Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Fjöldauppsagnir hjá Odda: 86 starfsmönnum sagt upp

Fram kem­ur í yf­ir­lýs­ingu frá fyr­ir­tæk­inu að sterkt gengi ís­lensku krón­unn­ar og launa­hækk­an­ir langt um­fram það sem þekk­ist í sam­keppn­islönd­um hafi veikt mjög sam­keppn­is­stöðu inn­lendr­ar fram­leiðslu.

Fjöldauppsagnir hjá Odda: 86 starfsmönnum sagt upp

Fjöldauppsagnir standa yfir hjá prentsmiðjunni Odda þessa dagana vegna ákvörðunar um að hætta framleiðslu í verksmiðjunum Plastprenti og Kassagerðinni.

Að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Odda munu 86 störf leggjast af vegna breytinganna. „Við lögun starfseminnar að breyttum aðstæðum leggjast af 83 störf við framleiðslu og afleidd störf og fækkað verður um þrjá í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Stjórn og stjórnendum Odda þykir leitt að sjá á eftir því góða og reynslumikla starfsfólki sem nú skilur við fyrirtækið vegna þess og lögð verður áhersla á að veita því stuðning og aðstoð við næstu skref með virðingu fyrir hverjum einstaklingi í huga,“ segir í tilkynningunni sem fjölmiðlum barst áðan.

Fram kemur að neikvæða þróun á starfsumhverfi íslenskra framleiðslufyrirtækja á borð við Odda megi rekja til þess að sterkt gengi íslensku krónunnar og launahækkanir langt umfram það sem þekkist í samkeppnislöndum hafi veikt mjög samkeppnisstöðu innlendrar framleiðslu. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

„Við erum að virkja fyrir peningana sem okkur langar í“
6
Viðtal

„Við er­um að virkja fyr­ir pen­ing­ana sem okk­ur lang­ar í“

Odd­ur Sig­urðs­son hlaut Nátt­úru­vernd­ar­við­ur­kenn­ingu Sig­ríð­ar í Bratt­holti. Hann spáði fyr­ir um enda­lok Ok­jök­uls og því að Skeið­ará myndi ekki ná að renna lengi í sín­um far­vegi, sem rætt­ist. Nú spá­ir hann því að Reykja­nesskagi og höf­uð­borg­ar­svæð­ið fari allt und­ir hraun á end­an­um. Og for­dæm­ir fram­kvæmdagleði Ís­lend­inga á kostn­að nátt­úru­vernd­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár