Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 7 árum.

Listi Roberts yfir stúlkur er enn til - lögregla hefji aftur rannsókn á kynferðisbrotum hans

Þór­hild­ur Sunna Æv­ars­dótt­ir, þing­mað­ur Pírata, tel­ur lík­legt að lög­regla hefji aft­ur rann­sókn á máli Roberts Dow­ney, en hann var á ár­un­um 2008 og 2010 dæmd­ur fyr­ir að brjóta kyn­ferð­is­lega á fimm ung­lings­stúlk­um.

Listi Roberts yfir stúlkur er enn til - lögregla hefji aftur rannsókn á kynferðisbrotum hans
Telur víst að lögregla hefji aftur rannsókn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir bað um opinn fund allsherjar- og menntamálanefndar í gær til að ræða varðveislu sönnunargagna í sakamálum. Mynd: Pressphotos

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, telur allar líkur á að lögregla hefji á ný rannsókn í máli Roberts Downey í ljósi breytts verklags í rannsóknum kynferðisbrota hjá embættinu. Robert var árin 2008 og 2010 dæmdur fyrir að brjóta kynferðislega gegn fimm unglingsstúlkum og í sumar lagði sjötta stúlkan fram kæru gegn honum. Á meðal gagna í málinu var minnisbók með lista yfir 335 kvenmannsnöfn með ýmist símanúmerum eða tölvupóstföngum og fyrir aftan nöfnin voru númer sem lögregla taldi víst að vísuðu í aldur stúlknanna. Þau svör höfðu áður borist frá lögreglunni að minnisbókin væri glötuð, en nú er komið í ljós að hún er aðgengileg á Þjóðskjalasafni Íslands.

Þórhildur Sunna segir að á sínum tíma hafi ekki verið reynt að hafa samband við stúlkurnar en á opnum fundi allsherjar- og menntamálanefndar í gær kom fram í máli Huldu Elsu Björgvinsdóttur, yfirmanns ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að kæmi slík minnisbók inn á borð lögreglu í dag yrði leitað allra leiða til að upplýsa um nöfnin og rannsaka málið í þaula. 

„Þá finnst mér allar líkur á að það verði farið ofan í kjölinn á þessum nöfnum.“

„Það sem mér fannst mikilvægast að kom út úr þessum fundi er að verklagið hefur breyst talsvert hjá lögreglu,“ sagði Þórhildur Sunna í viðtali í Kastljósi í gær. „Það sem mér fannst alltaf stærsta vandamálið við þessa minnisbók á þessum tíma var að henni var ekki fylgt eftir, það er að segja þarna ertu að finna nöfn 335 kvenna sem líklegt þykir að hafi orðið, mögulega, fyrir misnotkun af hálfu Roberts Downey en það var ekkert gert til þess að athuga þessi nöfn eða hafa samband við þessa einstaklinga. Það sem kom út úr þessum fundi var að miðað við breytta afstöðu lögregluyfirvalda nú og breytt verklag gagnvart kynferðisbrotamálum, þá finnst mér allar líkur á að það verði farið ofan í kjölinn á þessum nöfnum og hugsanlega þessum risavaxna fjölda kvenna sem gætu hafa orðið fyrir barðinu á honum Robert Downey.“

Ekki öll sönnunargögn varðveitt

Anna Katrín SnorradóttirLagði fram kæru gegn Roberti Downey síðasta sumar. Hún er sjötta stúlkan til að kæra hann, en hann hlaut uppreist æru.

Robert Downey, sá þá hét Róbert Árni Hreiðarsson, var árið 2008 dæmdur í Hæstarétti í þriggja ára fangelsi fyrir brot gegn fjórum unglingsstúlkum og árið 2010 var hann dæmdur fyrir brot gegn fimmtu stúlkunni, en ekki gerð refsing í því máli. Anna Katrín Snorradóttir er sjötta stúlkan til þess að kæra Robert fyrir kynferðisbrot, en hún lagði fram kæru síðasta sumar og treysti á að lögregla hefði enn aðgang að gögnum sem gerð voru upptæk í húsleit hjá Róberti í september 2005. 

Á meðal þess sem fannst voru tveir farsímar, fjögur símkort, yfir tvö hundruð ljósmyndir sem lögreglan flokkaði sem barnaklám og fimm myndbandsspólur sem sýndu börn á kynferðislegan máta. Það sem vakið hefur hvað mestan óhug í málinu var minnisbók Roberts með lista yfir stúlkur. Á bakhlið minnisbókarinnar voru síðan skráð þrjú nöfn, Rikki, Árni og Robbi, dulnefnin sem Robert notaði í samskiptum við stúlkurnar, og fyrir aftan hvert nafn var símanúmer. Anna Katrín telur nokkuð víst að upplýsingar um hana sé að finna í þessum gögnum. 

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari sagði á fundinum að lögin gerðu ekki ráð fyrir að sönnunargögn í sakamáli, sem ekki flytjast áfram til dómstóla, séu varðveitt áfram ef ske kynni að vera að fleiri brotaþolar leggi síðar fram kæru. Þessum sönnunargögnum sé annað hvort eytt eða skilað. Í máli Roberts hafnaði dómurinn til að mynda upptöku á tölvum sem voru haldlagðar í málinu og eru þær því ekki lengur aðgengilegar. Þau gögn sem voru lögð fram fyrir dómstólum í sakamálinu sem leiddi til sakfellingar árið 2008, þar á meðal minnisbókin fræga, eru hins vegar aðgengileg í Þjóðskjalasafni Íslands. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár