þessu að malla í 15 mínútur. 

Þá var hrærð smá sósa, eða hveitijafningur, út í (smá hveiti með vatni hrist saman) – eða Maizena-blanda fyrir dökka sósu notuð ef þurfti að þykkja sósuna. Þetta er besta fæða sem hugsast getur …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár