Nokkrir mánuðir voru liðnir frá því að hún fór út af heimilinu og nú átti hún loks að fá að hitta yngri systkini sín. Full tilhlökkunar gekk hún inn í Smáralindina, síminn titraði, systir hennar lét vita að hún biði hennar á efri hæðinni. Anna fylgdist með fólkinu í kringum sig og fann hvernig eftirvæntingin stigmagnaðist á leiðinni upp rúllustigann, þar til allt í einu að hún rak augun í fjölskylduna. Henni var illa brugðið, líkt og hún hefði fengið högg í magann, þegar hún sá hver beið hennar. Þarna stóðu ekki aðeins systkini hennar, eins og rætt var um, heldur faðir þeirra, sem hún, Anna Gílaphon Kjartansdóttir, hafði kært fyrir nauðgun, og stjúpmóðirin sem hún hafði kært fyrir heimilisofbeldi.
Átti að vera með nálgunarbann
Sárin á líkama hennar voru ekki fyllilega gróin á þessum tíma. Það tók …
Athugasemdir